Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 37
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 37Helgarblað inn. Óðinn Jónsson, sem er frábær fréttastjóri, sagði eitt sinn við mig að það væri allt í góðu að vera kröfuharð- ur við sjálfan sig, en hann varaði mig einnig við því að vera ekki of hörð því þá fer ég að skemma fyrir sjálfri mér,“ útskýrir Kolbrún og bætir við: „Þegar maður vinnur í beinum útsendingum þýðir ekki að vera að spá í mistökin endalaust. Maður vonar að hlustand- inn taki tilit til þess að allir eru mann- legir.“ Kolbrún segist stundum öfunda fólk sem vinnur við skrifborðið sitt all- an daginn. „Það sem er erfitt við vinn- una mína er að vera alltaf að vinna fyrir framan alþjóð. Stundum vakna ég, er þreytt, pirruð eða tóm, eins og ég get verið stútfull af spurningum líka, og það er ekkert sem maður get- ur gert í því.“ Er þá ekki gott að vera með Heimi þér við hlið? „Jú, þá er gott að vinna með öðrum einstaklingi sem vegur mann upp á svona dögum,“ viðurkennir Kolbrún. Hún segir okkur lifa á mögnuðum tímum með efnahagskreppunni sem yfir okkur dynur. „Ég renni í gegnum blöðin og það rennur upp fyrir mér að ég horfi fram- hjá öllum öðrum fréttum sem getur verið mjög hættulegt. Það má auð- vitað ekki gleyma öllu hinu sem er í gangi. Fólk út í bæ er sumt hvert búið að taka sér pásu frá fréttunum. Þetta reynist því ofviða. En við í fjölmiðla- bransanum getum það ekki,“ seg- ir Kolbrún og viðurkennir að henni finnist gaman að fá stjórnmálamenn í þáttinn. „Ég er ekki mikið fyrir að stilla fólki upp við vegg. Það getur vissulega verið kostur sem og galli. En ég vil heyra það sem fólk hefur að segja og leyfa því að segja sína hlið á málinu,“ útskýrir Kolbrún en viður- kennir þó að missa sig stundum. Öss- ur Skarphéðinsson kom í þáttinn dag- inn sem íslenska þjóðin var á forsíðu allra bresku blaðanna. „Ég reiddist svakalega við Össur og var með hálf- gert samviskubit eftir þáttinn,“ segir Kolbrún. Hún segir stjórnmálafræðina hafa aukið víðsýni sína á pólítíkinni og þess vegna þjarmi hún kannski ekki eins mikið að viðmælendum sínum. „Ég leit einu sinni á hlutina sem ann- aðhvort svart eða hvítt. Því meira sem leið á námið uppgötvaði ég að heim- urinn væri ekki bara svartur og hvítur heldur að mestu leyti grár. Þegar upp er staðið er sama hvaða flokki menn tilheyra, endamarkið er það sama, að skapa betra samfélag. Þeir sjá bara ólíkar leiðir til þess að gera það,“ seg- ir Kolbrún. Hún segist þó oft vita hver svör viðmælenda hennar eru fyrir- fram. „Ég verð bara að muna að ég er að leita svara fyrir hlustendur okkar, ekki sjálfa mig.“ Orðin feminísti Kolbrún sér ekki eftir því að hafa tekið vinnuna. „Þetta er frábær vinnustaður. Er að vinna með góðu og skemmtilegu fólki. Fagmennskan er í fyrirrúmi og þeir sem stýra Bylgjunni vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Mér finnst þó vanta fleiri konur í fjölmiðla,“ segir Kolbrún og bætir við: „Það eru allt aðrar kröfur gerð- ar til kvenna sem vinna við fjölmiðla en karla. Konur endast líka skemur í fjölmiðlum.Ég hef í gegnum árin ver- ið meiri karlremba en kvenremba. Er á móti því að aðgreina kynin. Ég vil að við lítum á okkur sem einstaklinga. En nú í seinni tíð er ég farin að gefast upp á þeirri hugsun. Við konur erum komnar allt of stutt í kvenréttinda- baráttunni og ég upplifi mig meira og meira sem feminísta þó svo að í gegn- um tíðina hafi ég alltaf svarið það af mér,“ segir Kolbrún og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég er engan veginn að kalla eftir því að konur stjórni öllu, en mér finnst alveg hróplegt hvað við erum komn- ar stutt áleiðis þrátt fyrir hinn frjálsa markað. Og mér finnst litið öðruvísi á mig í fjölmiðlum út af því að ég er kona,“ heldur hún áfram. Umræðan snýst aftur að Djúpu lauginni. Kolbrún segist enn í dag upplifa fordóma vegna þáttarins. „Það er líka stutt í hláturinn hjá mér og mér finnst gaman að hlæja og grínast. Sumir telja mann þá vera vitlausan. Ég fullyrði það að það er meira í koll- inum á mér en mörgum karlmannin- um og ég segi þetta án þess að blikna,“ segir Kolbrún. „Það koma tímar þar sem ég hef ákveðið að hætta að hlæja og gantast því ég er svo hrædd um að fólk taki mig ekki alvarlega, en það er algjör synd að mega ekki slá á létta strengi öðru hverju.