Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 24. OKtÓBEr 200844 Helgarblað DV umsjÓn: KOlBrún pálína hElgadÓttir kobrun@dv.is Einfalt og gott nú er villibráðin ríkjandi í eldamennskunni. Við hjá dV fundum nokkrar hugmyndir að einföldum og bragðgóðum salötum sem eiga vel við með villibráðinni. Eplasalat: n 2 græn epli n 1 bolli græn vínber n 2 dl rjómi n 1 msk. sykur n 100 g sýrður rjómi n 1 tsk. sítrónusafi aðfErð: flysjið eplin, takið kjarnana úr og skerið eplin í litla teninga. skerið vínberin í tvennt og steinhreinsið. Þeytið rjómann með sykrinum. Blandið sítrónusafa saman við sýrða rjómann og þeirri blöndu síðan bætt varlega saman við þeytta rjómann. Bætið eplum og vínberjum varlega saman við. Kartöflusalat: n 4 meðalstórar kartöflur, soðnar og skornar í bita n 4 harðsoðin egg, skorin smátt n 1 lítill laukur, fínt saxaður n 4-6 msk. majónes n ½ tsk. karrí n ½ tsk. salt n ½ tsk. papprikuduft n ½ tsk. aromat-krydd n 1 msk. sinnep, helst sætt n 1 msk. sweet relish aðfErð: Blandið saman majónesi, lauk, sweet relish, sinnepi og öllu kryddinu. setjið svo kartöflurnar og eggin út í og hrærið vel. WaldOrfsalat: n 3 epli n 2 sellerístönglar n 150 g vínber n 25-40 g valhnetukjarnar n 150 g sýrður rjómi (36%) n 4 msk. majónes n nýmalaður pipar n salt aðfErð: Eplin eru þvegin, þerruð, kjarnhreinsuð og skorin í teninga. selleríið er skorið í litla bita, ef það eru lauf á því má taka þau af og nota til skreytingar. Vínberin helminguð og steinhreinsuð ef þarf. nokkrir valhnetukjarnar eru teknir frá en hinir grófmuldir. Eplum, selleríi, vínberjum og muldum hnetukjörnum blandað saman í skál. rjóma og majónesi hrært saman, kryddað ögn með pipar og salti og hrært saman við. skreytið að lokum með valhnetu- kjörnum, vínberjahelmingum og ef til vill sellerílaufi. & ínMatur Grafin gæs á salati með granatepla-vinaigrette Gestgjafinn býður upp á einstaklega flotta uppskrift þessa vikuna sem ætti að heilla veiðimenn landsins. Uppskriftin sem um ræðir er að grafinni gæs og er ein af mörgum úr glæsilegu Villibráðar- blaði Gestgjafans sem út kom í vikunni. Rétturinn hentar vel sem forréttur. Uppskrift fyrir 4-6 n 2 gæsabringur n 3 dl gróft salt n 3 msk. sykur n 2 msk. nítrit-salt, má sleppa n 15 þurrristaðar pekanhnetur n 2 msk. granateplakjarnar n 1 poki blandað, fallegt salat setjið allt saman í skál og blandið vel saman. geymið við stofuhita í 4 klst. skolið saltið þá vel af bringunum. Veltið bringunum upp úr kryddblöndunni og geymið í kæli í a.m.k. 24 klst. og allt að 7 sólarhringa. setjið blandað salat í skál eða á disk. skerið bringurnar í fallegar sneiðar og berið þær fram á salatinu, dreifið pekanhnetum og granateplakjörnum yfir og berið fram með granatepla- vinaigrette. Sviðin eru best Grétar Mar Jónsson alþingismaður. Uppáhaldsmaturinn minn er án efa svið og deili ég því með ykkur uppskrift að þeim. Njótið vel. svið hráEfni: n 2 sviðahausar eða fjórir kjammar salt aðfErð: sviðin eru þvegin, hreinsuð vel og skafin, ef þess þarf. Þau eru nú yfirleitt seld hreinsuð og fín. sviðin eru sett í pott ásamt salti. Vatni hellt í pottinn, svo miklu að rétt fljóti yfir sviðin. fyrir þá sem vilja meira bragð má setja pipar og kannski eitt lárviðarlauf út í. hitað að suðu og froða fleytt ofan af. sviðin eru svo látin sjóða við fremur hægan hita í um 1 klst. eða þar til þau eru meyr. Þá eru kjammarnir teknir upp úr og látið renna vel af þeim. Bornir fram heitir eða kaldir með kartöflustöppu og rófustöppu. Einföld kartöflU- stappa n 750-1000 g kartöflur n 1-2 dl mjólk n 2 msk. smjör n salt og pipar aðfErð: flysjið kartöflurnar og sjóðið í vatni eða gufuofni. Eða á hefðbundinn hátt en alltaf án salts. Þegar kartöflurnar eru soðnar eru þær marðar í gegnum sigti eða pressaðar í kartöflupressu. hitið mjólkina með smjörinu og hrærið saman við kartöflurnar og kryddið í lokin. Ég skora á Guðmann Marel Sigurðsson öryggisvörð sem næsta matgæðing. M atg æð ing ur inn uppsKrift: úlfar finnbjörnsson mynd: Kristinn magnússon Geymsla basils Basil er mjög viðkvæm jurt og geym- ist illa eftir skurð. Best er að frysta það eftir að það er skorið eða geyma í olíu. til styttri geymslu er best að setja það í vatn, hvolfa plastpoka yfir það og geyma á svölum stað, helst við um 12 gráður. Blöð basils verða fljótt svört og eyði- leggjast við of mikla kælingu. kryddblanda: n 1 msk. rósapipar n 1 msk. tímían n 1 msk. basilíka n 1 msk. rósmarín n ½ msk. sinnepsfræ n ½ msk. dillfræ n ½ msk. fenníkufræ setjið allt í matvinnsluvél og malið í 30 sek. granatEpla-VinaigrEttE: n 1 flaska granateplasafi frá magic monkey n 1 msk. ljóst balsamedik n 2 msk. hunang n salt og nýmalaður pipar n 1 ½ dl olía setjið granateplasafa í pott og sjóðið hann niður í síróp, setjið sírópið í skál og kælið. Bætið ediki og hunangi í skálina og kryddið með salti og pipar. hellið olíu saman við í mjórri bunu og hrærið stöðugt í á meðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.