Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 42
Ásgeir fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MK 1978, kennaraprófi frá KHÍ 1982, Dipl.Ed.- prófi í fjölmiðlun frá Institute of Ed- ucation við London University 1985 og M.Ed.-prófi frá Manchester Uni- versity á Englandi 1987. Ásgeir var kennari við Barnaskóla Akureyrar 1978-79, við Seyðisfjarð- arskóla 1982-84, pistlahöfundur og fjölmiðlarýnir við Morgunblaðið og RÚV 1988-97, fréttaritari RÚV í London 1985-89, ritstjóri hjá Iceland Review 1989-96 og Vísir.is ehf 1998- 2000, forstöðumaður Nýmiðlunar hjá Frjálsri fjölmiðlun hf 1997-98, framkvæmdastjóri Íslandsnets hf frá 2000-2002 og hefur síðan starfrækt eigið ráðgjafafyrirtæki og m.a. starf- að fyrir Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Ásgeir var formaður Íslendinga- félagsins í London 1987-88 og for- maður ungmennafélagsins Breiða- bliks í Kópavogi 1996-2001. Hann var varaþm. Samfylkingarinnar í Reykja- vík 2003-2007. Fjölskylda Stjúpsonur Ásgeirs og sonur Nat- asu Babic, f. 14.11. 1965, blaðakonu, er David Kalendaric Babic, f. 6.10. 1984. Sonur Ásgeirs og Bryndísar Kjart- ansdóttur, f. 10.4. 1967, er Kjartan Ásgeirsson, f. 22.9. 2005. Systkini Ásgeirs: Jónas Friðgeirs- son, f. 8.10. 1952, rafvirki; Sigurveig Friðgeirsdóttir, f. 23.12. 1953, versl- unarmaður; Ágúst Friðgeirsson, f. 24.1. 1956, byggingameistari. Foreldrar Ásgeirs: Friðgeir Ág- ústsson, f. 10.4. 1918, d. 19.11. 1998, sjómaður og verkamaður, og Sigríð- ur Elín Jónasdóttir, f. 10.4. 1929, hús- móðir og verkakona. Ætt Friðgeir var sonur Elíasar Ág- ústs, b. á Eyri í Seyðisfirði við Djúp og á Hesti í Hestfirði Hálfdánarson- ar, b. í Hvítanesi, bróður Guðfinns, föður Einars ríka í Bolungarvík, afa Einars Guðfinnssonar, landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra, og Ein- ars Benediktssonar forstjóra. Hálf- dan var sonur Einars, trésmiðs og hreppstjóra í Hvítanesi Hálfdanar- sonar, pr. á Kvennabrekku í Dölum og síðar prófasts á Eyri í Skutulsfirði Einarssonar, afa Jóns Helgasonar biskups, afa Sigurðar Líndal laga- prófessors, og langafa Helga Hálf- danarsonar skálds og Péturs, föður Hannesar skálds. Hálfdan var einn- ig langafi Helga, föður Ragnhildar, fyrrv. menntamálaráðherra. Móðir Hálfdanar á Hvítanesi var Kristín, systir Bergs Thorbergs landshöfð- ingja og Hjalta, langafa Jóhannes- ar Nordal, fyrrv. seðlabankastjóra. Kristín var dóttir Ólafs Thorbergs, pr. á Breiðabólstað, og Guðfinnu Bergsdóttur. Móðir Elíasar Ágústs var Daðey Steinunn Elísabet, dóttir Daða Eiríkssonar, b. á Eiríksstöðum í Ögursókn, og Elísabetar Elíasdótt- ur. Móðir Friðgeirs var Sigurborg Ás- geirsdóttir, b. á Svarthamri og víðar Kristjánssonar, vinnumanns í Arn- ardal Elíassonar. Móðir Ásgeirs var Sigríður Þorleifsdóttir. Móðir Sigur- borgar var Hinrika Guðmunda Sig- urðardóttir, húsmanns í Arnardal Guðmundssonar, b. í Engidal og á Fossum Sigurðssonar. Móðir Sigurð- ar var Sigurborg Magnúsdóttir. Móð- ir Hinriku var Jónína Barbara Sturlu- dóttir, b. á Kleifum Sturlusonar, b. á Hjöllum Sturlusonar. Móðir Jónínu Barböru var Margrét Magnúsdóttir, b. á Garðstöðum Þórðarsonar. Móð- ir Margrétar var Ragnheiður, systir Markúsar, langafa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Annar