Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 25
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 25Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Dansaðu við mig í Iðnó dansaðu við mig er frumsýnt í Iðnó í kvöld en þar er rifist, hlegið, daðrað, drukkið, öskrað, strippað, málað, elskast, saknað og leitað. Það er dansað á helstu málefnum tilverunnar. Verkið fjallar um það þegar maður hittir konu / kona hittir mann og um vondar tímasetningar og fullkomin augnablik. n Bubbi í Reykjanesbæ Bubbi Morthens ætlar að halda hausttón- leika á nokkrum stöðum á landinu og byrjar hann í duus Húsi í reykjanesbæ í kvöld. Á efnisskránni er blanda af gömlu og nýju efni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og húsið er opnað klukkan 20. n Dj Casanova á Tunglinu dJ Casanova skemmtir dansþyrstum Íslendingum á Tunglinu í kvöld. Skífu- þeytarinn stillir sér upp við plöturnar á miðnætti og spilar eðaldansmúsík fram á rauðanótt. aðgangseyrir er þúsund krónur við dyr. n Dj Áki Pain og Rikki G á sólon Það eru félagarnir Áki Pain og rikki g sem skipta sér milli hæða á Sólon í kvöld. Stemningin verður í algjöru hámarki og má reikna með dansstuði fram á morgun að venju á Sólon. n 32c Crew á Prikinu 32c Crew verður með tónleika og partí frá klukkan níu í kvöld á Prikinu. Ekki nóg með að hægt sé að dansa við flotta hipp hopp tóna heldur verða fríar veigar í boði hússins. Þegar 32c hefur lokið sér af tekur danni deluxx við og klárar kvöldið. laugardagur n Útgáfutónleikar Nýdanskrar Sveitin var að gefa út nýja breiðskífu. daníel Ágúst og Björn Jörundur hafa aldrei verið jafn ferskir og nú. Húsið er opnað klukkan 21.30. allir þeir sem kaupa nýja diskinn fá boðsmiða á útgáfutónleikana. aldurstakmark er 20 ára. n Dj Kári á Kaffibarnum dj Kári eða Evander Holyfield plötusnúð- anna er ekki hættur að spila á Kaffibarnum þrátt fyrir leiðinlegt atvik á barnum fyrir nokkrum árum. Kári kann að halda uppi góðri stemningu langt fram eftir nóttu. Fjörið hefst á miðnætti. n Últra Mega á Prikinu Hin ofurhressa hljómsveit Últra Mega Teknóbandið Stefán heldur mega tónleika á Prikinu í kvöld. Stuðið hefst klukkan 22. Á miðætti tekur síðan dj anna Brá við og hjálpar fólki að hrista rassinn langt fram eftir nóttu. n Dj Stef á Hverfisbarnum Hann dj Stef er aðalgaurinn á Hvebban- um. Hann veit hvað fólk vill heyra og gerir þetta vel. dj gunni Stef veldur engum vonbrigðum. Fjörið byrjar á miðnætti. n Sometime á Q-Bar Hljómsveitin Sometime heldur styrktar- tónleika fyrir sjálfa sig á skemmtistaðnum Q-Bar í kvöld. Plötusnúðurinn danni deluxxx verður sveitinni til halds og traust. Það kostar eitt þúsund krónur inn og hefst ballið klukkan 23. TuRNINuM Með NýD- aNSKRI gargandi snilld! m æ li r m eð ... THe aMazING TRuTH aBouT QueeN RaQuela Snotur mynd um strák með brjóst. ÓDÁðaHRauNI efTIR STefÁN MÁNa Stefán Máni heldur sig við harðsvíraða glæpamenn og heldur stefnunni sem hann tók með Skipinu. HaRT í BaK Klassískt verk, kannski ekki fyrir útlendinga, en fyrir okkur. Mörg frábær tilþrif, en annað þó fálmkennt. m æ li r eK Ki m eð ... MÚSaGIlDR- uNNI HjÁ leIKfélaGI aKuReyRaR Skref aftur á bak hjá La. HaMleT 2 Nafn myndar- innar boðar gott en myndin sjálf er vonbrigði. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast af de Blob. Hvort þetta væri barnaleikur eða hvað. Maður er samt fljótur að komast að því að svo er ekki. Ekki beint í það minnsta. Ungir sem aldnir geta skemmt sér konunglega yfir litadýrð og einfald- leika de Blob. Leikurinn fjallar um undarleg- an ævintýraheim þar sem litadýrð er allsráðandi. Síðan kemur hið illa stórfyrirtæki INKT og hneppir íbú- ana í ánauð. Ekki nóg með það held- ur svipta þeir heiminn öllum litum. Þannig að veröldin sem var áður lit- rík og falleg er nú orðin grá og litlaus steinsteypa. Saga de Blob er sögð í gegnum skemmtileg myndbrot sem koma inn á milli. Sagan er einföld og ævin- týraleg og er fljót að ná manni. Lista- maðurinn og fagurkerinn í manni er ekki lengi að upplifa óréttlætið sem INKT hefur upp á að bjóða. Þá bregður maður sér í hlutverk de Blob og markmiðið er einfalt. Að leiða andspyrnuhreyfinguna í því að lita heiminn á ný og sigrast á hinum illu INKT. Sú einfalda aðgerð að fá að lita heiminn í öllum regnbogans litum er ótrúlega gefandi og litadýrðin gleður augað fljótt. Tónlistin í leikn- um er skemmtileg sem eykur enn á stemninguna. Spilunin er einföld og útlit leiksins og hljóð er alveg frá- bært. Einfaldleikinn er það sem ger- ir de Blob skemmtilegan en dregur úr honum um leið. Áskoranirnar mættu vera fjölbreyttari og endur- tekningin verður fullmikil. Engu að síður leikur sem kom skemmtilega á óvart og er flott til- breyting. Ásgeir Jónsson Tónaflóð og litagleði tölvuleikir de BloB Nintendo Wii Ævintýraleikur hvernig það væri að vera í þorpi þar sem öll dýrin myndu breytast í steina og hvað gæti mögulega orsakað það.“ einn strákur fékk martröð Að sögn Gunnars er sagan um Steindýrin svolítið hryllileg á köflum. Kannski ekki furða þegar haft er í huga að Gunnar hefur skrifað hjá sér og unnið mismikið með hinar ýmsu hug- myndir að hryllingssögum. Eina slíka sögu sendi hann reyndar í Gaddakylf- una, glæpasagnakeppni tímaritsins Mannlífs og Hins íslenska glæpafé- lags, fyrir þremur árum og vann. Gunnar viðurkennir að hafa ver- ið smeykur um að krakkarnir yrðu hræddir við að hlusta á söguna, og þjóðsögurnar líka, og myndu í fram- haldinu klaga í foreldra sína. „Ég var sérstaklega smeykur um það fyrst. Ég passaði mig því mikið til að byrja með í þjóðsagnalestrinum,“ lýsir Gunnar en áheyrendafjöldinn jókst jafnt og þétt og var þegar mest var um fjörutíu talsins. „En bara einu sinni kom ein mamman til mín og sagði að strák- urinn sinn hefði fengið martröð eftir að hafa hlustað á þjóðsögu þar sem kom fyrir sæskrímsli. Ég fór strax í smá kerfi og fór að biðjast afsökunar, en konan sagði bara „Nei, nei, allt í lagi, ég las þessar sögur þegar ég var lítil og þetta er bara eðlilegt.“ Svo passaði ég mig eiginlega of mikið þegar ég fór að skrifa Steindýrin, enda sögðu þau í dómnefndinni við mig að ég mætti auka og ýkja dramatíkina á stöku stað. Þannig að ég gerði það, lét krakkana til dæmis særast örlítið meira í leið- angri sínum og lenda í aðeins meiri lífsháska.