Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 14
einn gat fundið eitthvað jákvætt við veikindi sfn; hann sagði að vegna veikinda sinna hefði hann kynnst mörgu góðu fólki sem hefði hjálpað honum. Enginn þátttakenda hafði því upplifað umbreytingu samkvæmt lýsingu Newman. Þátttakendur gerðu sér grein fyrir einangrun sinni og innilokun en gátu takmarkað aðhafst. Líf flestra þeirra snérist að meira eða minna leyti um það að anda og þeir höfðu ekki bolmagn til að prófa nýjar lausnir á flóknum og erfiðum vandamálum. Þeir voru uppteknir við að glfma við þær hömlur sem sjúkdómurinn setti lífi þeirra og náðu ekki út fyrir þær til að styrkja aðrar hliðar á tilveru sinni. I kenningu sinni leggur Newman áherslu á að streituvaldandi atburðir geti leitt til umbreytingar; til þess að fólk öðlist aukið innsæi í eigið líf og átti sig á lífsmunstri sínu. Allir þátttakendur höfðu veikst alvarlega af sjúkdómnum og flestir oft. Engin vísbending var um að slík veikindi hefðu orðið þeim sérstakur tími umbreytingar hliðstætt lýsingu Newman. UMRÆÐA í stuttu máli má segja að niðurstöðurnar lýsi mikilli vanlíðan þátttakenda. Líf þeirra einkenndist af einangrun og innilokun þó í mis miklum mæli væri. Þátttakendur voru ósáttir við sjúkdóm sinn og ástand og létu í ljós von um betri tíma. Þeir einangruðu sig frá áreitum í umhverfinu sem þeir höfðu ekki bolmagn til að takast á við. Flestir áttu við alvarleg öndunarvandamál að stn'ða og líf þeirra snerist að meira eða minna leyti um það að anda. Flestir voru ósáttir við samskipti sín við aðra, fannst þeir ekki njóta skilnings og voru jafnframt ófærir um að láta í ljósi þarfir sínar og langanir. Þegar niður- stöðurnar em bornar saman við kenningu Newman kemur í Ijós að á þessari stundu í lífi þátttakenda höfðu þeir ekki upplifað stig umbreytingar sem Newman lýsir að því marki að þeir efldust og yxu með sjúkdómi sfnum. Þeir höfðu að ákveðnu marki áttað sig á lífsmunstri sínu því þeir gerðu sér grein fyrir að þeir voru innilokaðir í eigin heimi og einangraðir frá öðrum. Flins vegar höfðu þeir ekki bolmagn til að vinna sig út úr þessum ejíiðleikum og gerðu sér grein fyrir því. Markmið þátttakenda var í raun að viðhalda óbreyttu ástandi. Skýringar þessa fyrirbæris má að hluta til leita í eðli sjúkdómsins. Ondun er ein af grundvallarþörfum manna. Ef hún fer úr skorðum verður viðkomandi einstaklingur áþreifanlega var við það liverja einustu mínútu. Fólki með COPD hefur verið lýst þannig að það sé í tilfinningalegri spennitreyju (Dudley o.fl.,1973) sem leiðir til notkunar varnarhátta eins og afneitun og bælingu og einangrunar. Það er einnig sagt bera andlits- grímu (Callahan, 1982). Þessar lýsingar falla vel að niðurstöð- um þessarar rannsóknar og tekur höfundur undir orð Dudley og samstarfsfélaga um að notkun varnarháttanna sé vellíðan þeina mikilvæg, og stundum hrein lífsnauðsyn. Fólk, sem býr við ofangreint ástand, er stöðugt undir gífurlegu álagi og hefur ekki umframorku til að prófa sig áfram f því sem Newman nefnir að víkka út sjálfsvitund sína. Þátttakendur voru ekki opnir gagnvart reynslu sinni. Þeir áttu erfitt með að tala um sig sjálfa og hvernig þeim leið. Almennt virtust þeir ekki velta fyrir sér málum og ræða ólík sjónarhorn að því marki að af því væri dreginn lærdómur hvað eigin þarfir og tilfinningar varðar. Þó greindu sumir mikilvægi þess að bæta líkamlegt ástand sitt með líkamsæfingum og einum tókst að létta sig verulega á meðan á rannsókninni