bróðir Ragn- heiðar var Matthías, stúdent á Eyri, langafi Steindórs í Landakoti, lang- afa Önnu, móður Geirs Haarde for- sætisráðherra. Matthías var einnig langafi Matthíasar skósmiðs, langafa Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Þá var Matthías afi Páls, langafa Ól- afs Björnssonar hagfræðiprófessors og langafa Guðrúnar Vilmundar- dóttur, móður Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors. Ragnheiður var dóttir Þórðar, ættföður Vigurættar, bróður Ingibjargar, ættmóður Rafns- eyrarættar, ömmu Jóns forseta. Þórð- ur var einnig bróðir Sólveigar, lang- ömmu Sigríðar, langömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, og bróðir Jóns, afa Ragnheiðar, lang- ömmu Lúðvíks læknis, afa Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Loks var Þórður bróðir Magnúsar, ættföð- ur Súðavíkurættar, langafa Sigríðar, langömmu Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrrv. fjármálaráðherra. Þórður var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Sigríður Elín er dóttir Jónasar, b. í Lýsudal í Staðarsveit, bróður Þór- önnu, móður Ástu Sigurðardótt- ur rithöfundar, móður Þóris Jökuls, pr. í Kaupmannahöfn, og Kolbeins, blaðamanns á DV. Jónas var son- ur Guðmundar, b. í Haukatungu og Kolviðarnesi Þórarinssonar. Móð- ir Jónasar var Oddný Kolbeinsdótt- ir, b. í Dalsmynni í Norðurárdal Sæmundssonar, og Guðríðar Guð- mundsdóttur. Móðir Sigríðar Elínar var Ás- gerður Ágústsdóttir, b. og smiðs í Ytri-Drápuhlíð og á Lýsuhóli Ingi- marssonar, og Kristínar Magðalenu Jóhannesdóttur, b. á Lýsuhóli Jóns- sonar. Móðir Kristínar var Valgerður Magnúsdóttir. 50 ára á laugardag Ásgeir Frið- geirsson framkvæmdastjóri og ráðgjafi Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sigríður K. Johnson fyrrv. skrifstofukona Sigríður fæddist að Melstað á Seltjarnarnesi en ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði nám við VÍ og lauk þaðan versl- unarprófi 1928. Sigríð- ur stundaði verslunar- störf hjá O. Johnson & Kaaber 1928-38, stund- aði skrifstofustörf við Hótel Ísland 1940-44 og stundaði skrifstofustörf og var gjaldkeri hjá H. Ólafsson & Bernhöft 1946-88. Sigríður er líklega elsti áskrifandinn að DV en hún hefur verið áskrifandi blaðsins, fyrst Vísis, frá 1957. Hún er við góða heilsu miðað við aldur og klæðist á hverjum degi. Fjölskylda Sigríður giftist 22.10. 1938 Karli Johnson, f. 12.9. 1905, d. 22.6. 1939, bankaritara. Hann var sonur A.J. Johnsons, banka- féhirðis frá Marteinstungu í Holtum, og Guðrúnar Tómas- dóttur frá Barkarstöðum í Fljóts- hlíð. Þau voru búsett í Vestur- heimi og í Reykjavík. Börn Sigríðar og Karls eru Kristinn K. Johnson, f. 4.4. 1935, fyrrv. tollendurskoðandi hjá Toll- stjóranum í Reykjavík; Ágústa K. Johnson, f. 22.3. 1939, deildar- stjóri í Seðlabanka Íslands. Hálfsystkini Sigríðar, sam- feðra: Soffía Kristinsdóttir, f. 23.4. 1919, d. 15.1. 1990, starfaði hjá Sjóvá; Vilhelm Kristinsson, f. 4.7. 1920, fyrrv. deildarstjóri hjá Sjóvá. Foreldrar Sigríðar voru Krist- inn Jónsson, f. 1.12. 1884, d. 24.12. 1933, lyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki, og Sigríð- ur Jóhannsdóttir, f. 23.8. 1878, d. 2.12. 