Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVFÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200826 HIN HLIÐIN Grasekkja með hlaupabólubarn Nafn og aldur? „Esther Talia Casey, 30 ára.“ Atvinna? „Leikkona.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með besta kokki í heimi.“ Fjöldi barna? „Ein 2 ára stelpa.“ Áttu gæludýr? „Nei, aldrei þessu vant, hef alltaf átt kisu og langar alltaf í kisu.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Bang Gang og Sinfonían, fékk að syngja tvö lög með þeim.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, en lögreglan hefur þrisvar bankað upp á hjá mér á fáránlegustu tímum, Aðfangadag klukkan 18, gamlárskvöld í miðju skaupi og eldsnemma morguns á sunnudegi. Allt hins vegar of langar sögur til að segja frá hér.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Kvk-buxurnar mínar, þægi- legar en smart innibuxur.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, en pilates, sund og hollur matur láta mér líða vel andlega og líkamlega.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, já, elskan mín. Minnis- stæðust eru Falun Gong-mót- mælin við Perluna.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ekki í augnablikinu.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Úff! I will always love you með Whitney Huston kemur sterkt inn.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að fá kallinn heim frá Am- eríku með dollara í vasa og byrja æfingar á jólasýningu Þjóðleikhússins, Sumarljósi, og auðvitað jólanna, en ekki hvað?“ Afrek vikunnar? „Að vera grasekkja í kreppunni með eitt hlaupabólubarn í frumsýning- arviku á Hart í bak í Þjóðleikhúsinu.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég kann aðeins á píanó og svo kann ég 3 lög á gítar.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Ég held að í þessu ástandi verð- um við öll að treysta á það að stjórnin geri sitt besta. Jóhanna Sig. er mjög traustvekjandi og Björgvin viðskiptaráðherra talar mannamál sem er mjög mikil- vægt. Við verðum að fá að skilja hvað er í gangi.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan, vinir, heilsan og starfsánægjan.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Fyrir utan það að taka einn kaffi með einhverjum kollegum mínum í Hollywood og spjalla um bransann myndi ég vilja hitta langafa minn Héðin Valdimars- son.“ Ertu með tattú? „Nei.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, tvö. Eitt þegar ég var 6 ára um bankakreppu og hitt í fyrra um hversdagsleika ástarinnar.“ Hverjum líkist þú mest? „Pabba mínum held ég.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Ég er kattþrifin, svolítið „bor- ing“ hæfileiki en mjög praktísk- ur.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Fáfræði og mikilmennskubrjál- æði, þessir eiginleikar hafa áhrif á allt í kringum okkur.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Why talk about it?“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Fyrir utan miðborg Reykjavíkur. Þá er sá staður sem stendur næst hjarta mínu Höfði í Mývatns- sveit þar sem ég eyddi flestum sumrum í æsku með langömmu minni…mig dreymir hann reglu- lega.“ Leikkonan esther taLia Casey Leikur um þessar mundir í verkinu hart í bak í þjóðLeikhúsinu en verkið hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. brátt taka svo við æfingar á jóLasýningu þjóðLeikhússins, sumarLjósi. dv mynd sigtryggur Exclusive Tantra Massage For men, women and couples. Phone: 698 83 01 www.tantra-temple.com Einstök bók um mann sem mætt hefur meiri mótbyr en gengur og gerist, en býr þó yfir fádæma lífsgleði og baráttuþreki og horfir ávallt fram á veginn. MEÐAN HJARTAÐ SLÆR MEÐAN HJARTAÐ SLÆR -lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar -í senn hugljúf og skemmtileg bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.