Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 26
Helgarblað DVFÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200826 HIN HLIÐIN Grasekkja með hlaupabólubarn Nafn og aldur? „Esther Talia Casey, 30 ára.“ Atvinna? „Leikkona.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með besta kokki í heimi.“ Fjöldi barna? „Ein 2 ára stelpa.“ Áttu gæludýr? „Nei, aldrei þessu vant, hef alltaf átt kisu og langar alltaf í kisu.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Bang Gang og Sinfonían, fékk að syngja tvö lög með þeim.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, en lögreglan hefur þrisvar bankað upp á hjá mér á fáránlegustu tímum, Aðfangadag klukkan 18, gamlárskvöld í miðju skaupi og eldsnemma morguns á sunnudegi. Allt hins vegar of langar sögur til að segja frá hér.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Kvk-buxurnar mínar, þægi- legar en smart innibuxur.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, en pilates, sund og hollur matur láta mér líða vel andlega og líkamlega.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, já, elskan mín. Minnis- stæðust eru Falun Gong-mót- mælin við Perluna.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ekki í augnablikinu.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Úff! I will always love you með Whitney Huston kemur sterkt inn.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að fá kallinn heim frá Am- eríku með dollara í vasa og byrja æfingar á jólasýningu Þjóðleikhússins, Sumarljósi, og auðvitað jólanna, en ekki hvað?“ Afrek vikunnar? „Að vera grasekkja í kreppunni með eitt hlaupabólubarn í frumsýning- arviku á Hart í bak í Þjóðleikhúsinu.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég kann aðeins á píanó og svo kann ég 3 lög á gítar.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Ég held að í þessu ástandi verð- um við öll að treysta á það að stjórnin geri sitt besta. Jóhanna Sig. er mjög traustvekjandi og Björgvin viðskiptaráðherra talar mannamál sem er mjög mikil- vægt. Við verðum að fá að skilja hvað er í gangi.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan, vinir, heilsan og starfsánægjan.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Fyrir utan það að taka einn kaffi með einhverjum kollegum mínum í Hollywood og spjalla um bransann myndi ég vilja hitta langafa minn Héðin Valdimars- son.“ Ertu með tattú? „Nei.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, tvö. Eitt þegar ég var 6 ára um bankakreppu og hitt í fyrra um hversdagsleika ástarinnar.“ Hverjum líkist þú mest? „Pabba mínum held ég.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Ég er kattþrifin, svolítið „bor- ing“ hæfileiki en mjög praktísk- ur.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Fáfræði og mikilmennskubrjál- æði, þessir eiginleikar hafa áhrif á allt í kringum okkur.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Why talk about it?“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Fyrir utan miðborg Reykjavíkur. Þá er sá staður sem stendur næst hjarta mínu Höfði í Mývatns- sveit þar sem ég eyddi flestum sumrum í æsku með langömmu minni…mig dreymir hann reglu- lega.“ Leikkonan esther taLia Casey Leikur um þessar mundir í verkinu hart í bak í þjóðLeikhúsinu en verkið hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. brátt taka svo við æfingar á jóLasýningu þjóðLeikhússins, sumarLjósi. dv mynd sigtryggur Exclusive Tantra Massage For men, women and couples. Phone: 698 83 01 www.tantra-temple.com Einstök bók um mann sem mætt hefur meiri mótbyr en gengur og gerist, en býr þó yfir fádæma lífsgleði og baráttuþreki og horfir ávallt fram á veginn. MEÐAN HJARTAÐ SLÆR MEÐAN HJARTAÐ SLÆR -lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar -í senn hugljúf og skemmtileg bók

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.