1962, húsmóð- ir. Ætt Kristinn var bróðir séra Bjarna Jónssonar víglubiskups, afa Guð- rúnar Ágústsdóttur sendiherrafrúar. Krist- inn var sonur Jóns, tómthúsmanns í Mýr- arholti Oddssonar, b. á Vindási í Kjós Loftsson- ar. Móðir Jóns var Krist- ín Þorsteinsdóttir frá Laxárnesi í Kjós. Móðir Kristins var Ólöf, syst- ir Guðnýjar, ömmu Jóhanne- ar Zoega hitasveitustjóra, föður Guðrúnar verkfræðings, Tóm- asar yfirlæknis og Benedikts stærðfræðings. Ólöf var dóttir Hafliða, tómthúsmanns í Nýja- bæ í Reykjavík Nikulássonar. Móðir Ólafar var Guðfinna, syst- ir Guðrúnar yngri, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra, föður Björns mennta- málaráðherra og Valgerðar vþm. Guðrún var dóttir Péturs, b. í Engey Guðmundssonar, og Ólafar Snorradóttur, ríka í Eng- ey Sigurðssonar. Móðir Snorra var Guðlaug Þorbjörnsdóttir, b. í Engey Halldórssonar. Móðir Guðlaugar var Guðrún Erlends- dóttir, ættföður Engeyjarætt- ar Þórðarsonar, og Guðrúnar Gunnarsdóttur. Sigríður Jóhannsdóttir var móðursystir Ágústu, konu Jóns Ármanns Héðinssonar, fyrrv. alþm., og Eyjólfs Guðmunds- sonar endurskoðanda. Hún var og afasystir Laufeyjar Jóhanns- dóttur, fyrrv. forseta bæjarstjórn- ar í Garðabæ. Vinir og vandamenn eru vel- komnir á afmælisdaginn. 100 ára á föstudag Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur Anna Bryndís fædd- ist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Síðuskóla og var síðan búsett í Nor- egi með fjölskyldu sinni í þrjú ár. Hún var síðan Dalvíkurskóla og Gagn- fræðaskólanum á Akur- eyri, stundaði nám við MA en lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ 1999, stundaði síðar nám í lyfjafræði við HÍ frá 2001 og útskrifaðist sem lyfja- fræðingur 2006. Anna Bryndís vann á Pizza 67 á unglingsárunum á Akureyri. Hún hefur verið lyfjafræðingur við Landspítalann frá 2006. Anna Bryndís hefur æft og keppt í handbolta frá þrettán ára aldri, fyrst með KA og síðan með Stjörnunni. Hún hefur leikið í meistaraflokki frá 1995, fyrst með KA og með Stjörnunni frá 1997. Hún er ferfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með Stjörnunni. Þá hefur hún leik- ið hvoru tveggja með unglinga- landsliði og A-landsliðinu. Fjölskylda Eiginmaður Önnu Bryndís- ar er Haraldur Líndal Péturs- son, f. 13.4. 1978, forstjóri Johan Rönning. Börn Önnu Bryndísar og Haralds eru Pétur Breki Blöndal Haraldsson, f. 30.8. 2000; Kara Kristín Blöndal Haraldsdóttir, f. 30.6. 2003. Systkini Önnu Bryndísar eru Guðrún Kristín Blöndal, f. 18.7. 1976, framkvæmda- stjóri Margvís; Magnús Blöndal, f. 14.1. 1989, nemi við VMA; Orri Blöndal, f. 10.10. 1990, íshokkíleikmaður í Sví- þjóð. Foreldrar Önnu Bryndísar eru Gunnar Blöndal, f. 7.11. 1952, fiskeldisfræðing- ur á Akureyri, og Margét Hólm Magnúsdóttir, f. 12.12. 1956, sem starfrækir verslunina List- fléttuna á Akureyri. Ætt Gunnar er sonur Lárusar Blöndal, bóksala Jósepsson- ar, símstöðvarstjóra á Siglu- firði Lárussonar, sýslumanns á Kornsá Björnssonar, ættföð- ur Blöndalsættar Auðunssonar. Móðir Gunnars er Guðrún Sig- ríður Jóhannesdóttir, skipstjóra í Hrísey Guðmundssonar, og Valgerðar Jónsdóttur. Margrét er dóttir Magnúsar Vilhjálmssonar, iðnverkamanns hjá KEA á Akureyri, og Kristínar Hólmgrímsdóttur. 30 ára á laugardag FÖstUdaGUr 24. oKtóBEr 200842 Ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.