“ Engin heimsstyrjöld Kolbrún segist elska Ísland, líka á þessum erfiðu tímum. En hvert stefn- ir landið? „Langflest við íslenskt samfélag er frábært. Það er margt gott í gangi hér. Ætli við höfum ekki farið aðeins fram úr okkur, sofnað á verðinum. Núna þurfum við að taka nokkur skref aft- ur á bak. Spurningin er hversu sárs- aukafullt það verður og hvað það mun kosta okkur,“ segir Kolbrún von- góð. „Við yngri kynslóðin eigum eftir að vinna þetta til baka. Það er einn- ig hætta á að efnaðra fólk byrji að skammast sín fyrir að eiga peninga, það er ekki eðlilegt,“ segir Kolbrún. „Ég er þjóðernissinni. Ég elska Ísland, finnst þessi þjóð mögnuð, en mér finnst ekki að við eigum að flýja land. Ég vil alls ekki að við byrjum að læðast með veggjum.“ Kolbrún er vongóð yfir ástandinu og trúir því að eftir nokkur ár verði Ís- lendingar komnir á fulla siglingu á ný. „Flestir eru ruglaðir yfir ástandinu og eru mitt á milli þess að vera í sjokki og að vera reiðir. Ég sveiflast líka á milli þessara tilfinninga og þegar ég verð reið hugsa ég með mér hvernig í ósköpunum var hægt að leyfa þessu að ganga svona langt? Við að semja við aðrar þjóðir um stjarnfræðileg- ar upphæðir,“ segir Kolbrún. „Skyn- semin segir mér hins vegar að þetta sé ekki neitt. Þetta eru peningar sem við erum að tala um, ekki heimsstyrj- öld. Það er ekki verið að sprengja hús- in okkar eða beita konur og börn of- beldi,“ bætir hún við. Kolbrún segir Íslendinga eiga eft- ir að upplifa þrönga tíma. En hún hefur litla trú á því að einhver hér á landi eigi eftir að svelta eða lenda á götunni. „Íslenskar fjölskyldur verða ekki hraktar út á götu og látnar éta það sem úti frýs. Við erum með vel- ferðarkerfi og þó svo að það sé götótt er verið að þétta það núna. Við verð- um bara í einhvern tíma að sætta okk- ur við lægri lífsstandard.“ Hún stend- ur fast á því að Íslendingar eigi eftir að ná sér fljótt upp úr þessum hrak- förum. „Það má samt ekki gera lítið úr til- finningum fólks sem er í von og óvon um hvort það missi húsnæði sitt eða hvort það geti farið út í búð að kaupa í matinn. Það verður samt sem áður að koma þeim skilaboðum áleiðis að það eru til verri hlutir.“ Engin börn, bara hundar Sonur Kolbrúnar, Arnór, kemur þá inn í edlhúsið til að fá sér að borða. Hann er níu ára og deila þau mæð- ginin afmælisdegi. „Svo á ég dótturina Theodóru sem er 12 ára og eina stjúp- dóttur Sólveigu Maríu. Hún fermdist í vor og býr fyrir norðan,“ segir Kolbrún, en bæði börn hennar eru úr fyrri sam- böndum. Hún er í sambúð með Árna Árnasyni markaðsfræðingi og samtal- ið snýst að barneignum. „Okkur lang- ar ekki í fleiri börn. Við fengum okk- ur hunda í staðinn,“ segir Kolbrún og segir það yndislegt. Kolbrún og Árni hafa verið í sam- an í fimm og hálft ár, trúlofuð í fjög- ur og hálft. „Við ætlum að gifta okk- ur fyrr eða síðar. Ég veit að ég verð hundgömul með honum. Ég er búin að finna manninn minn. Brúðkaup- ið er alltaf í kollinum á okkur en ég er engin sérstök brúðkaupskona,“ við- urkennir Kolbrún. Hún segir þau, í gegnum tíðina, hafa verið allt of upp- tekin af öðrum hlutum. „Ég var í skólanum, svo komu próf. Síðan fórum við að gera eitthvað ann- að. Í fyrra keyptum við húsið og hefur allur okkar aukatími farið í það. Mað- urinn minn hugsar ábyggilega meira um þetta heldur en ég. Ég verð ekki í ekta brúðkaupskjól með amerískt brúðkaup. Gæti þess vegna hugsað mér litla athöfn þar sem slegið verð- ur upp í skemmtilegt partí þar sem ég get verið í gallabuxunum mínum,“ segir hún og hlær. Í frítímanum finnst Kolbrúnu best að lesa. Sonur hennar segir hana allt- af vera með bók í töskunni. „Lestur er besta slökun sem til er. Ég fer með bók með mér á hárgreiðslustofuna og á tannlæknastofuna ef ég skyldi þurfa að bíða. Finnst líka gott að fara með hundana út í göngutúr um hverf- ið,“ segir Kolbrún. Hún segist vera afar heimakær og lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Henni líður best heima, í faðmi fjölskyldunnar, við hliðina á æskuheimilinu sínu þar sem hún ætl- ar að verða „hundgömul“ með mann- inum sínum. hanna@dv.is Vill gifta sig í gallabuxum Þjóðernissinni Kolbrún segir það mikil mistök að fólk skuli flytja af landi brott um þessar mundir. „Skynsemin segir mér hins vegar að þetta sé ekki neitt. Þetta eru peningar sem við erum að tala um, ekki heimsstyrjöld. Það er ekki verið að sprengja húsin okkar eða beita konur og börn ofbeldi.“ Vill verða hundgömul með manninum Kolbrún er í sambúð með Árna Árnasyni. Í fyrra keyptu þau hús við hlið æskuheimilis Kolbrúnar. Hún segir það æðislegt að búa í næsta húsi við foreldra sína. „Ég hef fengið það á tilfinninguna að fólk taki mig ekki alvarlega. Ég er stimpluð af Djúpu lauginni en er svo miklu meira en bara þessi þáttur.“ „mÉr finnst litið öðruvísi á mig í fjölmiðlum út af því að Ég er kona.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.