Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 13Helgarblað Björgólfur Thor Björgólfsson er holdgervingur útrásarvík- inganna en hann er fyrst og fremst alþjóðlegur fjárfestir. Ungur að árum horfði Björg- ólfur Thor upp á föður sinn handtekinn og niðurlægðan þegar Hafskipsmálið náði hæstu hæðum en atburðarás- in hafði djúpstæð áhrif á hann. Björgólfur Thor er rík- asti maður Íslandssögunnar og efnaðist vel á bruggverk- smiðju í Rússlandi. Hann er kyndilberi Thors-veldisins og berst fyrir virðingu með pen- ingum, viðskiptaviti og völd- um. Þjóðin hyllti Björgólf Thor og föður hans en nú er komið babb í bátinn. Lands- bankinn skuldar hundruð milljarða og virðingin sem Björgólfur Thor eitt sinn barð- ist fyrir gæti orðið að engu. BERST FYRIR VIRÐINGU Lögreglumenn voru þungbúnir þeg- ar þeir börðu að dyrum hjá Björgólfi Guðmundssyni og eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Klukkan var sex um morguninn og allir á heimilinu sváfu værum svefni. Lögreglumenn- irnir gengu fram af hörku og réðust að heimilisföðurnum þegar útidyrnar opnuðust. Björgólfur Thor, þá aðeins nítján ára verslunarskólanemi, stóð agndofa og horfði á lögreglumenn- inna niðurlægja föður hans með ókvæðisorðum áður en þeir hand- járnuðu hann. Móðir Björgólfs Thors var á náttkjólnum og réð ekki við tárin sem streymdu niður kinnarnar. „Þeir voru hrottalegir þessir lög- reglumenn í atgangi sínum og sögðu Björgólfi Thor að drulla sér í burtu því honum kæmi þetta ekki við,“ segir ná- inn vinur fjölskyldunnar um þennan örlagaríka morgun. Björgólfur Thor reyndi að hjálpa föður sínum en lögreglumennirnir gengu af hörku gegn honum. Þegar Björgólfur Thor náði áttum var faðir hans á bak og burt. Morgunninn 20. maí 1986 átti eft- ir að hafa mikil og djúpstæð áhrif á Björgólf Thor sem síðar kom eins og stormsveipur inn í íslenskt efnahags- líf, staðráðinn í að endurheimta virð- ingu „Thorsaranna“ og halda merkj- um ættarinnar á lofti. Ríkasti Íslendingurinn Björgólfur Thor fæddist í Reykja- vík 19. mars árið 1967. Áhuga Björg- ólfs Thors á viðskiptum er í raun og veru hægt að rekja til Thors Jen- sen, langafa Björgólfs í móðurætt, en hann var umsvifamikill athafna- maður sem fluttist ungur til Íslands. Thor Jensen er fyrirmynd Björg- ólfs Thors en sá fyrrnefndi var dáður og virtur af Íslendingum sem frum- kvöðull og athafnamaður. Til marks um það voru fjölmörg fyrirtæki á landinu lokuð daginn sem hann var borinn til grafar af virðingu við Jen- sen. Morgunblaðið birti frétt um and- lát Thors Jensen á forsíðu blaðsins laugardaginn 13. september 1947 en þar var ritað orðrétt: „Með Thor Jensen er hniginn einn hinn mesti framfara- og athafnamaður sem Ís- land hefir átt.“ Björgólfur Thor er að mörgu leyti líkur langafa sínum sem var ríkasti Íslendingurinn um aldamótin 1900. Það má því segja að fyrsti milljarða- mæringur Íslands hafi fetað í fót- spor langafa síns en Björgólfur Thor komst fyrstur Íslendinga á lista yfir ríkustu menn í heimi hjá tímaritinu Forbes. Björgólfur hóf viðskiptaferil sinn aðeins níu ára gamall en þá var gróði hans aðeins í krónum og aur- um en ekki þúsundum milljarða. Seldi hasarblöð í Austurbæjarbíói Hasarhetjur á borð við Spid- erman, Hulk og Superman voru í miklu uppáhaldi hjá Björgólfi Thor en hann fékk iðulega send teikni- myndablöð frá Bandaríkjunum. Sú sem sendi honum blöðin var engin önnur en Sonja Zorrilla, landsfræg kaupsýslukona á Manhattan, en hún var vinkona Þóru, móður Björg- ólfs Thors. Sonja lýsir því í ævisögu sinni, Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsdóttur Zorrilla, þegar hún keypti blöðin í New York og sendi