Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 24
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200824 Fókus u m h e l g i n a „Ég var mikið að lesa íslensku þjóð- sögurnar til að fá innblástur til að skrifa hryllingssögu þegar ég byrjaði á frí- stundaheimilinu. Ég var því svolít- ið djúpt á kafi í þessu og stakk upp á því við yfirmanninn að ég færi að lesa þjóðsögurnar fyrir börnin. Honum leist mjög vel á það og þannig byrjuðu þess- ar sögustundir. Þetta sló algjörlega í gegn og það kom mörgum á óvart hvað krakkarnir voru æstir í þetta, sérstak- lega foreldrunum. Svo fór ég að lesa fleira, til dæmis ýmis ævintýri. Og eft- ir að ég var byrjaður að kynnast krökk- unum, eftir svona hálft ár, byrjaði ég að skrifa þessa sögu og lesa hana fyrir þau jafnóðum.“ Sá sem talar er Gunnar Theodór Eggertsson, tuttugu og sex ára gamall bókmennta- og kvikmyndafræðing- ur og höfundur bókarinnar Steindýr- in sem hlaut Íslensku barnabókaverð- launin í vikunni. Eins og Gunnar lýsir varð sagan til í tengslum við starf hans á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli í Hlíðaskóla veturinn 2006 til 2007. Gunnar, sem vinnur enn í Hlíðaskjóli eftir hádegi samfara doktorsnámi í bókmenntafræði, skrifaði einn kafla á viku í tólf vikur. Kláraði kafla á viku Fyrsta sögustund vikunnar var á mánudögum og kveðst Gunnar stund- um hafa setið sveittur á mánudags- morgnum við að klára kafla vikunnar. „Og þegar ég las fyrsta kaflann vissi ég ekkert hvert sagan myndi stefna því ég var ekki búinn að ákveða söguþráðinn. Hann kom svona jafnt og þétt. Krakk- arnir voru svo áhugasamir að ég bara hélt áfram að skrifa og endaði í tólf köflum, sem eru þrettán í bókinni. Það er alveg sérstök stemning að sitja fyrir framan hóp af krökkum og lesa fyrir þá. Og það var einhver kraftur sem varð til þarna,“ segir Gunnar sem hafði aldrei áður lesið fyrir krakka, né skrifað fyrir þá. Steindýrin fjallar um Gunnar og vini hans tvo, systkinin Erlu og Hauk, sem fara að kanna hvað veldur því að öll dýrin í þorpinu sem þau búa í breyt- ast allt í einu í stein. Og fullorðna fólkið lætur eins og dýrin hafi aldrei verið til. Krakkarnir leggja í framhaldinu upp í ævintýralegan leiðangur inn í Dimma- helli í útjaðri þorpsins til að komast að hinu sanna í málinu. Hugmyndina að sögunni segist Gunnar hafa fengið þegar hann var í heimsókn í litlum bæ í Þýskalandi sem heitir Neuenkirchen en þáverandi kær- asta hans var að setja þar upp listasýn- ingu. „Við tókum eftir því þegar við vor- um að labba um bæinn að þarna voru voða fín hús og garðarnir vel snyrtir, og allt fullt af steinstyttum af dýrum. Okkur fannst þetta mjög dularfullt. Það var enginn með lifandi gæludýr, en all- ir voru ýmist með hundastyttur, katta- styttur eða styttur af öðrum gælu- eða húsdýrum. Þá kviknaði þessi hugmynd Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í tuttugusta og fyrsta sinn síðast- liðinn þriðjudag. Höfundur verðlauna- sögunnar í ár, Steindýranna, heitir Gunnar Theodór Eggertsson, bók- mennta- og kvikmyndafræðingur og starfsmaður frístundaheimilis- ins í Hlíðaskóla. Í spjalli við Kristján Hrafn Guðmundsson segir Gunnar frá því hvernig þessi fyrsta bók hans varð til í sögustundum á frístundaheim- ilinu, hryllingssöguáhuga sín- um og samlíkingum við rokk- stjörnur og Jesúm Krist. Sýningarlok og upplestur í listasafni aSÍ Myndlistarsýningu Haralds Jónssonar lýkur á sunnudaginn í Listasafni aSÍ og munu af því tilefni þrjú skáld lesa upp úr væntanlegum jólabókum sínum. Kristín ómars- dóttir les upp úr ljóðabókinni Sjáðu fegurð