Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 41
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 41Sport Jói Kalli í dalinn Jóhannes Karl guðjónsson og félagar í Burnley ferðast til Charlton um helgina og mæta gömlu liðsfélögum Hermanns Hreiðarssonar í ensku Champion- ship-deildinni. Burnley er með 19 stig í 6. sæti en Charlton hefur gengið afleitlega miðað við gengið sem því er spáð og situr í 20. sæti. aron Einar gunnarsson og félagar í Cov- entry taka á móti derby og ætla sér sigur eftir tvo tapleiki í röð. Þá mætir reading með Ívar Ingimarsson og Brynj- ar Björn gunnarsson í fararbroddi liði QPr á heimavelli. reading er með 23 stig í 3. sæti deildarinnar. Grétar Mætir Botnliðinu grétar rafn Steinsson og liðsfélagar hans í Bolton geta svo gott sem bundið enda á starfsferil Juandes ramos hjá Tottenham vinni þeir á White Hart Lane á sunnudaginn. Tottenham er rótfast á botninum og hefur ekki enn unnið leik, með tvö stig eftir átta umferðir. ramos fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni eftir tapið gegn Stoke um síðustu helgi en menn vilja meina að það hafi verið koss dauð- ans og tap gegn Bolton yrði seinasti naglinn í líkkistu hans. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! Eitthvað verður undan að láta þegar toppliðin tvö, Liverpool og Chelsea, mætast á Stanford Bridge á sunnudaginn. Bæði liðin eru taplaus og hafa sýnt mikinn karakter í upphafi tímabilsins. Liðin gjörþekkja hvort annað enda mætast þau nú í 22. skipti á aðeins fjórum árum. uppgjörið á toppnum Leikir Chelsea og Liverpool und- anfarin ár hafa verið allsvakalegir. Spennan á milli þessa liða er sumpart farin að skyggja á annálaðan fjand- skap liðanna við sína fornu fjendur frá Manchesterborg og London. Að- dáendur liðanna beggja eru farnir að beita hatri sínu í auknum mæli að hver öðrum. Skemmst er að minn- ast þess að í Moskvu höfðu fylgjend- ur Chelsea flutt með sér fána tileink- aðan Púllurum sem á stóð „Scouser free zone“. Fjandvinir í seinni tíð Hjá mörgum fjandvinum er það nálægðin við hverja aðra sem nærir fjandskapinn en í tilfelli toppliðanna í deildinni nú eru það viðureignir liðanna, ekki síst í Meistaradeildinni, sem skapað hafa þessa spennu á milli liðanna. Jose Morinho, fyrrver- andi stjóri Chelsea, átti ekki sístan hlut í að kynda undir eldinum enda gat Portúgalinn hæglega stofnað til illinda aleinn í herbergi. Þegar Eiður Smári gekk til liðs við þá bláu jukust vinsældir Chelsea til muna á Íslandi, í landi sem fjölmargir Púllarar eru saman komnir. Landinn var og er því virkur þátttakandi í baráttu liðanna. umdeild atvik í hrönnum Leikir liðanna hafa sjaldnast ver- ið áferðarfallegir og opnir. Sókn- arleikur hefur vikið fyrir stöðubar- áttu og slagsmálum um hvern bolta. Umdeild atvik hafa síðan verið nær regla en undantekning í þessum við- ureignum. Skemmst er að minnast þegar Rob Stiles dómari rændi þá rauðu sigri með því að dæma eina fáránlegustu vítaspyrnu seinni ára og fékk fyrir það nokkurra vikna frí frá dómgæslu. Og ef við spólum svo aðeins aftur í tímann, til ársins 2005, finnum við eitt umdeildasta mark allra tíma sem Luis Garcia var skráð- ur fyrir. Þetta mark, sem enn veld- ur martröðum Chelsea-manna, var markið sem kom Liverpool í frægan úrslitaleik í Istanbul. 22 leikir á fjórum árum Það er ótrúlegt en satt að liðin tvö munu nú mætast í 22. skipti á aðeins fjórum árum. Af þessum leikjum eru sex undanúrslitaleikir í Meistara- deildinni auk þess sem liðin mættust einnig í riðlakeppni sömu deildar 2005/2006. Þá eru ótaldir fjórir bikar- leikir á jafnmörgum árum. Hreinlega fáránleg tölfræði og skýrir kannski einna helst hvers vegna aðdáendur liðanna eru komnir með upp í kok af hverjum öðrum. Meiðsli lykilmanna Á sunnudaginn klukkan 13 verð- ur flautað til leiks á Brúnni. Bæði lið eiga við meiðsli leikmanna að etja og er ástandið sínu verra hjá Liverpool samkvæmt nýjustu fréttum. Fern- ando Torres, sá sem skoraði síðast gegn Chelsea, verður ekki leikfær og ekki víst hvort lykilmennirnir Gerr- ard, Alonso og Robbie Keane verði allir með eftir að hafa meiðst á mið- vikudaginn í erfiðum Meistaradeild- arleik liðsins í Madríd. Það eru líka vandræði í vörninni eftir að Skrtel meiddist og Agger kom aftur í lið- ið. Eftir það hefur vörnin verið brot- hætt. Hinn danski Agger hefur ekki náð taktinum og samstarf hans og Carraghers alls ekki sannfærandi. Rafa Benitez segist hafa áhyggjur af ástandi leikmanna en vonast til að sem flestir verði klárir í slaginn enda veitir honum ekki af sínum bestu leikmönnum ef árangur á að nást gegn gríðarsterku liði Chelsea á úti- velli. liverpool að hætti Mourinhos Hjá Chelsea styttist í endurkomu Ballacks og Drogbas en ekki er reiknað með þeim tilbúnum í þenn- an leik. Fyrirliðinn John Terry hefur tekið þann pólinn í hæðin að hæla Liverpool fyrir viðureign liðanna. Hann sagði að Liverpool minnti hann á lið Chelsea þegar það spil- aði undir stjórn Mourinhos. „Það sem heillað hefur mig við þá er að þeir hafa, án þess að spila vel, náð að klára leiki með mörkum í lokin. Þetta er atriði sem við verðum að vera viðbúnir. Þeir sýna mikla stað- festu og trú í ár.“ Jafntefli aftur? Hvað sem verður má gera ráð fyrir mikilli báráttu liðanna á sunnudag- inn. Liðin eru bæði taplaus, saman á toppi deildarinnar og allt verður lagt í sölurnar til halda sig þar áfram. Þótt einhverjar af helstu stjörnum lið- anna verði ekki með eru leikir þess- ara liða þess eðlis að liðsheildin og hungrið mun ráða úrslitum frek- ar en nokkuð annað. Veikar von- ir standa til að liðin bjóði upp á að- eins fjörugri leik en síðast á Stanford Bridge í febrúar þegar liðin skildu jöfn án þess að skora mark. Það mun þó engum koma á óvart ef sú verður raunin á ný. sveinn waaGe blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Leikir CheLsea og Liver- pooL í ÚrvaLsdeiLdinni frá stofnun 1992 Sigrar Chelsea 14 Liverpool 11 Jafntefli 7 leikir alls 32 Mörk Chelsea 42 liverpool 35 alls 77 Brjáluð barátta Mynd úr síðasta leik liðanna á Stanford Bridge 30 apríl síðastliðinn er lýsandi fyrir átökin í leikjum liðanna undanfarin ár. Þarna mætast stálin stinn, Steven gerrard og Claude Makalele.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.