Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 33
ir Hermann er hann heldur áfram að tala um hinn gamla Hemma. „Þetta var eins og himnasending fyrir mann eins og mig enda fór ég í flækju ef ég heyrði orðið ást eða ef einhver kall- aði mig ástin mín. Ég var því snögg- ur að notfæra mér þessar varnir og sagði stelpum sem ég var að hitta að þær ættu mig sko ekki neitt.“ Einn fallegan sunnudag var Hemmi á rúntinum með næstelstu dóttur sinni, sem þá var orðinn fjög- urra ára gömul. Bílferðin gekk vel þar til dóttirin sagði upp úr þurru. „Pabbi, ég elska þig!“ „Hvað segirðu,“ sagði Hemmi varnarlaus og óund- irbúinn undir þessa játningu dóttur sinnar. „Ég elska þig, pabbi.“ Hemmi gat ekki verið minni maður en fjög- urra ára dóttir sín og sagði henni að auðvitað liði honum eins í hennar garð. Sú litla var ekki hætt og sagði því næst: „Pabbi, má ég eiga þig?“ „Þá hurfu allar mínar varnir. Í dag finnst mér sjálfsagt að fólk eigi hvert annað á réttum forsendum,“ segir Hermann um leið og hann hlær að sjálfum sér. Lífið eftir dauðann Það er þó ekki bara sjálfsskoðun og sjálfsrækt sem hefur komið hin- um kærleiksríka og opinskáa Her- manni á þann stað sem hann er á í dag. Eins og margir vita lenti hann í atviki fyrir fimm árum sem fæstir fá að upplifa. „Ég lenti í því að deyja,“ segir hann yfirvegaður. Fyrir þá sem ekki þekkja söguna lést Hermann í raun og veru eftir hjartaáfall sem bar snöggt að. Hann hafði búið í Asíu um tíma þar sem hann hafði upphaflega ætlað að byrja að vinna í ævisögu sinni. Þau plön breyttust er hann fékk tækifæri til að reka huggulegan veitingastað. Í byrjun október árið 2003 ákvað Hemmi að skreppa í stutt frí heim til Íslands og heilsa upp á sína nánustu en þá hafði hann dval- ist í yfir tvö ár erlendis. Hann hafði átt við of háan blóð- þrýsting að stríða um tíma en grun- aði ekki í hvað stefndi. trúi ekki á tiLviLjanir Hemmi var staddur í heimsókn hjá systur sinni þegar ósköpin áttu sér stað. „Ég trúi ekki á tilviljanir og tel að þetta sé allt fyrirfram ákveð- ið. Mér var einfaldlega ekki ætlað að kveðja þennan heim strax. Fyrr- verandi maður systur minnar var staddur hjá henni þegar ég hneig niður en hann er einstaklega vel að sér í skyndihjálp og kann hjartahnoð upp á tíu. Hann hnoðaði mig stöðugt og hélt súrefnisflæðinu þar af leið- andi gangandi upp í heila án þess þó að ná að vekja mig. Þegar hringt var á sjúkrabíl var hann staddur í næsta nágrenni og var ég því kom- inn í hendurnar á réttu fólki aðeins nokkrum mínútum síðar.“ Hjartað í Hemma stoppaði aftur á leiðinni upp á spítala og það í tvær mínútur. „Ég var ekkert ólmur að koma til baka, þetta var svo notaleg tilfinning. Það þarf enginn að óttast dauðann,“ segir Hermann sannfær- andi. innri ró á siLfurfati Það fyrsta sem fór í gegnum huga Hermanns þegar hann vaknaði á spítalanum var að athuga hversu al- varlegan skaða hann hefði hlotið í höfðinu. Hann beið því óþreyjufullur eftir að læknarnir yfigæfu herberg- ið svo hann gæti náð í gsm-símann sinn. Hann segist alltaf hafa verið minnugur á símanúmer og ákvað því að athuga hvort sá eiginleiki væri enn fyrir hendi sem og hann var Hemma til mikils léttis. Hemmi, sem taldi sig hafa verið búinn að breyta um gildismat í líf- inu og hafa unnið vel í sjálfum sér, var fljótur að skynja að öll sú vinna væri aðeins dropi í hafið miðað við það sem hann nú upplifði. „Ég gekk út af spítalanum annar og breyttur maður. Ekki nóg með það að ég sæi lífið í nýju ljósi heldur fékk ég innri ró á silfurfati, nokkuð sem ég hafði leitað að allt mitt líf. Gamli Hemmi gat aldrei verið kyrr og þurfti alltaf að vera á hendingi á milli staða og hafa nóg fyrir stafni. Skyndilega var kom- in ró og yfirvegun í litla strákinn.