þína, Hjálmar Sveinsson flytur kafla úr ævisögu Þórðar sigtryggssonar og sJón les úr skáldsögu sem ber heitið rökkurbýsnir. Upplesturinn fer fram klukkan 16 og er aðgangur ókeypis. Söguhetja Sex Drive er algjört nörd sem keyrir þvert yfir landið til að smella í píu sem hann hitti á spjallrás á netinu. Hann tekur vini með og úr verður vegamynd. Þessi mynd fer ekki í neinar grafgötur með hvaða flokki hún tilheyrir. Hér er á ferðinni formúlukennd gelgj- umynd sem inniheldur hrekkju- svín, nörd, vandræðalegheit, nokk- ur brjóst, „highschool rokk“, dans, væmni og flotta bíla. Satt að segja byrjar hún sæmi- lega. Við fáum að kynnast bróð- ur hetjunnar sem er ýkt og á köfl- um fyndin týpa. Kaldhæðinn amish-gaur sem ber nafnið Ezeki- el er reyndar slakur en nógu fínn á stöku stað til að nefna hann einnig sem hláturvekjandi. Myndin er að nokkru leyti frábrugðin hefðbundn- um unglingamyndum og þá aðal- lega um eftirfarandi hluti: Hetjan er nörd frá upphafi til enda myndar og verður ekkert töff fyrir tilstuðl- an fyrirliða ruðningsliðsins. Vinur hans er akfeitur og fáránlegur en á engu að síður í litlum vandræðum með að krækja sér í stelpur. Þetta er að sjálfsögðu markaðslega snjallt með vaxandi offitu Vesturlandabúa í huga þar sem fólk vill geta sam- samað sig söguhetjum. Þetta er gott og blessað en helsti munurinn felst kannski í lengdinni. Myndin er dreplangdregin og ekki af þeim gæðum að halda þér í nærri tvo tíma. Þar vegur þungt eitt lengsta og glataðasta lokauppgjör okkar tíma. Endalaust og ömurlegt. Vitandi að þetta er ekki góð mynd gæti ein- hver spurt hvort þetta væri samt ekki „fín unglingamynd“? En góð mynd er góð mynd óháð því hver er mark- hópurinn. Svo þetta er vond mynd, sama fyrir hvern hún var gerð. Erpur Eyvindarson Unglingamiðuð maraþonleiðindi utan gátta Í KaSSanum Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit- ið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á morgun, laugardag, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sýningar verða í Kassanum við Lindargötu. Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær sam- an eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Leikarar í sýningunni eru Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. lög unga fólKS- inS Í Salnum Hinn ungi og efnilegi bariton- söngvari Jón Svavar Jósefsson mun flytja tónleika í Salnum í Kópavogi á laugardaginn næst- komandi. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri tónleikaröð innan Tí- brár og ber heitið Lög unga fólks- ins. Jón Svavar, sem hlotið hefur frábæra dóma, mun flytja verk eftir Loewe, Schubert, Schumann og Hugo Wolf, Sveinbjörn Svein- björnsson og Karl Ottó Runólfsson ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur sem mun leika á píanó. Tónleik- arnir hefjast klukkan 17. liStamannaSpjall með Braga áSgeirSSyni Bragi Ásgeirssons mun fara um yfir- litssýningu sína í Listasafni Reykja- víkur sunnudaginn næsta klukkan 15 og ræða um einstök verk og feril sinn. Auk þess mun hann árita bók sína Augnsinfónía en hún fjallar einmitt um líf hans og list. Sýningin hans Braga hefur staðið yfir í rúm- an mánuð við miklar vinsældir og spannar sextíu ár í lífi hans. Allir eru velkomnir og verða veitingar í boði á sanngjörnu verði í kaffiteríunni. Bók Braga verður seld á tilboðsverði. kvikmyndir Sex Drive Leikstjórn: Sean anders Aðalhlutverk: James Marsden, Josh Zuckerman, amanda Crew, Katrina Bowden Vond Sex drive byrjar sæmilega en er vond þegar upp er staðið. Leið svolítið einS og roKKStjörnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.