Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 56
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200856 Helgarblað DV Tónlist Dagsetningin staðfest Hin langþráða breiðskífa guns N‘ roses, Chinese democracy, hefur loksins fengið út- gáfudag eftir fjórtán ár í bígerð. Platan kemur út 24. nóvember í Bretlandi og inniheldur fjórtán lög. Talið er að þessi fjórtán ár sem tók að vinna plötuna hafi kostað hljómsveit- ina um þrettán milljónir dollara sem svarar um hundrað fimmtíu og tveim milljónum íslenskra króna.UmSjÓN: KriSTa Hall krista@dv.is „Við erum að fara að spila á tónlistarhá- tíð í Árhúsum sem heitir Recession og er svona meðalstórt festival. Svo ætlum við líka að spila á Jolene í Kaupmannahöfn,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld Sigríðardóttir, söngkona hljómsveitarinnar Sometime sem stendur fyrir styrktarónleikum á Q-bar annað kvöld, laugardagskvöld. „Við ætluðum bara aðeins að gá hvort við gætum safnað smá gjaldeyri með okkur til að eiga allavega fyrir einum falafel á einhverju götuhorni þar sem það er væntanlega farið að kosta tvö þúsund kall núna. Það má því kalla þetta krepputónleika hjá okkur,“ segir Rósa á léttu nótunum. „Fólk kannski sér ekkert svo rosalega mikið eftir þúsundkallinum sem kostar inn en það hjálpar okkur við að þurfa ekki að eyða allri aleigunni þarna úti á óhagstæða genginu.“ frestuðu tónleikum út af kreppunni Upphaflega var Sometime einnig bókuð á tónleika í bæði Prag og Póllandi en neydd- ist til að fresta þeim sökum kreppunnar. „Við vorum löngu búin að skipuleggja þessa tón- leika þegar kreppan reið yfir og ætluðum líka til Póllands og Prag og það var nú eiginlega þess vegna sem við ákváðum að halda þessa styrktartónleika. Við neyddumst reyndar til að fresta þeim aðeins í bili en ætlum samt að halda skemmtilega tónleika hérna á laugar- daginn.“ tvö ný lög á tónleikunum Rósa segir að sveitin komi til með að spila tvö glæný lög á tónleikunum. „Þetta er svolítið öðruvísi prógramm en vanalega og við spilum einhver tvö ný lög sem eru ekki á plötunni. Annars erum við að fara að kynna plötuna núna í Evrópu og klárum það líklegast áður en við förum að spá eitt- hvað meira í að semja nýtt efni.“ Fyrsta smáskífan kemur út á iTunes 3. nóv- ember en það er lagið Catch Me If You Can. „Í framhaldi af því kemur svo platan út í Evrópu og við ætlum að reyna að túra í kjölfarið.“ Sometime stígur á svið á miðnætti á Q- bar og kostar þúsund krónur inn við dyrn- ar. DJ Danni Deluxxx sér bæði um upp- hitun og að ljúka kvöldinu í glimrandi dansgír. Spila fyrir gjaldeyri HljómSveitin Sometime er á leið til Danmerkur að Spila á tvennum tónleikum. til að eiga fyrir mat á óHagStæðu gengi íSlenSku krónunnar Hafa þau efnt til Styrktartónleika á Q-bar á miðnætti annað kvölD, laugarDagSkvölD. Krepputónleikar á Q-Bar Hljóm- sveitin Sometime efnir til tónleika til að eiga fyrir gjaldeyri í danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.