Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 46
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200846 Á ferðinni Á ferðinni Hvað er TougH guy? Tough guy er keppni í Bretlandi sem reynir á þol og úthald einstaklinga á allan hátt. Líkam- lega og andlega. Fólk hleypur upp og niður brekkur, klífur veggi, hleypur yfir eld, skríður í rörum og syndir í vatni. Keppnin er haldin á jörð hjá gömlum manni sem heitir Mr. Mouse og er þetta 19. árið sem fram fara keppnir þar. allur ágóði rennur til góðgerðarmála. UMSjÓn: ÁSgEir jÓnSSOn asgeir@dv.is Upp veggi og yfir eldhaf Hópur frá Bootcamp-líkamsræktarstöðinni tók þátt í Tough Guy-keppninni í upphafi ársins. Slökkviliðsmaðurinn Ágúst guðmundsson var einn þeirra sem tóku þátt. Hann hljóp einnig fyrsta opinbera 100 kílómetra hlaupið á Íslandi og stefnir á maraþon umhverfis Lockness-vatnið. „Ef eitthvað er var brautin of stutt,“ segir hinn grjótharði slökkviliðsmað- ur Ágúst Guðmundsson um þátttöku sína í Tough Guy-keppninni í Wolv- erhampton í Bretlandi. Ágúst fór ásamt 14 manna hópi frá Bootcamp- líkamsræktarstöðinni í upphafi árs til að taka þátt í þessar miklu þrekraun. „Við vorum tveir félagar sem fund- um þetta á netinu og svo var bara kýlt á þetta,“ segir Ágúst en fleiri iðkendur hjá Bootcamp voru ekki lengi að taka við sér. „Þetta var strembinn und- irbúningur í um það bil tvo til þrjá mánuði en það eru þó flestir í stöð- inni í góðu ásigkomulagi allt árið.“ vatn, eldur og drulla Að taka þátt í keppni eins og Tough Guy er flestum ansi fjarlægt en Bootcamp-hópurinn lét það ekki stöðva sig. „Þetta byrjaði á léttu víða- vangshlaupi sem hefur verið á bil- inu sex til átta kílómetrar.“ Hlaup- ið var mestmegnis á jafnsléttu segir Ágúst en tekur fram að það hafi ver- ið rúsína í pylsuendanum. „Það kom mjög skemmtilegur kafli þarna í lok- in þar sem maður þurfti að hlaupa upp og niður brekkur.“ Það má deila um hversu skemmtilegur sá kafli var í raun en hópurinn hafði gaman af honum enda mættur til þess að taka á því. Að hlaupinu loknu tók svo við strembin braut sem hópurinn lauk á í kringum einum og hálfum tíma. „Þetta var allt mjög skemmtilegt. Maður þurfti að skríða í rörum, hlaupa yfir eld, klífa veggi og synda í vatni,“ segir Ágúst sem endurtekur að eini gallinn hafi verið að brautin hafi verið aðeins of stutt. Óvæntur rafstraumur Ágúst segir að frábær stemning hafi verið í hópnum og hjá keppend- um öllum. „Þetta var alveg magn- að enda milli fimm og sex þúsund manns sem tóku þátt.“ Aðspurð- ur hvað hafi staðið upp úr í keppn- inni segir Ágúst þetta allt hafa verið spennandi áskoranir. „Klifurþraut- irnar voru skemmtilegar og það var eitt mjög óvænt atriði í endann á einni þeirra. Þá þurfti maður að hlaupa eftir þröngum vegi þar sem sitthvorum megin héngu blaut- ir spottar. Það sem maður vissi ekki var að það var rafmagn á sumum þeirra.“ Ágúst og félagar höfðu kynnt sér brautina vel á netinu en þar var ekki minnst á rafmögnuðu spottana. „Þetta kom því skemmtilega á óvart þótt það hafi nú ekki verið einhver svakastraumur á þessu.“ gott gengi Ágúst og félagar úr Bootcamp enduðu að lokum í 14. sæti í liða- keppninni. „Við vorum mjög sátt við þann árangur en það hefði verið hægt að borga sig hærra,“ en Ágúst á ekki við með mútum. „Því meira sem þú borgar því framar færðu að byrja en allur ágóði keppninn- ar rennur til góðgerðarmála. Við ákváðum að borga 50 pund á mann og við vorum því að fara af stað á milli 1100 og 1200.“ Eins og áður sagði fór keppnin fram í Wolverhampton en það er Mr. Mouse nokkur sem er maðurinn á bak við keppnina. „Hann er orð- inn sjötugur karlinn og er að halda þetta 19. árið í röð. Þetta fer fram á landskikanum hans sem er nett sjoppulegur eftir allan átroðn- inginn. Það er nú samt líka partur af þessu.“ 100 kílómetra hlaup og Lockness Ágúst byrjaði í æfa hjá Bootcamp árið 2005 og hefur verið á fullu síð- an. „Félagsskapurinn er frábær og andrúmsloftið hvetjandi. Það var líka frabært að breyta út af þessu hefðbundna æfingaformi. Ég fann mig alveg í þessu.