Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 38
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200838 Helgarblað Blaðamaður DV hitti Nataliu Morar á kaffihúsinu Hljóma-lind en hún kom hingað til lands um seinustu helgi til að vinna að frétt um tengsl Rússa og Íslend- inga. Natalia er fædd í Moldavíu en hefur verið blaðamaður fyrir vefritið New Times í Moskvu frá því í febrúar 2007. Í dag er hún búsett í Moldavíu en henni var meinað að koma aftur til Rússlands í desember í fyrra. Natalia vann við rannsóknar- blaðamennsku og kom upp um nokkur spillingarmál, þar á meðal peningaþvætti og morð sem tengd- ist hátt settum embættismönnum. Í kjölfarið bárust Nataliu hótanir þess efnis að hún myndi hverfa ef hún héldi rannsóknum sínum áfram. Hún lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að birta greinar um spillingu innan úr kjarna stjórnkerfisins. Að lokum leiddi það til þess að Natalia var gerð útlæg úr landinu og veit hún ekki hvort eða hvenær hún geti farið inn í landið aftur. Hún segir fjölmiðla í Rússlandi eiga undir högg að sækja undir ríkisstjórn Pútíns. Tengsl Rússa og Íslendinga Natalia kom til Íslands um sein- ustu helgi til þess að skoða og rann- saka tengsl Íslendinga og Rússa og hvaða mögulegu ástæður liggi að baki Rússaláninu. Það sem vakti einna helst forvitni hennar voru um- svif auðjöfursins Romans Abraham- ovitsj en hann hefur meðal annars keypt skip á Akureyri sem hann hef- ur látið breyta og hefur lýst áhuga á því að kaupa jörð nálægt Vaðla- heiði í Eyjafirði þar sem hann hyggst byggja stærðarinnar hús. Síðasta miðvikudag birtist grein í tímarit- inu New Times eftir Nataliu ásamt fleiri blaðamönnum þar sem farið er yfir tengsl íslenskra og rússneskra fyrirtækja. Þar er meðal annars rak- inn ferill Björgólfsfeðga í Pétursborg og tengsl þeirra við Pútín, núver- andi forseta Rússlands, og rússnesk stjórnvöld. Þar er einnig fjallað um morð á tveimur stjórnendum Baltika en það var aðalkeppinautur Brava sem var bjórframleiðlsufyrirtæki Björgólfsfeðga. Natalia segir marga Rússa telja eitthvað hanga á spýt- unni þegar kemur að Rússaláninu og bendir hún meðal annars á að rúss- nesk fyrirtæki hafi átt miklar eignir í íslenskum fyrirtækjum. Í greininni sem birt var í New Times á miðviku- dag kemur fram fram að verðmæti rússneskra fyrirtækja í íslenska hag- kerfinu hafi verið 2.400 milljarðar ís- lenskra króna. Leyniþjónustan tengdist morði Í maí 2007 kom Natalia upp um peningaþvætti hátt settra embætt- ismanna innan stjórnar Pútíns sem tengdist austurríska bankanum Ra- iffeisen Zentralbank. Á meðal þeirra sem tengdust málinu var einn yfir- manna leyniþjónustunnar FSB, Al- exander Bortnikov. Natalia komst að því að hátt settur embættismaður úr Seðlabanka Rússlands, Andrei Kozl- ov að nafni, var myrtur haustið áður en hann hafði komið á fót rannsókn á peningaþvættinu. Natalia tengdi málin saman og segir ljóst að Andrei hafi verið myrtur fyrir að hafa reynt að skoða málið. „Ég skoðaði það, fjallaði um það og birti upplýsing- arnar. Ég birti skjöl sem sýndu fram á að hann hefði verið drepinn vegna þessarar rannsóknar. Ég rannsakaði og fann það út að FSB-fólk var tengt morðinu á honum,“ segir hún. Of ung til að deyja Natalia fékk sínar fyrstu hótan- ir þegar hún var að vinna að þessu máli. Hún fékk símhringingu nokkr- um dögum áður en hún birti greinina og á línunni var ókunnug rödd sem sagði: „Ég var beðinn um að segja þér að þú ert of ung og of falleg til að enda líf þitt með einni grein.