Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 14
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200814 Helgarblað Magnúsi Þorsteinssyni, til Rúss- lands. Þeir hugðust freista gæfunn- ar í ríki sem var í lamasessi eftir að Sovétríkin féllu. Við fallið sköpuðust fjölmörg tækifæri sem feðgarnir létu svo sannarlega ekki framhjá sér fara. Björgólfur eldri á að hafa haft sam- band við ræðismann Íslands í Rúss- landi á þeim tíma, Ingimar Hauk Ingimarsson, og rætt við hann um að stofna átöppunarverksmiðju þar í landi. Úr varð að þeir hófu rekstur á Balcan Bottling Company. Miklar deilur spruttu upp á meðal hluthafa í fyrirtækinu. Aðallega vegna þess að átöppunarbúnaður sem feðgarn- ir lofuðu barst seint og þegar hann kom reyndist hann ónothæfur. Í kjölfarið sökuðu hluthafar þá feðga um að reyna sölsa undir sig fyrir- tækið og vefengdu eignarhaldið. Eftir þrjú ár fyrir rétti lauk málinu með þeirri niðurstöðu að Ingimar hefði verið óheimilt að selja félög- unum fyrirtækið. Kokkteill í áldósum Frumraun feðganna var mis- heppnuð en þeir gáfust ekki upp. Þeir stofnuðu brugghúsið Bravo og þá fyrst fór boltinn að rúlla. Brugg- hús Björgólfs framleiddi til að byrja með áfenga gosdrykkinn Alcop- ops, sem var kokkteill seld- ur í áldósum. Drykkurinn mæltist vel fyrir en árið 1998 græddu þeir tuttugu millj- ónir á drykknum. Björgólf- ur Thor varð stórhuga. Fyr- irtækið bruggaði bjórinn Botchkarov en markhópur- inn var rússneska millistétt- in. Björgólfur Thor réðst þá í heljarinnar markaðsherferð þar sem fyrirtækið bauð tíu þúsund gestum í miðborg Pétursborgar í risateiti. Því fylgdi öflug auglýsingaher- ferð og viðbrögðin létu ekki á sér standa; bjórinn sló í gegn. Loksins var allt farið að ganga Björgólfi Thor í hag. Að auki fóru risafjárfestar að veita honum at- hygli, þar á meðal Deutsche Bank, einn stærsti banki Evrópu. Mafían og Pétursborg En það voru ekki allir sammála því hvernig feðgarnir högnuðust í Rússlandi. Blaðamaðurinn Ian Griff- iths skrifaði umdeilda grein í blaðið The Guardian þar sem hann skrifaði að útrás feðganna væri byggð á rúss- neskum mafíupeningum. Ástæð- an var einföld að Ians mati, það var undarlegt hvernig brugghús þeirra feðga komust á toppinn. Í grein- inni var ritað að tveir aðrir forstjórar brugghúsa í Pétursborg, sem voru í samkeppni við Björgólf Thor, hafi ekki verið jafnheppnir og þeir feðg- ar. Einn þeirra fannst látinn í eld- húsinu heima hjá sér. Hann hafði verið skotinn. Annar forstjóri var skotinn margsinnis fyrir utan Merc- edes-bifreið sína. Að lokum brann þriðja brugghúsið til kaldra kola og grunur lék á um íkveikju. Í greininni segir að rússneska mafían hafi haft mikinn áhuga á brugghúsunum. Að auki var Pétursborg álitin mafíuborg, þar gerðist ekk- ert án vitundar og vilja rúss- nesku mafíunnar. Snúið úr útlegð Eftir óhöpp forstjóra samkeppnisaðilanna var Bravo skyndi- lega orðin leið- andi í blóðugum bruggheimum Rússlands. Á þremur árum var Bravo sú bruggverksmiðja sem var í örustum vexti í landinu. Gríðarlegur vöxtur veksmiðjunnar og gott gengi vakti athygli bjórrisans Heinekens. Árið 2002 gerði alþjóðlega bjórfyrirtæk- ið tilboð í brugghús Björgólfsfeðg- anna. Tilboðið hljómaði upp á fjög- ur hundruð milljónir dollara. Á því gengi sem var þá reyndust þetta vera þrjátíu og fimm milljarðar króna. Sjálfur hagnaðist Björgólfur um hundrað og tíu milljónir doll- ara. Heineken sagði við það tæki- færi að ein af ástæðunum fyrir því að Heineken vildi kaupa fyrirtæk- ið væri vegna þess að það væri ekki tengt mafíunni í Rússlandi. Feðgarnir tóku tilboðinu. Nú var kominn tími til þess að snúa úr sjálf- skipaðri útlegð frá Íslandi. Þeir áttu harma að hefna. Hefndin kortlögð Feðgarnir komu eins og storm- sveipur til Íslands og keyptu Lands- bankann á tólf milljarða króna. Þeg- ar bankinn var einkavæddur átti Samson-hópur feðganna næsthæsta tilboðið í bankann. Engu að síður fengu þeir bankann. Þeir náðu 45 prósenta eignarhaldi í honum og fyrsti hornsteinninn að hefnd- inni var lagður. Menn lyftu augabrúnum, Haf- skipsmálið var enn í fersku minni. Meðferðin sem Björgólfur eldri fékk var greypt í huga sonar hans. Svo virðist sem allar hans gjörðir hafi mótast af þeirri hörmulegu lífs- reynslu að sjá föður sinn hlekkjað- an, niðurlægðan og lokum dæmdan. Sjálfur hefur Björgólfur margsinnis sagt að hann sé ekki drifinn af pen- ingahyggju, heldur þrá eftir virð- ingu. Kolkrabbinn upprættur Björgólfur Thor hófst handa. Fyrirtækið Pharmaco, sem var eign þeirra feðga, var sameinað lyfjafyr- irtækinu Delta og að lokum nefnt Actavis. Björgólfur, ásamt viðskipta- félögum sínum, fór að kaupa hluti í Eimskip, félaginu sem knésetti föð- ur hans; holdgerving kolkrabba Sjálfstæðisflokksins. Þeir greiddu talsverðar fjárhæðir fyrir níu pró- senta hlutafé í Eimskip. Á sama tíma keypti Landsbankinn önnur nítján prósent í félaginu. Enginn í valda- klíku Sjálfstæðisflokksins gerði sér grein fyrir áætlunum feðganna. Skyndilega, sex mánuðum síð- ar, kom í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn hafði misst tökin á félaginu, fjöreggi flokksins í áratugi, í hendur feðganna. Björgólfur Thor var orð- inn stjórnarformaður stærsta skipa- félags Íslands. Í kjölfarið breyttu feðgarnir Eimskip í fjárfestingafé- lag. Hefndin var sæt og feðgarnir náðu henni fram með sínum leið- um. Í dag riðar Eimskip til falls vegna risa- skulda sem félagið hef- „Hann var fullur af orku og húmor og vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi.“ Afmæli aldarinnar Vinir og ættingjar Björgólfs mæta í Leifsstöð, alls óafvitandi um að þeir væru á leiðinni til Jamaíka í afmæli aldarinnar þar sem rapparinn heimsfrægi 50 Cent hélt uppi fjörinu. Glæsilíf í háloftunum Björgólfur á einkaþotu sem metin er á milljarð króna og ber skjaldar- merki hans. Merkið er nýstárleg útgáfa af Þórshamrinum úr norrænu goðafræðinni. Björgólfur Thor horfir fram á erfiða tíma í viðskiptalíf- inu á meðan kona hans til margra ára, Kristín Ólafsdótt- ir, ber annað barn þeirra undir belti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.