þau til Björgólfs Thors á Íslandi. Þrjúbíóið í Austurbæjarbíói var fyrsti vettvangur viðskipta Björgólfs Thors en hann ásamt félögum sín- um seldi þessi teiknimyndablöð dýr- um dómum inni í bíósalnum til þess að eiga fyrir poppi og kók. Stundum var gróðinn af sölunni svo mikill að Björgólfur Thor hafði efni á öðrum bíómiða fyrir næsta þrjúbíó. Aðeins níu ára var Björgólfur Thor því orð- inn þekktur á meðal jafnaldra sinna – strákurinn sem seldi teiknimynda- blöðin. Á þessum tíma var Björgólfur Thor í Hagaskóla ásamt fjölmörgum félögum sínum en hann varð fljótt hrókur alls fagnaðar og var einn af „vinsælu“ strákunum í skólanum. Eftir Hagaskóla lá leið hans í Verzl- unarskóla Íslands þar sem Björgólfur var einn af „töffurunum“ sem ætluðu sér stóra hluti í framtíðinni. Pabbi handtekinn með látum Kennarar Verzlunarskólans, sem DV ræddi við, segja að Björgólfur Thor hafi verið kraftmikill og duglegur námsmaður sem setti svip sinn á lífið í skólanum og þá skipti engu hvort það var félagslífið eða námið. Árið 1986 dundu svo ósköpin yfir. Björgólfur átti þá aðeins eitt ár eftir í Verzló. Faðir Björgólfs var handtekinn með látum og niðurlægður af lög- reglu sem gekk fram af mikilli hörku og fékk Björgólf eldri dæmdan í fimm vikna gæsluvarðhald í Hafskipsmál- inu fræga. Björgólfur eldri var forstjóri fyrirtækisins og var einn af sex mönn- um sem voru handteknir morguninn 20. maí. Atburðarásin sat í Björgólfi Thor. Gleymir þessu seint Trúnaðarvinir Björgólfs Thors segja að hann komi seint til með að gleyma þessum örlagaríka morgni. Meira en tólf klukkutímar liðu þar til Björgólfur Thor heyrði eitthvað um örlög pabba síns. Það var ekki fyrr en Björgólfur Thor kveikti á kvöldfréttunum sama kvöld sem hann gerði sér grein fyrir því að allir stjórnendur Hafskips höfðu verið handteknir af RLR. Rannsókn RLR leiddi til ákæru sem var hvorki meira né minna en í 450 liðum. Dómurinn dæmdi hann þó ekki fyrir nema brotabrot af ákærunni; fimm minniháttar bók- haldsbrot og var Björgólfur eldri dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hafskipsmálið dróst heldur betur á langinn en því lauk ekki fyrr en í júní árið 1991. Skemmtanaglaður götumálari Björgólfur Thor starfaði við ým- islegt á uppvaxtarárunum. Hann starfaði til að mynda við götumálun hjá kunningja sínum til margra ára, verðbréfasalanum Guðmundi Frank- lín Jónssyni. Þar vann hann í nokkur sumur. „Hann var besti götumálari sem ég hef kynnst,“ segir Guðmundur Frank- lín spurður um starfsmann sinn til nokkurra ára. „Björgólfur málaði allt- af beina línu því hann var alltaf edrú,“ segir Guðmundur Franklín. Þá var Björgólfur Thor líka skemmt- anastjóri á Tunglinu og á Borginni hjá Guðmundi Franklín og fór mikinn í samkvæmislífinu. Björgólfur kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdótt- ur, þegar hann var skemmtanastjóri á Borginni en þá hafði hann nýlokið BS-prófi í fjármálafræðum frá New York University. „Hann var fullur af orku og húmor og vissi nákvæmlega hvað hann vildi,“ segir Kristín í viðtali við Nýtt Líf sem birtist á þessu ári. Þá var Björgólfur 23 ára en Kristín 18 ára. Leið Björgólfs lá til Rússlands eft- ir útskriftina þar sem boltinn fór að rúlla fyrir alvöru. Misheppnuð frumraun Árið 1993 fór Björgólfur Thor ásamt föður sínum og góðvini, ATli MáR GylfASon oG vAluR GReTTiSon blaðamenn skrifa: atli@dv.is og valur@dv.is Framhald á næstu opnu „Hann var besti götu- málari sem ég hef kynnst.“ Björgólfur í eldlínunni Hér gengur Björgólfur út úr ráðherrabústaðnum eftir átakafundi með ríkisstjórninni vegna efnahagshrunsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.