Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 15
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 2008 15Helgarblað ur stofnað til og Landsbankinn hef- ur gengist í ábyrgð fyrir. Lyfjafyrirtæki til sölu? Flestar eignir Björgólfs Thors eru á breskum markaði. En hryggj- arstykkið í eignasafninu er Acta- vis sem er eitt stærsta lyfjafyrirtæki veraldar og hyggur á landvinninga í Asíu. Nú síðast bárust fregnir af því frá Financial Times að Björgólfur íhugi að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Þegar haft var samband við þá sem til þekkja innan fjármálaheimsins fengust þau svör að Björgólfur Thor myndi ekki selja hlut sinn ótilneydd- ur. Sé hluturinn falur sé Björgólfur kominn í veruleg vandræði. Björgólfur hefur hagnast á lyfja- og símafyrirtækjum í Austur-Evrópu en það var Deutsche Bank sem bauð honum upprunalega að fjárfesta í litlu lyfjafyrirtæki í Búlgaríu. Björg- ólfur haslaði sér völl og hagnað- ist gríðarlega í landinu. Samkvæmt heimildum á Björgólfur Thor nær allt undir Deutsche Bank . Einfari í viðskiptum „Það sem gæti komið Björgólfi illa er að hann er einfari í viðskipt- um,“ sagði einn viðmælenda við DV og átti þá við að Björgólfur sé verulega tregur til að leyfa öðrum að hagnast með sér. Hann spili ein- leiki í viðskiptum og myndi frekar traust við aðila í þeim löndum sem hann á viðskipti í. Hann passar vel upp á sitt og er grjótharður í við- skiptum að sögn kunnugra. Annar viðmælandi segir Björgólf ekki í leit að frægð eða peningum, „hann er rekinn áfram af metnaði til þess að gera það sem föður hans mistókst“. Björgólfur á fáa að sem hann treystir. Feðgarnir eru mjög samrýmdir að sögn heimildarmanna en vissu- lega slettist stundum upp á vinskapinn í viðskiptum. Aftur á móti hafi slíkt engin sjáanleg áhrif á persónu- legt samband þeirra. Magnús Þorsteins- son, fyrrverandi stjórn- arformaður Eimskips, er einnig náinn Björg- ólfi Thor. Þeir vinni enn saman og engu skipti að risalán XL- Leisure, sem Magnús stjórnaði, hafi fallið á Landsbankann. Lán- ið var upp á tuttugu og fimm millj- arða. Fyrir stuttu sagði talsmaður Björgólfs að lánið yrði ekki borgað af þeim feðgum. Þannig væri það bara. Leyndardómsfullur Thorsari Björgólfur Thor hefur ávallt hald- ið sér og fjölskyldu sinni fyrir utan kastljós fjölmiðlanna. Hann hefur nánast aldrei mætt í opinskátt við- tal og rætt um eignir sínar eða líf og af þeim sökum hvílir mikil leynd yfir högum hans. Þeir fjárfestar sem DV ræddi við segja það mjög erfitt verkefni að kortleggja eignir hans erlendis því aðeins hluti af fjárfestingum hans sé ræddur í fjölmiðlum. Heimildarmaður innan fjár- málageirans segir Novator vera fé- lag sem enginn komi til með að ná almennilega utan um án þess að komast í trúnaðarupplýsingar. Eign- ir Novators eru úti um allan heim og viðskiptafélagar Björgólfs eru þög- ulir sem gröfin. Novator er stund- um kallað „black box“ vegna allrar þeirrar leyndar sem ríkir um fjárfestingar félagsins. Töffari af guðs náð Björgólfur Thor er ann- álaður fyrir töffaraskap bæði í klæðnaði og fram- komu. Hann er smekkmað- ur þegar kemur að klæðn- aðinum en hann er oftast í fráhnepptri skyrtu og flott- um jakkafötum. Þó eru til undantekningar á þessum klæðaburði hans. Ef fund- urinn fjallar um alvarleg málefni, eins og fall Lands- bankans, hneppir hann skyrtunni upp í háls og setur upp bindi. Þegar kemur að leikföng- um á Björgólfur Thor það flottasta og dýrasta. Ófáar greinar í Séð og heyrt hafa fjallað um „dótakassa“ Björ- gólfs Thors en í honum eru meðal annars sérsmíðað mótorhjól og snekkja. Kristín Ólafsdótt- ir sagði í áðurnefndu viðtali við Nýtt Líf að áhugamál þeirra hjóna séu ferðalög og meiri ferðalög: „Okkur Bjögga finnst gaman að ferðast saman, til dæmis fara á skíði og sigla.