“ Mað- urinn sem hringdi sagði henni að ef hún héldi áfram að vinna að málinu gæti hún horfið og enginn myndi vita að það tengdist þessu máli. Natalia birti greinina fimm dögum seinna. „Þegar ég birti upplýsingarnar fyrst í maí trúði enginn að það væri satt. Allir í Rússlandi sögðu: þetta er kjaftæði. En austurrísk yfirvöld skoð- uðu málið og rannsökuðu það, þau komust að því að mikið peninga- þvætti hefði átt sér stað.“ Seinna fékk móðir Nataliu í Moldavíu símtal þar sem því var hótað að Natalia myndi hverfa ef hún hætti ekki umfjöllun sinni. Móðir Nataliu fékk taugaáfall í kjölfarið. „Þegar þetta kom fyr- ir mömmu var það í fyrsta skiptið sem ég varð mjög hrædd,“ segir Na- talia. Hún segir þó að það hafi aldrei hvarflað að henni að hætta sem blaðamaður. Sparkað úr landi „Áður en ég birti greinina sem gerði það að verkum að ég var gerð útlæg hringdi í mig háttsettur mað- ur frá seðlabankanum og sagði mér að ég gæti verið skotin fyrir að birta þá grein. Hann hafði rétt fyrir sér, ég birti hana og fimm dögum seinna var mér sparkað úr landi, svo að segja,“ segir Natalia sem hefur ekki fengið að koma til Rússlands frá því í desember í fyrra. Sú grein var birt undir fyrirsögninni „Svartir pen- ingar Kremlsins“ og fjallaði um það hvernig forsetinn stjórnar í raun öll- um fjármálum flokkanna í kringum kosningar. 10. desember var greinin birt en þá var Natalia í Ísrael. Þegar hún kom til baka sex dögum seinna var hún stoppuð á flugvellinum og þaðan var hún leidd inn í lítinn klefa. Þegar hún spurði fólkið hvaðan það kæmi svöruðu þau því til að þau væru frá FSB og þyrftu þar af leið- andi ekki að segja neitt meira. Natal- ia eyddi nóttinni í klefanum. Einskis manns land „Ég er með skjal frá FSB og sam- kvæmt því hefur þú ekki lengur rétt á því að koma inn í Rússland,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar við Nataliu. Henni var tjáð að hún þyrfti að fara aftur til Ísrael og þegar hún spurði hann hvort hún gæti séð þetta skjal var henni sagt að það væri leyniskjal. „Þeir sýndu mér enga pappíra, þeir vildu að ég færi aftur til Tel Aviv og ég sagði þeim að ég væri ekki með landvistarleyfi til þess að fara aftur til Ísrael. Þeir sögðu við mig; okkur er sama, þú munt fljúga fram og til baka, fram og til baka, frá Moskvu til Tel Aviv. Það er ekki okk- ar vandamál, þú hefur ekki rétt á því að koma til Rússlands.“ Blaðamenn sem höfðu verið með Nataliu í Ísrael komu henni loks til bjargar og keyptu farmiða handa henni til Moldavíu og þannig komst hún úr einskis manns landi. Hún hélt þó áfram að skrifa fyrir blaðið frá Moldavíu. Staðan versnar Natalia segir vandamálin mikil þegar kemur að fjölmiðlun í Rúss- landi. „Fjórum stærstu sjónvarps- stöðvunum er stjórnað af Kreml eða af fyrirtækjum sem eru mjög tengd Kreml. Þú myndir aldrei heyra um svona spillingarmál eins og ég hef fjallað um þar,“ segir Natalia. Hún segir mörg blaðanna og vefritanna vera frjáls en þau séu allt of lítil. „Við náum til allt of fárra. Við gefum bara út 50 þúsund eintök,“ segir hún. Hún telur sögu sína ekki snúast um sjálfa sig heldur sé hún dæmi um gríðarlegt vandamál sem fari vaxandi í landinu. Hún bendir á frægt mál Önnu Politkovskaya sem var drepin í októb- er 2006 fyrir fréttaflutning