Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 16
Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Það er mat flestra að einkar vel liafi til tekist með hjúkrunar- þing Félags íslenskra hjúkrunar- frœðinga sem haldið var þann 25. október sl. í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg í Reykjavík. Þátttakan fór fram úr öllum spám og því miður var ekki hœgt að taka á móti þeim þátttak- endum sem tilkynntu sig eftir að frestur rann út, m.a. vegna þess að ekki var tími til að útbúa þinggögn, og gangafrá ýmsu öðru sem varðaði þinggesti. Á nœsta þingi verður að brýna enn frekar fyrir vœntanlegum þinggestum mikilvœgi þess að skrá sig í tíma svo að allir sem þess óska eigi kost á að taka þátt. Það var formaður Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga, Asta Möller, sem setti þingið. Fundarstjóri var Lilja Stefáns- dóttir og fundarritari Hildur Helgadóttir. Þema þingsins var stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðismálum og fyrirlesarar voru: Ragnheiður Haraldsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem flutti erindi sem hún nefndi „Hjúkrun og heilbrigðisstefnaf Anna Lilja Gunnarsdóttir, forstöðumaður Áœtlana- og hagdeilda Ríkisspttala, sem fjallaði umforgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni, Sigríður Snœbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, gerði rekstur bráðasjúkrahúsa á krepputímum að sínu umtalsefni, Þórunn Olafsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugœslunnar á Seltjarnarnesi, ræddi um framtíðarsýn í hjúkrun sjúklinga (samfélaginu, Kristín Björnsdóttir, dósent og formaður námsbrautar í hjúkrunarfrœði, nefndi sitt erindi „Hjúkrunarmenntun skoðuð (Ijósi breyttra aðstœðna og hugmynda“, OlöfAsta Olafsdóttir, lektor ogforstöðumaður Ijósmœðranáms, kynnti nýjustu drög að siðareglum fyrir íslenska hjúkrunarfrœðinga og Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfrœðingur og starfsmaður á skrifstofu Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga, kynnti drög að stefnumótun og hugmyndafræði félagsins. Fyrir þá sem misstu af þinginu - og alla aðra sem áhuga kunna að hafa — er stefnt að því að birta hér í blaðinu semflesta af fyrirlestrunum sem fluttir voru. íþessu tölublaði eru birtir fyrirlestrar þeirra Kristínar Björnsdóttur og Sigríðar Snœbjörnsdóttur og aðrir verða birtir ( nœstu tölublöðum. Þess skal getið að vinnuhópurinn um siðareglur fyrir hjúkrunar- frœðinga stefnir að því að leggja reglurnar fram til samþykktar á fulltrúaþingi sem haldið verður 15.-16. maí nk. og einnig er stefnt að því að leggja fram þá stefnumótunar- og hugmyndafrœði- vinnu sem Sesselja og fleiri hafa verið að vinna að. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur Rekstur bráðasjúkrahúsa á krepputímum - Hjúkrun í brennidepli - Fjármál og rekstur Heilbrigðis- og tryggingamál eru fjárfrekasti málaflokkur ríkisins eða um 50 milljarðar króna skv. fjárlögum 1996. Það eru um 40% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Árið 1995 var um 31 milljarði króna varið til heilbrigðismála eingöngu skv. upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun og þar af urn 17 m.kr. til almennra sjúkrahúsa. Sem betur fer er þessum fjármunum ekki kastað á glæ því heilbrigðisþjónusta á íslandi er góð, bæði ef litið er á lífslíkur og hvernig tekist hefur að hefta útbreiðslu á og meðhöndla hina margvíslegustu sjúkdóma sem og hvemig við höfum byggt upp heilsugæslu okkar. Yntsar blikur eru þó á lofti og ákvarðanir, sem teknar em núna, varðandi aðhald, niðurskurð og sparnað á sjúkrahúsum, eiga eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar f náinni framtíð. ísland er fámennt land og auðvelt er að ná til fólks og miðla upplýsingum, en fámennið hefur líka sína ókosti. Hin mikla nálægð milli þeirra sem veita fé og þeirra sem þiggja fé, getur leitt til misnotkunar. Vinskapur og vensl em gjaman notuð til að ná eyrum valdhafa og dæmi em um að hagsmunir skarist þegar staðið er frantmi fyrir ákvörðunum er lúta að fjárveitingum. Þeir sem hæst láta bera oft mest úr býtum og fagleg sjónarmið verða undir. Nærtækt dæmi, sem kemur upp í hugann, er hvemig úthlutun úr Byggðastofnun virðist hafa átt sér stað skv. nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar á þeirri stofnun. Stjórnendur sjúkrahúsa vinna hörðurn höndum en líður oft eins og þeir séu að slást við vindmyllur. Þeir lenda í næsta vonlausri stöðu milli stríðandi afla, t.d. milli fjárveitinga- valdsins, sem skammtar naumt fé til þjónustunnar, og sjúklinga, sem krefjast þjónustu, eða milli ríkisvalds, sem setur reglur um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, og stéttarfélaga sem vilja hag sinna félagsmanna sem mestan og bestan. Að auki verða sjúkrahússtjórnendur gjarnan TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.