Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 23
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 23Umræða Hinn langþráði draumur margra okkar hefur ræst, draumurinn um að komast á kortið, draumurinn um að eftir okkur sé tekið, að við séum áberandi í samfélagi þjóðanna, að við séum menn með mönnum og kunnum að míga standandi, að hlandbuna okkar nái lengra en annarra, að litla eyjan í Norðurhöf- um verði heimsfræg um aldir alda. Við höfum nært þennan draum okkar og varðveitt hann og krútt- að hann og kelað hann og við höf- um verið á barmi heimsfrægðar og við höfum þakkað útrásarherrun- um fyrir að færa okkur næstum al- veg inn í miðjan drauminn. Við höf- um líka lotið þeim vegna velgengni þeirra og visku og hugrekkis þeirra og djörfungar og við höfum mært þá og hyllt þá í ræðu og riti og við höfum prísað okkur sæl fyrir að hafa í sífellu kosið ríkisstjórnirnar sem gerðu þeim þetta allt svo létt og mögulegt og hjálpuðu þeim eftir fremsta megni. Nema hvað, nú hefur sem sé hinn langþráði draumur okkar ræst og í dag erum við heimsfrægar mann- eskjur - en þegar það hefur nú loks- ins gerst sýnum við á okkur verri hliðina og viljum vera allt öðruvísi fræg en við erum orðin. Við vildum sem sé alls ekki frægð- ina sem við fengum; við vildum alls ekki láta henda okkur út úr gælu- dýarbúðum í Skotlandi, úr leigu- húsnæði í Þýskalandi, af börum í Noregi, úr búðum í Danmörku, við vildum ekki að hrækt væri á okkur á veitingastöðum í London, að klippt væri á kortin okkar á Spáni, að nafn- ið á landinu okkar væri notað sem hugtak yfir illvígan sjúkdóm, að við værum kölluð heimskingjar, að við værum plássuð meðal hryðjuverka- manna, að við værum þjófar og ræningjar og svikarar og okkur sýnd lítilsvirðing alls staðar í hvívetna. Þetta vildum við alls ekki. Við vildum bara dansa með og dilla okkur og verða venjulega fræg, eðlilega fræg, fallega fræg, gáfulega fræg, fínt fræg, ríkt fræg, sætt fræg, góð fræg. Við vildum verða fræg en alls ekki svona fræg. Málið er einfalt: jarðvegurinn var fyrir hendi og við vorum plötuð af því að við vorum með ofbirtu í aug- unum og sjálfsmynd okkar var léleg, við létum blekkjast, við hlustuðum ekki á viðvörunarorð, við heyrðum ekkert nema það sem stjórnmála- mennirnir sem við kusum báru fyr- ir okkur og vildu að við heyrðum; við sáum ekki svikin og prettina og við létum það viðgangast að hinn hégómlegi draumur okkar breytt- ist í einu hendingskasti í andhverfu sína. Og nú er næsta víst að hann éti okkur upp til agna. Nema auðvitað að við bregðumst öðruvísi við en ætlast er til, hættum að kóa, heimtum að á okkur sé hlust- að og að ekki sé dílað með líf okkar og framtíð í afkimum og krefjumst þess að sitjandi stjórnvöld víki og sjónhverfingamennirnir sem unnu í skjóli þeirra axli ábyrgð á þeim voðaverkum sem þeir hafa unnið þjóð sinni með því meðal annars að borga sjálfir sínar eigin skuldir. Þegar við höfum gert þetta skul- um við líta til annarra drauma. Hver er konan? „Ásta Kristmanns- dóttir.“ Hvar ertu uppalin? „Í Keflavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Tólf spora kerfi aa-samtakannna þó sérstak- lega síðasta sporið. að hjálpa öðrum.“ Af hverju ertu stoltust? „Edrú- mennskunni.“ Hvaða bók er á náttborðinu þínu? „aa-bókin.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Lax er besti matur sem ég fæ.“ Hvert er uppáhaldshúsverkið þitt? „Ég hef gaman af því að vaska upp, það er svo róandi.“ Hvernig leggst nýja starfið í þig? „Það leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til að takast á við það. Ég held að þetta verði einstaklega gefandi.“ Hvað varstu að gera áður? „Ég hef mikið unnið í þjónustustörfum síðustu ár.“ Eigið þið von á mörgum vistmönnum um mánaðamótin? „Við höfum pláss fyrir fimmtíu manns og vonumst til að fylla húsið.“ Hvernig líst fólki á húsið? „Þeim sem hingað hafa komið líst mjög vel á húsið. Þetta á eftir að verða frábær stökkpallur fyrir marga. Fólk þarf ekki að eiga neitt þegar það kemur til okkar. Við erum með sængur, kodda, leirtau og allt það nauðsynlegasta. Minnst getur fólk dvalist hér í þrjá mánuði og mest í þrjú ár.“ Draumurinn „að giftast unnusta mínum.“ Með ofbirtu í augunum Von Trapp-börnin Skráning í áheyrnarprufur vegna uppsetningar Borgarleikhússins á Söngvaseið fór fram úr björtustu vonum en um fjögur þúsund börn á aldrinum átta til átján ára skráðu sig í Borgarleikhúsinu á miðvikudag. Fjórtán þeirra verða valin til að fara með hlutverk sjö barna Von Trapp í sýningunni. Hver þau verða kemur í ljós í lok nóvember. MynD SigTryggur Ari Hvernig verða næstu mánuðir? „Mér líst ekkert allt of vel á þá, það hættir við atvinnuleysi og ég er mjög svartsýn.“ ÁgúSTínA ÓlAfSDÓTTir 60 Ára KarTÖFLUSÖLUKOna „Ég held þeir verði mjög erfiðir, það verður verðbólga og hugsanlega atvinnuleysi.“ HElgA HAnnESDÓTTir 66 Ára LæKnir „Ég vona að þjóðin hafi vit á því að fara slappa af og fari að versla rétt og sleppi öllum öfgum eins og síðustu ár.“ Sigrún MArgréT SigMArSDÓTTir 73 Ára HarðFiSKSSÖLUKOna „Þetta verður rosalegt en ég er þó bjartsýn.“ HulDA nÓADÓTTir 52 Ára aFgrEiðSLUKOna Í LæKnaSETrinU Dómstóll götunnar 1. nóvember tekur áfangaheimilið Svanurinn til starfa. Heimilið er hugsað fyrir fólk sem er að koma úr fangelsi, áfengismeðferð og jafnvel af spítala og þarf aðstoð við að komast inn í samfélagið á nýjan leik. ÁSTA KriSTMAnnSDÓTTir er forstöðumaður heimilisins. Vonumst til að fylla húsið „Þeir verða bara góðir og ég er mjög bjartsýnn.“ gylfi SigurðSSon, 66 Ára LEigUBÍLSTjÓri kjallari mynDin VigDíS gríMSDÓTTir rithöfundur skrifar „Við vildum bara dansa með og dilla okkur og verða venjulega fræg, eðlilega fræg, fallega fræg, gáfulega fræg, fínt fræg, ríkt fræg, sætt fræg, góð fræg.“ maður Dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.