sinn. „Fyrst var eitrað fyrir Iuriy Shekoshihin, svo var Anna Politkovskaya drepin. Því næst var mér hent úr landi og í lok ágúst var ritstjóri Ingushetia drepin,“ segir Natalia og bætir við að ástand- ið fari sífellt versnandi. Hinn almenni Rússi kippi sér hins vegar ekki upp við það, fólk hafi það betra en í upphafi tí- unda áratugarins og það séu einmitt rök stjórnvalda fyrir ríkjandi ástandi. Því sé haldið á lofti að Rússland hafi verið lýðræðisríki en þá hafi fólk ekki haft atvinnu, ekki fengið að borða og ekki haft efni á því að senda börn sín í skóla. „Þið höfðuð frelsi, þið höfðuð lýðræði en það var drasl. Nú eigið þið allt sem ykkur vantar,“ eru skilaboðin að mati Nataliu. Ógnaði öryggi landsins Mánuði eftir að Natalia var kom- in til Moldavíu fékk hún sent skeyti frá sendiráði Rússlands í Moldav- íu: „Kæra fröken Morar, við viljum upplýsa þig um það að samkvæmt lögum hefur þú ekki rétt á því að koma til Rússlands lengur en það er ákvörðun leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt lögum þurfum við ekki að taka fram hvers vegna. Útlend- ingur hefur ekki rétt á því að koma til Rússlands ef hann eða hún er álitin/n ógna öryggi landsins.“ Hún segir það í raun fáránlegt að blaðamaður sem fjallar um spill- ingu innan kerfisins sé talin ógn við öryggi þjóðarinnar. „Ég held að ég hafi bara ógnað fjárhagslegu öryggi fárra manna en ekki þjóðarinnar.“ Á ég að gleyma Rússlandi? Stuðningsmenn Nataliu fóru með málið fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu sem dæmdi með henni og kom þeim ábendingum til Rúss- lands að samkvæmt alþjóðasamn- ingum sem Rússar eru aðilar að eigi allir blaðamenn að fá að ferðast frjálsir á milli landa. Það hafði eng- in áhrif. Maður Nataliu býr í Rússlandi en þau hittast þegar þau geta fyrir utan Rússland. „Þetta er kjaftæði,“ segir hún og bætir því við að allt líf hennar hafi seinustu fimm árin ver- ið í Rússlandi. Hún veit ekki hve- nær eða hvort hún kemst einhvern tímann aftur til Rússlands en hún telur það ekki vera mögulegt fyrr en breytingar verða í stjórnmála- lífi landsins. „En hvað á ég að gera? Á ég að gleyma Rússlandi það sem eftir er lífs míns? Ég fæ ekkert svar, algjörlega ekkert,“ segir hún. jonbjarki@dv.is Blaðamaðurinn Natalia Morar rannsakar nú tengsl Íslendinga og Rússa og hugsanleg- ar ástæður Rússalánsins. Hún hefur komið upp um þó nokkur spillingarmál en var að lokum gerð útlæg úr Rússlandi. Mál hennar vakti mikla athygli og blaðamenn um allan heim börðust fyrir því að hún fengi að snúa aftur til Rússlands. Mál hennar var meðal annars tekið fyrir í mannréttindadómstól Evrópu. Hún veit ekki hvenær hún getur snú- ið aftur til Rússlands en heldur ótrauð áfram að skrifa fyrir rússneska vefritið New Times. Hún sagði Jóni Bjarka Magnússyni frá störfum sínum og ofsóknum gegn sér. „Áður en ég Birti grein- ina sem gerði það að verk- um að ég var gerð útlæg hringdi í mig hÁttsettur maður frÁ seðlaBank- anum og sagði mér að ég gæti verið skotin fyrir að Birta þÁ grein.“ Natalia Morar Hún kom til landsins um seinustu helgi og er um þessar mundir að vinna að frétt um tengsl Íslendinga og rússa í viðskipta- og stjórnmálalífi. Veit ekkert Natalia veit ekkert hvort eða hvenær hún getur snúið aftur til rússlands en þar er eiginmaður hennar búsettur ásamt flestum vinum hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.