“ Aðspurður hvernig vinir og vanda- menn hafi tekið þessum breytta manni segir hann að allir hafi tekið honum vel, þó sérstaklega nánustu vinir hans og fjölskylda. „Ég á fimm yndisleg börn sem ég er afar stoltur af, einnig á ég góð systkini sem ég er mjög náinn. Þau stóðu öll sem eitt við bakið á mér.“ Guð Gaf mér nýtt hár Það varð ekki bara andleg breyt- ing sem Hemmi upplifði eftir dauð- ann heldur tók hann eftir gífurlegri breytingu á hárinu á sér. Fyrir áfall- ið var höfuð Hemma þakið ljósum lokkum. „Ég var alltaf ljóshærður en það breyttist aldeilis eftir hjartaáfall- ið. Nú er ég dökkskolhærður og með þetta líka fallega englahár. Þetta er allt annað hár,“ segir Hemmi um leið og hann strýkur annarri hendinni um höfuð sér. „Hann þarna uppi, minn æðri máttur, hefur ákveðið að sýna mér að ég væri orðinn annar en ég var með þessu nýja hári. Öðruvísi get ég ekki túlkað þetta.“ Í dag segist Hermann hafa tilgang með lífinu ólíkt því sem áður var. „Mér er ætlað að láta gott af mér leiða.Ég er orðinn margfalt kær- leiksríkari en áður og hef mikið að gefa.“ Hermann segist á ákveðnum tímapunkti hafa efast um eigin vellíðan, upplifað að hann ætti hana jafnvel ekki skilið. „Ég spurði vini mína hvort þeir héldu að ég væri í einhvers konar afneitun eftir hjarta- áfallið. Hvort það gæti virkilega ver- ið að mér liði allaf svona vel, hvort nokkur maður ætti það skilið. Ég átti bara erfitt með að trúa þeirri breytingu sem á mér hafði orðið.“ hemmi oG hermann Það hefur vakið athygli blaða- manns hversu oft Hermann skiptist á að segja frá Hemma og hins vegar Hermanni. „Um er að ræða tvo mjög ólíka menn,“ ítrekar Hermann sem blaðamaður ræðir nú við. „Hemmi er alltaf hress og til í allt á meðan Hermann er rólegri og skynsamari. Í dag fara allar mínar ákvarðanir í gegnum Hermann. Sem dæmi hef- ur mér loksins tekist að læra að segja orðið nei. En það tók mig heil fjöru- tíu yfirbókuð ár.“ Við skiptum nú um umræðuefni og færum okkur að vinnumálum. Nokkrar vikur eru frá því að Hemmi hóf göngu sína með nýjan útvarps- þátt á Bylgjunni. Þættirnir eru klukk- an átta á sunnudagsmorgnum. Her- mann fær til sín góða gesti í spjall ásamt því að slá á létta strengi. Í þáttunum sýnir hann á sér hlið sem hann hefur ekki áður gert í fjölmiðl- um. „Ég fæ til mín hæfileikaríkt og yndislegt fólk og spjalla við það um lífið og tilveruna. Ég spyr persónu- legra spurninga og það eina sem ég bið um er að fólk sýni á sér sparihlið- ina og svari heiðarlega og af einlægni sem það gerir. Við þurfum á því að að halda á þessum erfiðu tímum að vera opin og einlæg. Ég veit fátt verra en tilgerð.“ eftirsóttur sem aLdrei fyrr Hermann er truflaður nokkrum sinnum af símanum á spjalli hans við blaðamann. Öll erindin eru atvinnu- legs eðlis. Veislustjórnun, skemmt- anir og góðgerðarmál eru brot af því sem hann ræðir um í símtölunum. Vinsældir hins rúmlega sextuga sí- hressa Hemma Gunn hafa augljós- lega ekki dvínað. Hann er fljótur að viðurkenna að það ylji honum um hjartarætur. „Ég hef mikið meira en nóg að gera og nýt þess að vinna með öllu þessu frábæra unga fólki sem ég geri. Það heldur mér ungum. Eitt hef- ur mig reyndar alltaf dreymt um að gera meira af og það er að skrifa. Ég er til dæmis með tilbúna hugmynd af skemmtisagnabók í kollinum, ég þarf bara að framkvæma hana.