“ Glamúrlíf í háloftunum Björgólfur Thor hefur ekki far- ið varhluta af glamúrnum sem fylg- ir því að vera ríkasti maður Íslands. Sumarið 2006 keypti Björgólfur Thor einkaþotu sem er talin hafa kostað í kringum einn milljarð króna. Þot- an er af gerðinni Bombardier Chall- enger 604 og er leðurklædd í hólf og gólf. Þota Björgólfs er í algjörum sér- flokki þegar kemur að einkaþot- um auð- manna. Björg- ólfur Thor er sá eini sem hefur lát- ið merkja einkaþot- una sína en hún er með einkennismerki Björgólfs sem er flott útfærsla af Þórshamrinum fræga úr goðafræð- inni. Merkið er líka lógó fyrirtækis Björgólfs Thors, Novators, en nafnið má útleggja sem hinn nýi Thor. Útlit einkaþotunnar og lógóið eru líka til marks um það hve Björgólfi er um- hugað um að halda á lofti uppruna sínum sem kyndilbera veldis Thors- aranna í samtímanum. Afmæli aldarinnar Björgólfur Thor hélt upp á fer- tugsafmæli sitt eins og sönn- um milljarðamæringi sæmir. Hann sérpantaði farþegaflug- vél fyrir gesti sína en vélin var öll innréttuð eins og lúxus- farrými í einkaþotu. Gestirnir voru 130 tals- ins en þeir vissu ekkert hvert ferðinni væri heitið þegar þeir mættu út á Keflavíkurflugvöll. Það eina sem fylgdi boðinu var að fólki var bent á að hafa léttan klæðnað og strandfatnað meðferð- is. Flugstjórinn tók stefnuna á Jam- aíka þar sem afmælið var haldið í gríðarstórum kastala sem ber nafn- ið Trident. Skemmtikraftarnir í afmælinu voru ekkert slor. Aðalnúmerið var bandaríski rapparinn 50 Cent sem, eins og Björgólfur Thor, byrjaði á botninum en vann sig síðan upp og er nú einn af tekjuhæstu tónlistar- mönnum í heimi. 50 Cent til halds og traust var meðal annars son- ur Bobs Marley, Ziggy Marley, og bandaríski tónlistarmaðurinn Jam- iroquai. „Maður var bara í sæluvímu frá því að maður fór í loftið og þang- að til maður kom til baka,“ sagði einn gestanna við blaðamann Séð og heyrt skömmu eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Skuldafangelsi Íslendinga Björgólfur Thor horfir fram á erfiða tíma í viðskiptalífinu á sama tíma og kona hans til margra ára, Kristín Ólafsdóttir, ber annað barn þeirra undir belti. Maðurinn sem sór að hefna þegar hann sá föð- ur sinn niðurlægðan og gerðan landflótta, hefur líklega náð fram hefndum en herferðin hefur reynst dýrkeypt. Virðing hans hefur vaxið og nafn Thorsaranna er orðið heimsþekkt. En nú eru varhugaverðir tímar. Nafn þeirra gæti líka orðið alræmt með hruni Landsbankans. Hart er tek- ist á í hinum pólitíska heimi vegna innlánsreikninga Icesave. Þeir hafa orðið að milliríkjadeilu sem náði há- marki þegar ákvæðum um hryðju- verkalög var beitt gegn Landsbank- anum á breskri grundu. Breska ríkið hefur boðist til þess að lána því ís- lenska tæplega sex hundruð milljón- ir króna til þess að standa straum af láninu. Björgólfur og faðir hans liggja undir þungu ámæli landa sinna fyr- ir að axla ekki ábyrgð á mistökunum í Bretlandi. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra skoraði á þá feðga í DV í gær að axla siðferðilega ábyrgð og að skilja ekki eftir sig sviðna jörð. Þessu hafa feðgarnir enn ekki svarað og á þeim standa öll spjót. Skattborgarar óttast að hátt flug feðganna muni verða skuldafang- elsi þjóðarinnar. Kynntust á Borginni Eiginkona Björgólfs er Kristín Ólafsdóttir. Þau kynntust á Borginni þar sem Björgólfur var skemmtanastjóri, en þá var hún 18 ára og hann 23 ára. Heimildarmaður innan fjármálageirans segir Novator félag sem eng- inn kemur til með að ná almennilega utan um án þess að komast í trúnað- arupplýsingar. Vinur Rússlands Björgólfur efnaðist á bjórverk- smiðju í rússlandi. Hér stígur hann út úr einkaþotu sinni ásamt Mikhail gorbatsjov, fyrrverandi sovétleiðtoga, sem hélt fyrirlestur í reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.