Tölvumál - 01.06.2006, Page 17

Tölvumál - 01.06.2006, Page 17
1 6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 7 Nýjar virðiskúrvur fyrir tónlistariðnaðinn drifinn áfram af framþróun í nettækni 100 80 60 40 20 0 Umbúðir Verð Geymslupláss Óumbeðin lög Hljómgæði Sveigjanleiki Hefðbundnir geisladiskar Kaup á tónlist á netinu Frítt niðurhal á netinu Warner og Disney hefja sölu á kvikmyndum á Netinu Spurður um framtíð kvikmyndaiðnaðarins segir Hallgrímur að stafræn kvikmyndahús séu loks að verða að veruleika með auknum myndgæðum en að kvikmyndahúsaaðsókn muni væntanlega standa í stað. ,,Þó hefur aðsókn kvikmyndahúsa farið minnkandi frá árinu 2002 en þá hafði aðsókn farið hækkandi nánast sleitulaust frá árinu 1996. Það má þó benda á að margvíslegir þættir geta haft áhrif á þetta (m.a. aukin heimabíótækni, úrval mynda og ólögleg dreifing á myndum). Hvað DVD sölu varðar þá tel ég að hún muni aukast samhliða aukningu á sölu mynda í gegnum Netið. Þannig hafa Warner og Disney lýst því yfir að þeir ætli að hefja sölu á kvikmyndum á Netinu á Norðurlöndum síðar á þessu ári. Universal er að hefja sölu á myndum í Bretlandi í gegnum Netið þar sem þú færð eintak í tölvuna þína og færð síðan ,,physical” eintak af myndinni sent heim til þín. Hins vegar mun DVD leiga dragast saman til lengri tíma að mínu mati. Þó að útleiga kunni að taka tímabundinn kipp þar sem myndir í háskerpugæðum eru væntanlegar á markaðinn. Svo má ekki gleyma sjónvarpinu þar sem þú verður meira þinn eigin dagskrárstjóri. Við erum byrjuð að sjá þá þróun hér með stafrænu sjónvarpi, t.d. Skjárinn með Video on Demand, Visir.is og Rúv.is með því fréttaefni sem þú vilt sjá þegar þér hentar og Stöð 2 með digital STB með PVR þar sem þú getur tekið dagskrána upp á harðan disk og horft þegar þú vilt.” Hallgrímur Kristinsson Hvað segja sérfræðingarnir í afþreyingunni?

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.