“ Síðan Ágúst byrjaði hjá Boot- camp hefur hann tekist á við alls kyns þrekraunir fyrir utan Tough Guy-keppnina ásamt félögum sín- um. „Við fórum til Köben í maí og tókum þátt í maraþoni þar. Svo í sumar tókum við þátt í fyrsta op- inbera 100 kílómetra hlaupinu á Íslandi,“ en þátttakendur voru 12 talsins. „Síðan var það Glitnismar- aþonið og Laugavegshlaupið svo eitthvað sé nefnt. Ágúst og félagar eru að plana fleiri þrekraunir en næst á dagskrá er hlaup umhverfis Loch Ness-vatn- ið í Skotlandi. „Það er hlaup í mar- aþonlengd í umhverfis vatnið.“ Hugurinn mikilvægur Aðspurður hversu vel menn þurfi að vera á sig komnir til að þreyta svona þolraunir segir Ágúst and- legu hliðina ekki síður mikilvæga. „Líkamlega getan leyfir þér ákveð- ið mikið og vissulega þarf maður að vera í góðu formi en andlegi þátt- urinn skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar líkaminn er búinn tekur haus- inn við. Það á við í öllum íþróttum. Toppstykkið þarf að vera í lagi og rétt skrúfað á.“ Ágúst reynir að æfa alla daga vik- unnar en tekur sér þó frí á sunnu- dögum. „Maður reynir að viðhalda hlaupagetunni og æfa svo þrek á fjölbreyttan hátt. Eitthvað sem reyn- ir á lungun líka til þess að halda þeim sterkum.“ Reykvíkingar og nærsveitungar ættu að vera í góðum höndum hjá slökkviliðsmanni eins og Ágústi. Heljarmenni sem veigrar sér ekki við að kasta sér yfir hóla og hæðir, gegnum eld og vatn og enda það svo með einu 100 kílómetra hlaupi. asgeir@dv.is ÁgúsT guðmundsson Skemmti sér konunglega í Tough guy. Stelpurnar í Smálandi Bubbi talaði nýlega um „Stelpurnar í Sprengjuhöllinni“ þegar sú hljómsveit hætti við að koma fram á tónleikum hans á austurvelli. Hvort sem það var rétt hjá Bubba að það hafi verið vegna skorts á hugrekki skal ósagt látið, en mörgum finnst líklega vafasamt að telja heigulshátt sérstaklega kvenlegt einkenni. Bubbi er þó ekki fyrsti maðurinn til að gagnrýna einhvern hóp manna með því að líkja honum við stelpur. Í höfninni í gautaborg er afar áhugavert safn gamalla skipa sem nefnist Maritiman. Þar er meðal annars hægt að fara um borð í slökkviliðisskip, kafbát og landhelgisgæslubátinn Huginn. Flaggskip safnsins, og jafnframt sænska flotans um sinn, er þó tundurspillirinn Småland, sem er skírður í höfuðið á heimahéraði Emils í Kattholti. Skipið verndaði strandir Svíþjóðar frá árunum 1956 til 1979, og um borð er hægt að sjá hvernig sjómenn lifðu og störfuðu, jafnframt því sem vopnakerfi skipsins hefur verið varðveitt í heilu lagi. Helstu átökin sem skipið lenti í voru þó við eigin áhöfn í kringum 1970. Á miðjum hippatímanum var það tíska meðal ungra manna að vera með sítt hár, og átti þetta einnig við um áhöfn Smálands. Hermálayfirvöld í Svíþjóð höfðu af þessu talsverðar áhyggjur, meðal annars af því að hár ungu mannana myndi festast í tundurskeytum og fallbyssum á ögurstundu. Mestar áhyggjur höfðu þeir þó af því að norðmenn myndu fara að hlæja að þeim, sérstaklega þar sem skipið var á leiðinni í heimsókn til noregs. Yfirvöldum þótti þó ekki rétt að skipa sjóliðunum fyrir, en reyndu í staðinn að beita þá sálfræði. Þau fyrirmæli voru látin ganga að þeir sem væru með sítt hár yrðu að nota hárnet um borð í skipinu. Þetta þótti kvenlegt og vonuðust menn til að sjóliðarnir færu frekar í klippingu en að ganga um með hárnet eins og stelpur. Sjóliðarnir stóðu þó fast á sínu og kusu hárnetin frekar en klippinguna. niðurstaða málsins var síðan sú að skipt var um áhöfn í skipinu fyrir noregsheimsóknina, þar sem karlmannlegri sjóliðar voru hafðir til sýnis. Vakti málið að vonum athygli sænskra fjölmiðla, og var áhöfnin uppnefnd „Stelpurnar í Smálandi“. Voru þeir líklega betur að titlinum komnir en Sprengjuhöllin. Því er heldur ekki að neita að Stelpurnar í Smálandi sýndu af sér talsvert hugrekki, en voru ekki minna stelpulegir fyrir því. valur gunnarsson skrifar ÓTrúLeg ÁTök Keppendur eru milli 5 og 6000 talsins. gLæsiLegur HÓpur Bootcamp-flokknum fannst keppnin of stutt ef eitthvað var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.