Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 17
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 17Fréttir Frændur og Fjendur Reiðubúnir Rússar Þegar í ljós kom að Bandaríkja- menn ætluðu ekki að hjálpa Íslend- ingum kom hjálparhönd úr óvæntri átt. Seðlabankinn greindi frá því að morgni 7. október að Rússar hefðu ákveðið að veita Íslendingum 680 milljarða króna lán. Það var síðan dregið að einhverju leyti til baka, enda var lánið langt frá því að vera í höfn. Íslensk sendinefnd fór utan og hefur rætt við Rússa undanfarna daga. Margir hafa sett spurninga- merki við það hvaða ástæður liggja að baki velvild Rússa í okkar garð. Þeir eru nú sagðir vilja bíða eftir nið- urstöðu viðræðna Íslendinga við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Norðmenn hjálpfúsir Norðmenn hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir muni styðja við Íslend- inga í efnahagskreppunni, þrátt fyr- ir að hafa í fyrradag kært Glitni fyrir fjárdrátt. Velferðarráðherra Noregs, Liv Signe Navarsete, sagði við norska ríkisútvarpið í gær að Ísland væri frændþjóð í kreppu og að Norðmenn vildu sýna okkur stuðning. Sendi- nefnd á vegum Norðmanna átti að koma til Íslands í fyrradag en henni er falið að ræða með hvaða hætti Norðmenn geti stutt Íslendinga. Með í för er Svíi. Á vef norska ríkis- útvarpsins er bent á að Norðmenn hafi þegar lánað okkur 1,7 milljarða norskra króna en þar er verið að tala um gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabankana á Norðurlöndum sem Ísland nýtti að hluta til í síðustu viku. Norðmenn hafa ýmist nefnt lána- fyrirgreiðslur eða sérfræðiaðstoð. Boltinn sé hins vegar hjá íslenskum stjórnvöldum. Hamingjusamir Hollendingar Fleiri þjóðir hafa stigið fram á sjónarsviðið undanfarnar vikur. Ís- lendingar hafa til að mynda náð sam- komulagi við Hollendinga um lausn á málum þarlendra innistæðueigenda á Icesave-reikningum Landsbank- ans. Hollendingar veita Íslendingum lán til að standa undir þeim greiðsl- um sem við munum inna af hendi til þeirra. Sú upphæð er rúmlega 3,1 milljarður króna. Bæði Árni Mathie- sen fjármálaráðherra og kollegi hans Wouter J. Bos segjast ánægðir með þá niðurstöðu. Japanir eru önnur þjóð sem hugs- anlega kemur að björgunaraðgerð- um hér á Íslandi. Reuters sagði að Japanir hefðu lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sagði svo á fundi Sam- fylkingarinnar um helgina að Japanir væru líklegir til að leggja til fé, ef og þegar samkomulagi hafi verið komið á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fjár- málaráðherra Japans sagðist á blaða- mannafundi ekki kannast við þetta. Hjálpa en gera grín Danir hafa einnig sagt að þeir muni ekki horfa á Íslendinga sökkva í hafið. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, sagði 15. októ- ber að þeir myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að styðja við bakið á Íslendingum í þeirri kreppu sem nú væri í landinu. Hann sagði enn fremur að norrænu löndin myndu gera það sem þau gætu til að styðja okkur. Á hinn bóginn gerði Extra blad- et stólpagrín að Íslendingum þeg- ar Íslendingar voru hvað aumast- ir. Danskur blaðamaður stóð á götu úti með dós og safnaði peningum til hjálpar Íslendingum. Þýskir í sárum Þjóðverjar hafa einnig verið nefndir í umræðu síðustu daga. Í fyrradag bárust af því fréttir að þýski bankinn Bayern Landesbank hafi óskað eftir fjárstuðningi frá þýska ríkinu. Bankinn er sagður óska eft- ir 5,4 milljörðum evra í aðstoð. 1,5 milljarður af upphæðinni er rakinn til lána til íslenskra banka. Frakkar eru enn ein þjóðin sem Íslendingar hafa rætt við síðustu vikur. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í frönsku rík- isstjórninni Bern- ard Kouchner um helgina. Fram kom að Kouchner hafi undirstrikað vin- áttu Frakka og sam- stöðu í þeirri erfiðu stöðu sem Ísland er í núna. Ráðherr- arnir stefna að því að hittast eins fljótt og auðið er. Vinir í raun Alls er óvíst hvaðan Íslendingar munu fá lán. Menn virðast þó nokk- uð sammála um að fyrsta skrefið sé að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Eftir slíkt samkomulag virðast Norðmenn, Rússar og jafnvel Japanir reiðubúnir að rétta fram hjálpar- hönd. Ljóst er að um gríð- arlegar upphæðir er að ræða. Máltæk- ið segir að sá sé vinur sem í raun reynist. Á það mun reyna á næstu vikum og mánuð- um. Hér má sjá Hvaða þjóðir Hafa komið að málum eftir Hrunið á Íslandi. BRetlaNd Settu okkur á lista með hryðjuverka- þjóðum. daNmöRk danir vilja hjálpa en geta ekki stillt sig um að gera grín að okkur. HollaNd Hollendingar náðu fljótt og vel að semja við Íslendinga. JapaNiR Tvennum sögum fer af vilja Japana til lánafyrirgreiðslu.BaNdaRíkiN - Kanarnir voru þeir fyrstu sem sneru við okkur bakinu. NoReguR Frændur okkar Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum. SVíÞJóð Svíar eiga fulltrúa í sendinefnd Norð- manna hér á landi. RúSSaR rússar réttu fram óvænta hjálparhönd þegar öll sund voru lokuð. ÞýSkalaNd Þýskur banki situr í súpunni vegna lána til Íslendinga. allir af vilja gerðir Norðmenn virðast ætla að hjálpa litlu frændum sínum. Bandaríkja- menn Sýndu Íslendingum fingurinn. kastaðist í kekki geir hefur látið athuga grundvöll fyrir kæru á hendur Bretum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.