Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 14
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200814 Helgarblað Magnúsi Þorsteinssyni, til Rúss- lands. Þeir hugðust freista gæfunn- ar í ríki sem var í lamasessi eftir að Sovétríkin féllu. Við fallið sköpuðust fjölmörg tækifæri sem feðgarnir létu svo sannarlega ekki framhjá sér fara. Björgólfur eldri á að hafa haft sam- band við ræðismann Íslands í Rúss- landi á þeim tíma, Ingimar Hauk Ingimarsson, og rætt við hann um að stofna átöppunarverksmiðju þar í landi. Úr varð að þeir hófu rekstur á Balcan Bottling Company. Miklar deilur spruttu upp á meðal hluthafa í fyrirtækinu. Aðallega vegna þess að átöppunarbúnaður sem feðgarn- ir lofuðu barst seint og þegar hann kom reyndist hann ónothæfur. Í kjölfarið sökuðu hluthafar þá feðga um að reyna sölsa undir sig fyrir- tækið og vefengdu eignarhaldið. Eftir þrjú ár fyrir rétti lauk málinu með þeirri niðurstöðu að Ingimar hefði verið óheimilt að selja félög- unum fyrirtækið. Kokkteill í áldósum Frumraun feðganna var mis- heppnuð en þeir gáfust ekki upp. Þeir stofnuðu brugghúsið Bravo og þá fyrst fór boltinn að rúlla. Brugg- hús Björgólfs framleiddi til að byrja með áfenga gosdrykkinn Alcop- ops, sem var kokkteill seld- ur í áldósum. Drykkurinn mæltist vel fyrir en árið 1998 græddu þeir tuttugu millj- ónir á drykknum. Björgólf- ur Thor varð stórhuga. Fyr- irtækið bruggaði bjórinn Botchkarov en markhópur- inn var rússneska millistétt- in. Björgólfur Thor réðst þá í heljarinnar markaðsherferð þar sem fyrirtækið bauð tíu þúsund gestum í miðborg Pétursborgar í risateiti. Því fylgdi öflug auglýsingaher- ferð og viðbrögðin létu ekki á sér standa; bjórinn sló í gegn. Loksins var allt farið að ganga Björgólfi Thor í hag. Að auki fóru risafjárfestar að veita honum at- hygli, þar á meðal Deutsche Bank, einn stærsti banki Evrópu. Mafían og Pétursborg En það voru ekki allir sammála því hvernig feðgarnir högnuðust í Rússlandi. Blaðamaðurinn Ian Griff- iths skrifaði umdeilda grein í blaðið The Guardian þar sem hann skrifaði að útrás feðganna væri byggð á rúss- neskum mafíupeningum. Ástæð- an var einföld að Ians mati, það var undarlegt hvernig brugghús þeirra feðga komust á toppinn. Í grein- inni var ritað að tveir aðrir forstjórar brugghúsa í Pétursborg, sem voru í samkeppni við Björgólf Thor, hafi ekki verið jafnheppnir og þeir feðg- ar. Einn þeirra fannst látinn í eld- húsinu heima hjá sér. Hann hafði verið skotinn. Annar forstjóri var skotinn margsinnis fyrir utan Merc- edes-bifreið sína. Að lokum brann þriðja brugghúsið til kaldra kola og grunur lék á um íkveikju. Í greininni segir að rússneska mafían hafi haft mikinn áhuga á brugghúsunum. Að auki var Pétursborg álitin mafíuborg, þar gerðist ekk- ert án vitundar og vilja rúss- nesku mafíunnar. Snúið úr útlegð Eftir óhöpp forstjóra samkeppnisaðilanna var Bravo skyndi- lega orðin leið- andi í blóðugum bruggheimum Rússlands. Á þremur árum var Bravo sú bruggverksmiðja sem var í örustum vexti í landinu. Gríðarlegur vöxtur veksmiðjunnar og gott gengi vakti athygli bjórrisans Heinekens. Árið 2002 gerði alþjóðlega bjórfyrirtæk- ið tilboð í brugghús Björgólfsfeðg- anna. Tilboðið hljómaði upp á fjög- ur hundruð milljónir dollara. Á því gengi sem var þá reyndust þetta vera þrjátíu og fimm milljarðar króna. Sjálfur hagnaðist Björgólfur um hundrað og tíu milljónir doll- ara. Heineken sagði við það tæki- færi að ein af ástæðunum fyrir því að Heineken vildi kaupa fyrirtæk- ið væri vegna þess að það væri ekki tengt mafíunni í Rússlandi. Feðgarnir tóku tilboðinu. Nú var kominn tími til þess að snúa úr sjálf- skipaðri útlegð frá Íslandi. Þeir áttu harma að hefna. Hefndin kortlögð Feðgarnir komu eins og storm- sveipur til Íslands og keyptu Lands- bankann á tólf milljarða króna. Þeg- ar bankinn var einkavæddur átti Samson-hópur feðganna næsthæsta tilboðið í bankann. Engu að síður fengu þeir bankann. Þeir náðu 45 prósenta eignarhaldi í honum og fyrsti hornsteinninn að hefnd- inni var lagður. Menn lyftu augabrúnum, Haf- skipsmálið var enn í fersku minni. Meðferðin sem Björgólfur eldri fékk var greypt í huga sonar hans. Svo virðist sem allar hans gjörðir hafi mótast af þeirri hörmulegu lífs- reynslu að sjá föður sinn hlekkjað- an, niðurlægðan og lokum dæmdan. Sjálfur hefur Björgólfur margsinnis sagt að hann sé ekki drifinn af pen- ingahyggju, heldur þrá eftir virð- ingu. Kolkrabbinn upprættur Björgólfur Thor hófst handa. Fyrirtækið Pharmaco, sem var eign þeirra feðga, var sameinað lyfjafyr- irtækinu Delta og að lokum nefnt Actavis. Björgólfur, ásamt viðskipta- félögum sínum, fór að kaupa hluti í Eimskip, félaginu sem knésetti föð- ur hans; holdgerving kolkrabba Sjálfstæðisflokksins. Þeir greiddu talsverðar fjárhæðir fyrir níu pró- senta hlutafé í Eimskip. Á sama tíma keypti Landsbankinn önnur nítján prósent í félaginu. Enginn í valda- klíku Sjálfstæðisflokksins gerði sér grein fyrir áætlunum feðganna. Skyndilega, sex mánuðum síð- ar, kom í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn hafði misst tökin á félaginu, fjöreggi flokksins í áratugi, í hendur feðganna. Björgólfur Thor var orð- inn stjórnarformaður stærsta skipa- félags Íslands. Í kjölfarið breyttu feðgarnir Eimskip í fjárfestingafé- lag. Hefndin var sæt og feðgarnir náðu henni fram með sínum leið- um. Í dag riðar Eimskip til falls vegna risa- skulda sem félagið hef- „Hann var fullur af orku og húmor og vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi.“ Afmæli aldarinnar Vinir og ættingjar Björgólfs mæta í Leifsstöð, alls óafvitandi um að þeir væru á leiðinni til Jamaíka í afmæli aldarinnar þar sem rapparinn heimsfrægi 50 Cent hélt uppi fjörinu. Glæsilíf í háloftunum Björgólfur á einkaþotu sem metin er á milljarð króna og ber skjaldar- merki hans. Merkið er nýstárleg útgáfa af Þórshamrinum úr norrænu goðafræðinni. Björgólfur Thor horfir fram á erfiða tíma í viðskiptalíf- inu á meðan kona hans til margra ára, Kristín Ólafsdótt- ir, ber annað barn þeirra undir belti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.