Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 29
svöruðu 30,5% játandi en 69,5% neitandi. Þegar lólk var spurt hvort það hefði fundið fyrir andlegri vanlíðan eftir síðasta atvik, sögðu 41,2% svo hafa verið en 58,8% höfðu ekki fundið fyrir andlegri vanlíðan. Þá liöfðu 20,5% fengið sýnilega áverka eftir síðasta atvik, en ekki var marktækur munur eftir bakgrunns- þáttum. Einnig var spurt um starfsaðstæður, forvarnir og viðbrögð við ofbeldi. Fólk var meðal annars spurt að því hvort það teldi öryggi starfsmanna vel eða illa tryggt á sinni deild eða vinnu- stað, hvort það hefði fengið einhverja skipulagða fræðslu eða þjálfun um viðbrögð við ofbeldi og hvort einhver úrræði væru til staðar ef ofbeldi ætti sér stað. A mynd 5 er sýnt það hlutfall svarenda sem taldi öryggi starfsmanna vel tryggt á sinni deild, hlutfall sem hafði fengið skipulagða fræðslu, þjálfun eða hvort tveggja um viðbrögð við ofbeldi og loks þeir sem sögðu úrræði vera til staðar á sínum vinnustað ef ofbeldi ætti sér stað. Allir svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til ýmissa staðhæfinga er sýna viðhorf fólks til ofbeldis. Þá kom í ljós að 16,2% þeirra sem svöruðu spurningunni töldu ofbeldi vana- legan hluta af starfi sínu, en hjá hjúkrunarfræðingum var hlutfallið 9,0%. Heldur færri, eða 11,3% af heildinni, töldu ofbeldi vandamál á sfnum vinnustað, en 9,7% hjúkrunar- fræðinga voru þessarar skoðunar. Þegar spurt var um síðasta atvik, sem átti sér stað, kom í ljós að ekkert var gert í 37% atvika, en 40,4% töldu hafa verið unnið vel úr málinu. Að lokum var spurt hvort starf fólks ylli því streitu þegar á heildina væri litið. 54,6% svöruðu því játandi en 45,4% neitandi. Af þeim sem svöruðu játandi sögðu 34,3% að starfið yili þeim mjög mikilli eða frekar mikilli streitu. Svipuð svör voru milli stéttarfélaga. Mynd 5 Hlutfall svarenda sem: (1) taldi öryggi starfsmanna frekar eða nijög vel tryggt; (2) liafði lengið þjálfun og/eða fræðslu um viðbrögð við ofheldi; (^) sagði úrræði vera til staðar ef oflieldi ætti sér stað'. Annars vegar allir og liins vegar hjúkrunarfræðingar. Aðrar niðurstöður könnunarinnar Þar sem þýði hjúkrunarfræðinga voru allir starfandi félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga koma fram athyglisverðar niðurstöður um hjúknmarfræðinga sem lentu í úrtakinu. Starfandi hjúkrunarfræðingar eru rúmlega 2000 talsins og lentu 333 í úrtakinu. Svör fengust frá 271 hjúkrunarfræðingi, sem er um 13,5 % slarfandi hjúkrunar- Iræðinga. Niðurstöðurnar gela því ákveðnar vísbendingar uin starfsaldur, vinnutíma og skiptingu í starfsheiti hjúkrunarfræðinga. Vinnutími hjúkrunarfræöinga. 42% hjúkrunarfræðinga vinna í dagvinnu og 50% á breytilegum (rúllandi) vöktum. Um 3,3% hjúkrunarfræðinga eru á kvöldvöktum og sama ldutfall á næturvöktum. 64,3% almennra hjúkrunarfræðinga vinna á breytilegum vöktum, en 24,6% í dagvinnu. Athyglisvert er að uin 30% millistjórnenda vinna á breytilegum vöktum og 13% yfirstjórnenda vinna á hreyfanlegum vöktum. Skv. niðurstöðum könnunarinnar er mikill munurá vinnutíma hjúkrunarfræðinga eftir aldri. Þannig voru um 84% hjúkrunarfræðinga þntugt og yngri á breytilegum (rúllandi) vöktum, 6,5% þeirra voru í dagvinnu, 6,5% á kvöldvöktum eingöngu og 3% á kvöldvöktum eingöngu. Hlutfall hjúkrunar- fræðinga í dagvinnu eykst síðan og er ekki inunur á skiptingu milli dagvinnu og breytilegra vakta eftir aldursílokkum eflir fertugt. Þannig eru um 54% hjúkrunarfræðinga 41 árs og eldri í dagvinnu og um 41 % á breytilegum vöktum. Milli 4-5% eru á föstum nætur- eða kvöldvöktum. Meðalvinnuvika hjúkrunarfræðinga Að meðaltali unnu hjúkrunarfræðingar 34 stundir á viku í septembermánuði síðastliðinn sem samsvarar 85% vinnu. Staðalfrávik var 9,33. Þrítugir og yngri vinna rúmlega 30 stundir á viku, en hjúkrunarfræðingar 31 árs og eldri vinna að jafnaði milli 34 og 35 stundir á viku. Vinnuvika almennra hjúkrunarfræðinga er um 32 stundirá viku, en meðalvinnuvika stjórnenda er lengri eða tæplega 37 stundir hjá millistjórn- endum og tæplega 42 stundir hjá yfirstjómendum Starfsaldur Meðalstarfsaldur hjúkrunarfræðinga er 17,6 ár. Staðalfrávik var 9,07. Meðalstarfsaldur almennra hjúkrunarfræðinga er 15,5 ár, milli- stjórnenda 20 ár og yfirstjómenda ríflega 25 ár. Skipting eftir starfsheitum 63,5% hjúkrunarfræðinga teljast til al- mennra hjúkmnarfræðinga, 23,6% vom milli- stjórnendur og 8,5% flokkast sem yfirstjórnendur. 4,4% hjúkrunarfræðinga flokkuðust ekki undir þessi starfsheiti. Skipting eftir deildum 74,5% hjúkrunarfræðinga starfa á almennum deildum, bráðamóttökum og heilsugæslu. 13,3% á deildum fyrir aldraðra og 6,3% á geðdeildum. Um 5% starfa við annað. 70 60 50 1 40 a £ 30 20 10 66.1 62,9 60,5 3AlIir □Hjúkrunarfr. Teluröryggi Hefurfengið Úrræðierutil starfsmanna fræðslu/þjálfun staðaref mjög/frekar vel umviðbrögð ofbeldiásér tryggt við ofbeldi stað lAthugið að á mynd 5 eru bomar saman spurningar og því er ekki reiknaður marktækur munur á milli hópa. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.