“ jesús og rokkstjarna Gunnar minnti einna helst á Jesúm að leyfa börnunum að koma til sín í samnefndri frásögn Biblí- unnar við verðlaunaafhendinguna í Hlíðaskóla á þriðjudaginn. Skeggjað- ur, síðhærður með ljúflingssvip og krakkarnir hópuðust að „sínum“ manni. „Mér leið líka svolítið eins og rokkstjörnu. Þetta var rosalegt. Þetta voru allt krakkarnir sem voru hjá mér í sögustund þegar ég skrifaði bók- ina og ég hef ekki séð þau öll saman síðan þá, rekst kannski á eitt og eitt þeirra á göngunum.“ Eins og áður sagði heitir aðal- persónan Gunnar líkt og höfundur- inn. Strákurinn Gunnar er jafnframt sögumaður og segir Gunnar Theodór ákvörðunina um nafnið vera krökk- unum að þakka. „Upphaflega hét söguhetjan Björn. Krökkunum fannst hins vegar skrítið að ég segði söguna í fyrstu persónu, segði alltaf „ég“ þetta, „ég“ hitt, en svo héti persónan Björn. Krakkarnir fengu mig því til að breyta nafninu í Gunnar. Ég spurði svo þau hjá Forlaginu hvort það væri ekki skrítið að aðalpersónan héti sama nafni og höfundurinn en þau sögðu að það væri allt í lagi.“ Gunnar hafði setið á handritinu í tæpt ár áður en hann skilaði því inn í keppnina. Þá var hann búinn að breyta hinu og þessu frá því hann las söguna fyrir krakkana, til að mynda staðháttum. „Í útgáfunni sem ég sagði krökkunum var risastór skógur í kringum þorpið, enda var það þannig í Neuenkirchen. Svo fékk ég ábend- ingu um að ef sagan ætti að gerast á Ís- landi væri það eiginlega ekki hægt. Ég bjó því til helli og færði skóginn ofan í jörðina.“ Gat ekki staðið í fæturna Þegar meðlimir dómnefndarinn- ar hringdu í Gunnar í sumarbyrjun, að tilkynna honum að þeim litist best á hans sögu, voru þau stödd á bóka- safninu í Hlíðaskóla. Fulltrúar krakka í dómnefndinni í ár komu nefnilega úr skólanum en það er breytilegt ár frá ári. Gunnar var sjálfur staddur í Hlíða- skjóli í kjallara skólans að gefa sex ára krökkum að borða. „Ég hefði átt að hlaupa upp og heilsa þeim en ég var bara svo rugl- aður eftir þetta símtal. Ég fór svo upp eftir tíu mínútur en þá voru þau farin. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að setjast niður eftir að hafa fengið einhver tíðindi. Ég bara gat ekki stað- ið í fæturna,“ segir Gunnar og hlær svo skeggið og dreddarnir í hári hans hristast. Hann bætir við að svolít- ið fyndið sé hvernig svona margt við keppnina tengist Hlíðaskóla. Auk þess sem hér er lýst stendur svo fjölskylda barnabókahöfundarins vinsæla Ár- manns Kr. Einarssonar að Íslensku barnabókaverðlaununum, ásamt Forlaginu og fleirum, en Ármann var lengi kennari við skólann. Gunnar bjó jafnframt fyrstu átta æviárin við hliðina á Hlíðaskóla, án þess þó að ganga í hann. „Meirihluti móðurfjölskyldu minnar var hins veg- ar í honum,“ segir Gunnar en aðspurð- ur kveðst hann ekki vita hvort Ármann Kr. hafi kennt mörgum forfeðra hans. Þess má geta að foreldrar Gunnars eru sagnfræðingurinn Eggert Þór Bern- harðsson og sagnfræðingurinn og rit- höfundurinn Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir sem hafa skrifað ófáar bækur og greinar. Kannski eins gott að blaða- maður komst ekki að þessu fyrr en eftir að hann hitti Gunnar að máli því höfundurinn ungi slapp þar af leið- andi við leiðindaspurningar á borð við hvort sú staðreynd – það er að hann sé sonur „þessa fólks“ – hafi eitthvað með að gera að hann hóf að skrifa. Spurninguna um hvort Gunnar eigi börn sleppur hann aftur á móti ekki við í ljósi tilefnis viðtalsins. „Nei, engin. Nema auðvitað börnin í Hlíða- skjóli á milli klukkan eitt og fimm á virkum dögum.