“ Hemmi steig sín fyrstu skref sem penni á dagblaðinu Vísi fyrir fjörutíu árum og hefur áhuginn blundað í honum alla daga síðan. aLdrei verið Giftur Þar sem Hermann er einlægur og hefur svarað af heiðarleika eins og hann ætlast til af viðmælendum sín- um lætur blaðamaður aðeins á hann reyna er hann spyr um ástina. Það stendur ekki á svörum eins og við var að búast. „Ég hef ekki verið í sambúð í mörg ár og get ekki sagt að ég sé í örvænt- ingafullri leit að ástinni. Ég sæki hvorki bari né knæpur borgarinnar þar sem ég tel þar enga lífshamingju að finna. Það þrengir vissulega hring- inn ef maður sækir ekki skemmti- staðina. Þeir er jú aðalmarkaðstorg- ið.“ Hemmi er samt sem áður fullviss um að hann muni finna ástina með tíð og tíma. „Ég hef fundið ástina á lífsleiðinni og hef einu sinni verið ná- lægt því að ganga upp að altarinu, þá ungur maður. En sú elskulega stúlka lést í bílslysi nokkrum dögum fyr- ir brúðkaupið. Hugsanlega gæti ég tekið upp á því að gifta mig einhvern tímann þó ekki nema bara fyrir for- vitni sakir,“ segir Hermann bjartsýnn á framtíðina. stjórnum eiGin Líðan í kreppunni Og úr ástinni yfir í það óhjákvæmi- lega, kreppuna. Hvað getur jákvæð- ur og bjartsýnn maður eins og Her- mann Gunnarsson ráðlagt íslensku þjóðinni á erfiðum tímum sem þess- um.„Það fyrsta sem við þurfum er að gera okkur grein fyrir að við höf- um gífurlega mikið að segja um okk- ar líðan sjálf. Fólk þarf að byrja á að breyta sínu gildismati, forgangsraða lífinu upp á nýtt og sýna hvert öðru ást, umhyggju og kærleika. Það eru erfiðir tímar fram undan og því mik- ilvægt að huga vel að eigin heilsu og hafa stjórn á tilfinningum sínum. Ég hef vanið mig á það að ákveða í byrj- un hvers dags að dagurinn verði frá- bær og hvað haldið þið? Dagurinn verður frábær. Ef hann lítur ekki út fyrir að ætla að verða nógu spenn- andi bæti ég einfaldlega einhverju skemmtilegu inn á hann. Þá á ég bara við litla hluti sem þurfa ekki að kosta mikla peninga. Þetta hljóm- ar kannski barnalega en ég er mjög stoltur af barninu í sjálfum mér.“ Her- mann ítrekar mál sitt og segir fullorð- ið fólk því miður eiga það til að dæma hvert annað fyrir þessa eiginleika. „Þegar lítil börn koma í heiminn, dást allir að fegurð þeirra sem er svo- lítið sérstakt því nýfædd börn eru oft rauð, krumpuð og ekkert sérstaklega falleg. Það sem við í raun dáumst að er hreinleiki og sakleysi þeirra, þegar við svo verðum unglingar förum við aðeins að segja ósatt, kannski stela og annað slíkt. Síðar á lífleiðinni þeg- ar við förum í sjálfsskoðun og þrosk- umst þráum við ekkert frekar en ein- lægnina og hreinleikann. Við ættum því öll að vera stolt af barninu í sjálf- um okkur og viðhalda þessum eigin- leikum.“ Það líður að lokum þessa viðtals enda bíða verkefni dagsins bæði Her- manns og blaðamanns. Hermann þakkar á sinn einstaka hátt fyrir sig er hann gengur út af veitingastaðnum sem viðtalið fór fram á. Hann hrósar þjóninum þar til hann roðnar. Þetta er Hermann í hnotskurn. Hann er maður sem hefur ekkert að fela og er óhræddur við að tjá tilfinningar sín- ar. „Ég nenni ekki fólki sem getur ekki tjáð tilfinningar sínar og getur ekki verið það sjálft,“ segir Hermann að lokum. kolbrun@dv.is FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 33Helgarblað „Ég sæki hvorki bari nÉ knæpur borgar- innar þar sem Ég tel þar enga lífshamingju að finna. það þreng- ir vissulega hringinn ef maður sækir ekki skemmtistaðina. þeir eru jú aðalmarkaðs- torgið.“ kátir daGar „Ég hef vanið mig á það að ákveða í byrjun hvers dags að dagurinn verði frábær og hvað haldið þið? dagurinn verður frábær. Ef hann lítur ekki út fyrir að ætla að verða nógu spennandi bæti ég einfaldlega einhverju skemmtilegu inn á hann.“ að störfum á ByLGjunni Hemmi er nýfarinn af stað með ljúfan viðtalsþátt á Bylgjunni klukkan átta á sunnudagsmorgnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.