Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 35
SKILNAÐIR ÍSLENSKRA STJARNA FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 35Helgarblað Magni Ásgeirsson og eyrún Haraldsdóttir Þau voru óskapar þjóðarinnar. Magni komst inn í raunveruleikakeppina rockstar: Supernova. Eyrún kvaddi Magna er hann hélt til Los angeles. Þjóðin fylgdist með tárin í augunum með því er forsvarsmenn þáttarinns buðu Eyrúnu og syni þeirra hjóna í heimsókn í rokksetrið. Snemma á síðasta ári gáfu Magni og Eyrún út fréttatilkynningu þar sem þau lýstu því yfir að hafa slitið samvistum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskt par gefur út þess háttar tilkynningu. Parið var ekki lengi í sundur. Eyrún og Magni virðast vera byrjuð að stingja saman nefjum aftur, en síðast sást til þeirra saman í brúðkaupi Birgittu Haukdal söngkonu. Ágústa JoHnson og Hrafn friðbJörnsson Líkamsræktarparið Ágústa og Hrafn var mikið í fréttunum á tíunda áratugnum, enda stóðu þau saman í rekstri líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar og voru áberandi út á við. Upp úr sambandi þeirra flosnaði fyrir þó nokkrum árum og flutti Hrafn í kjölfarið til Flórída og hóf mastersnám í sálfræði. Ágústa tók hins vegar saman við guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og á með honum tvö börn. Ágústa og Hrafn eiga sömuleiðis tvö börn. Þorsteinn MÁr baldvinsson og Helga steinunn guðMundsdóttir Þorsteinn Már og Helga Steinunn eru ekki beint frægasta fólk á Íslandi, og margir hvá líklega þegar þeir heyra þessi nöfn, en skilnaður þeirra fær að vera með vegna þess að hann er líklega dýrasti hjónaskilnað- ur Íslandssögunnar. að minnsta kosti hélt Séð og heyrt því fram þegar blaðið sagði frá skilnaðinum á síðasta ári. Þorsteinn Már er forstjóri langstærsta útgerðarfélags á landinu, Samherja á akureyri, og hefur efnast vel frá því hann keypti félagið ásamt tveimur frændum sínum árið 1983. Þorsteinn var líka stjórnar- formaður glitnis í nokkra mánuði, eða þar til bankinn var þjóðnýttur á dögunum. svava JoHansen og bolli Kristinsson Svava Johansen og Bolli Kristinsson í Sautján voru saman í tuttugu og fjögur ár en sambandið hófst þegar Bolli réð Svövu í vinnu í Sautján. Þrettán ára aldursmunurinn stoppaði ekki þetta kraftmikla par sem rak saman sextán verslanir. Árið 2005 skildu Svava og Bolli og kom skilnaður þeirra mörgum á óvart enda flott par þarna á ferðinni. Stuttu seinna keypti Svava hlut Bolla í tískuveldinu NTC og rekur það enn í dag af miklum krafti. Saman eiga Bolli og Svava einn son. Í dag er Svava með fyrirsætunni Birni Sveinbjörnssyni og saman reka þau NTC. Bolli er með leikkonunni Ingu Maríu Valdimarsdóttir. JóHannes Jónsson í bónus og Jónína benediKtsdóttir Jóhannes og Jónína kynntust á ofanverðum tíunda áratugnum skömmu eftir að Jónína opnaði Planet Pulse-heilsulindina á Hótel Esju sem svo hét (nú Hilton-Nordica). Jóhannes var tíður gestur þar og ástir tókust með turtildúfunum. Seint á árinu 2001 fór að fjara undan sambandi þeirra en í nærmynd um Jónínu í dV fyrir nokkrum árum er haft eftir ónefndum heimildarmanni að sambandið hafi tekið nokkurn tíma að renna sitt skeið á enda. Jónína ku hafa tekið sambandsslit- unum illa og telja sumir að upphaf Baugsmálsins megi rekja til þeirrar óánægju detox-drottningarinnar. JaKob fríMann Magnússon og ragnHildur gísladóttir Jakob Frímann og ragnhildur gísladóttir byrjuðu að slá sér upp snemma á níunda áratugnum meðan ragnhildur gísladóttir var enn í stúlknasveitinni grýlunum en Jakob í Stuðmönnum. Saman léku þau í myndinni Með allt á hreinu árið 1982 og Hvítum mávum árið 1985. Skömmu seinna gekk ragnhild- ur til liðs við Stuðmenn sem var og er ein ástsælasta hljómsveit þjóðarinnar. Árið 1987 eignuðust ragnhildur og Jakob dótturina Bryndísi sem í dag er einkar vinsæl tónlistarkona. Jakob og ragnhildur giftu sig eftir nokkurra ára samband en skildu árið 2000. Í viðtali eftir skilnaðinn sagði ragnhildur að þetta hefði verið hinn fullkomni skilnaður og þau væru enn góðir vinir. friðriK WeissHappel og andrea róberts andrea róberts og Friðrik Weisshappel voru eitt heitasta par Íslands á tíunda áratugnum. Þau voru áberandi í skemmtanalífinu og voru sérstaklega þekkt fyrir glæsilegan fatastíl enda andrea fyrirsæta og Friðrik eigandi tískuverslunarinnar Frikki og dýrið. andrea var auk þess tíður gestur í sjónvörpum landsmanna í þáttum eins og Sjáðu og Íslandi í dag en sjónvarpsferil sinn hóf hún sem stigavörður í SPK. Í kringum aldamótin 2000 slitnaði upp úr sambandinu og hélt þetta glæsilega par hvort í sína áttina, andrea í nám og Frikki í víking til danmerkur þar sem hann gerir það gott í dag sem kaffihúsaeigandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.