“ Þorpi hefur Gunnar heldur aldrei búið í þótt það sé sögu- sviðið sem hann velur sögu sinni. í óvirkustu, virku hljómsveitinni Gunnar hóf doktorsnám í bók- menntafræði við Háskóla Íslands í haust. Hann kveðst þó ekki alveg kominn á fullt ennþá í því þar sem útgáfa Steindýranna sé búin að taka svolítið mikinn tíma undanfarnar vik- ur. Gunnar er einnig í þriggja manna hljómsveitinni Malneirophrenia þar sem hann spilar á píanó. „Þetta er óvirkasta, virka hljóm- sveit landsins. Hún var stofnuð fyrir átta árum en við höfum ekki ennþá gefið út plötu,“ segir Gunnar brosandi og horfir niður á borðplötuna á Kaffi Hljómalind þar sem viðtalið fer fram. Nafnið segir hann komið úr sálfræð- inni. „Þetta er hugtak sem lýsir ástand- inu sem maður er í þegar maður er ný- vaknaður eftir martröð og er ekki viss hvort maður sé vaknaður eða ennþá að dreyma; svona á milli svefns og vöku, en á sérstaklega við að líða illa og hafa verið með martröð.“ Hinir tveir hljómsveitarmeðlim- irnir spila á bassa og selló en söngur er ekki hluti af tónlistarsköpun félag- anna. „Þetta er hádramatísk tónlist,“ segir Gunnar. „Henni er oftast líkt við kvikmyndatónlist, nýklassík og metal. En við spilum allt of sjaldan. Stærstu tónleikarnir sem við höfum spilað á var á RIFF-kvikmyndahátíðinni í fyrra þar sem lifandi tónlist var spiluð undir sýningu hryllingsmynda. Annars spil- um við alltaf fyrir sama fólkið á sömu búllunum á hálfs árs fresti. Við verð- um eiginlega að drífa okkur að klára plötu svo fleiri geti heyrt í okkur.“ Tónlist við Hollywood-útgáfuna Hvað frekari skrif snertir segist Gunnar kannski vera byrjaður á nýrri bók. „Ég er ekki viss ennþá. Ég var byrjaður að semja nokkrar styttri sög- ur fyrir krakkana sem ég las í fyrra og voru á einn eða annan hátt draugasög- ur. Það getur vel verið að það sé hægt að stækka þær upp í hryllingssögu þannig að kannski kemur hryllings- bók eftir mig út á næsta ári.“ Aðspurð- ur hvort það sé ekki þungur kross að bera á hugsanlegum rithöfundaferli að fyrsta bók hafi verðlaunastimpil á sér frá fyrsta degi segist Gunnar ekki vera farinn að hugsa svo langt inn í framtíðina. En þar sem hann getur brugðið sér í alls kyns hlutverk, meðal annars hlutverk rithöfundar, fræðimanns, tónlistarmanns og starfsmanns frí- stundaheimilis – og er menntaður í kvikmyndafæðum – má kannski ætla að kvikmyndar hvers konar sé að vænta úr smiðju Gunnars í framtíð- inni. „Ja, ég hef aldrei verið nógu dug- legur í því. En ég fæ kannski vin minn eða frænda til að gera Hollywood-út- gáfuna af Steindýrunum. Svo geri ég músíkina við myndina og skrifa svo náttúrlega um hana eitthvað voðalega fræðilegt.“ kristjanh@dv.is Leið svolítið eins og roKKstjörnu Gunnar Theodór eggertsson Með bók sína og viðurkenningar- skjal við verðlaunaafhendinguna í vikunni. „Þetta var rosalegt. Þetta voru allt krakkarnir sem voru hjá mér í sögustund þegar ég skrifaði bókina og ég hef ekki séð þau öll saman síðan þá,“ segir gunnar. MyND KRISTINN MaGNÚSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.