stóð. Þó svo að þátttakendur hafi ekki upplifað tíma umbreytingar samkvæmt kenningu Newman eru niðurstöður rannsóknarinnar ekki í andstöðu við kenninguna. Kenningin segir að heilbrigði endurspeglist í samskiptum einstaklingsins við umhverfi sitt sem þróist þannig að gæði þeirra vaxi og þau verði stöðugt flóknari og fjölbreyttari. Samskipti þátttakenda þessarar rannsóknar við umhverfi sitt urðu sífellt flóknari vegna nýrra aðferða sem þeir þurftu stöðugt að tileinka sér til að halda önduninni í jafnvægi og fellur frásögn þeirra því að kenningu Newman. Erfiðleikum við að lifa við langvinnan sjúkdóm áþekkum þeim sem þessi rannsókn greinir frá hefur verið lýst hjá ýmsum sjúklingahópum. Flins vegar skýra rannsóknir einnig frá því að þátttakendur þeirra hafa vaxið við mótlæti, náð að víkka vitund sína um sjálfa sig og komist f nánari tengsl við umhverfi sitt. Sem dæmi má nefna rannsóknir á konum með brjóstakrabba- mein (Moch, 1990), karlmönnum með HIV/AIDS (Lamendola og Newman, 1994) og dauðvona sjúklingum (Reed, 1986). Meðal þessara rannsókna er einnig rannsókn höfundar (Helga Jónsdóttir, 1988) á fimm bandarískum einstaklingum með COPD. í þeirri rannsókn var lýst lffsmunstri hliðstæðu því sem fram kemur í þessari rannsókn lýst. Einn þátttakenda skar sig hins vegar úr hópunum þar sem hann hafði sum einkenni sameiginleg hópnum en ólíkt hópnum þá hafði honum tekist að losa sig undan viðjum sjúkdómsins og ræktaði trú sína og samband við aðra af alúð. Niðurstöður Leidy og Haase (1996) á þáttum tengdum starfrænni færni má einnig túlka sem vísbend- ingu um að þeir þátttakendur hafi náð þrepi umbreytingar samkvæmt Newman. í rannsókninni kom fram að það sem mestu máli skipti fyrir þátttakendur voru athafnir, sem tengdust því að vera með öðrum, og athafnir ætlaðar öðrum til góðs. Niðurstöður þessar rannsóknar gefa vísbendingu um að hjúkrunarfræðingar þurfi að leggja enn frekari áherslu á að hjálpa fólki að takast á við dagleg vandamál sem upp koma í tengslum við veikindi þess og einskorða sig ekki við verklegar úrlausnir á líkamlegum vandamálum vegna sjúkdómsins. Vinna þarf á forsendum sjúklinganna sjálfra, út frá þeirra eigin raunveruleika sem í flestum tilvikum er gerólíkur raunveru- leika hjúkrunarfræðingsins. Einnig þarf að leggja mun meiri áherslu á fjölskyldu sjúklingsins. Rannsóknir á þörfum hennar eru enn takmarkaðar en ljóst er að búast má við ýmsum vandamálum hjá henni (Cosette og Lévesque, 1993; Sexton og Munro, 1985). Newman, eins og fleiri kennimenn í hjúkrun, leggur áherslu á að hætta að líta á viðfangsefni í hjúkrun sem neikvæð í eðli sínu. í stað þess beri að leggja áherslu á veikindi og önnur áföll sem þroskaverkefni, sem tímamót og tækifæri til aukins skilnings á sjálfum sér og eigin lífi. Öll reynsla sé mikilvæg þó hún sé öðru vísi en viðkomandi hafði óskað sér að hún yrði. Það sem skipti máli er að viðurkenna reynslu sína og finna tilgang í henni (Newman, 1986, 1994). Hlutverk hjúkrunarfræðingsins er þannig að hjálpa einstaklingnum og fjölskyldu hans að sjá sjálfan sig og aðstæður sínar í nýju ljósi og eflast sem manneskja. Bent hefur verið á að langvinnir lungnasjúkdómar njóti lítillar athygli, bæði heilbrigðisvísinda og almennings (Williams og Bury, 1989). Umræða um þarfir lungnasjúklinga heyrist tæpast opinberlega í íslensku samfélagi. Sjúklingarnir eiga sér ekki málsvara, eru ófærir um tala máli sínu sjálfir og TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.