Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 41
ábyrgðina eða hvað hver og einn hefði leyfí til að gera. Hluti af orsökinni lá hjá því seni nefnt var Umboðsstjórn eða hjá Yfirumsjóninni, eitt heyrði undir herlæknana og annað herforingjana. Yfir öllu þessu trónaði svo hermálaráðuneytið, en það var í Lundúnum í þúsund rnílna fjarlægð. Enginn áræddi að leggja til úrbætur eða koma fram með nýjungar, það gat litið út sem gagnrýni á hemaðaruppbygging- una, og sá sem gagnrýndi hlaut uppnefnið „framapotari“. Ef einhver var staðinn að framapoti missti viðkomandi alla möguleika á að hækka í tign innan hersins og framtíðarstaðan gat verið að veði. Þess vegna völdu flestir þann kostinn að þegja og aðhafast sem allra minnst. Taka má hér eitt dæmi af ótal mörgum um skrifræðið: Þegar hermaður átti að fara á vígvöllinn fékk hann afhent einn gang af nærfötum, mataráhöld og drykkjarílát. Fyrir þessu kvittaði hann og þessa hluti mátti hann síðan ekki skilja við sig hvar sem hann var. Ef hann var svo óheppinn að glata þeini var það verst fyrir hann sjálfan. í hinum mannskæðu orustum á Krím gat verið ógerlegt að koma höndum yfir bakpokana sem hver hermaður hafði undir þessa hluti og stundum komu skipanir um að láta pokana frá sér vegna hættu á ofhleðslu þegar verið var að stafla hermönnunum um borð í flutninga- skipin. Þegar þeir voru síðan komnir til Skutari höfðu þeir engin áhöld til að borða með eða ílát til að drekka úr. Birgða- stjórinn þar neitaði alveg að afhenda, þeim sem svo var ástatt um, önnur áhöld því til þess skorti hann heimild. Hermönn- unum bar að halda til haga því sem þeir þegar höfðu fengið afhent, um annað var tómt mál að tala! Síðan lágu þeir þá þarna, uns þeir sáluðust úr hungri og þorsta af því að þeir höfðu trassað að passa drykkjarkrúsina sína í miðjum orustugnýnum á vígvellinum! Flo kynntist mörgu álíka í KERFfNU og síðar skrifaði hún eftirfarandi um þá sem þarna veittu forstöðu: „Þeir eru svo heilaþvegnir af hernaðaraganum að þeir verða að eilífu börn sem ekki þora að taka á sig ábyrgð, þora aldrei að hugsa sjálfstœða hugsun ...“ Aður en Florence kom til Skutari var auðvitað búið að gera læknum og liðsforingjum viðvart um að hún væri væntan- leg með fylgdarlið. Allir sem einn litu á það sem mógðun af hæstu gráðu að senda á þá „hástéttarfrauku“ og flokk af öðru kvenfólki til að hlanda sér í málin og til að kenna ÞEfM! Af öllu því fáránlega sem einni ríkisstjórn gat komið til hugar að bjóða þegnum sfnum var þetta líklega það fáránlegasta! Orðasveimur var um að sennilega væri Florence njósnari! Utsendari ríkisstjómarinnar til að fylgjast með hvort liðsfor- •ngjarnir í breska hernum stæðu f stöðu sinni og ætti að senda leynilegar skýrslur heim. En bœði sendiherrann ( Konstantínópel og herstjórnin áltu ekki annars kost en taka formlega og kursteislega á méti okkur. Ég hafði undir höndum skipun frá ríkisstjórninni um að fara til Skutari, að baki mér lieima ( Bretlandi stóðu áhrifamenn og því árceddi enginn að láta (Ijósi hvað þeim raunverulega bjó ( hug. En það er til dálítið sem nefnist kalt stríð! Yfirlæknir herspítalans, herra Hall, hafði komið því svo fyrir að hann vœri fjarverandi þegar okkur bar að garði. Hann hafði farið til Krím. En áður hafði hann skilið eftir skýr fyrinnœli hjá sínu fólki: Hver sá sem hefði einhver afskipti af ungfrú Nightingale og fylgdarliði hennar eða veitti viðtöku fé úr >,Times“ sjóðnum skyldi komast að þvífullkeyptu ... Það átli sem sagt að frysta okkur úti með það sama. Konurnar fundu fyrir þessu strax að kvöldi fyrsta dagsins þegar rann upp fyrir þeim við hvers konar aðstæður þeim var ætlað að búa að fyrirskipun Halls læknis. Fimm örlítil her- bergi, eitt ætlað sem eldhús, vom lil umráða fyrir næstum fimmtíu manns. Óþrifaleg svo vart orð fá lýst, morandi f lús og dauðum rottum í öllum homum. Reyndar einnig lifandi ... og komu regnhlífamar þar að góðunt notum til að kála þeim aðsópsmestu. Ég verð að játa að þetta var áfall. En ég bað alla að sýna stillingu, umfram allt vera róleg og virðuleg og ekki láta á sér heyra til eða frá. Ekki veita neinum þá ánœgju sem greinilega var tilgangurinn - að geta sagt að við vœrum kjarklitlar og veikburða. Hópur af kvenfólki sem betur hefði setið heima og saumað út. Fjórtán kvennanna var pakkað inn í eitt herbergið, þremur nunnum í annað, nokkmm í eldhúsið og Flo og Selinu f eitt sem var nánast skápur. Charles Bracebridge, maður Selinu, og blaðamaðurinn frá „Times“ hírðust hak við teppi sem þeir hengdu upp í einu horni. Átta kvennanna fengu smáherbergi á næstu hæð fyrir ofan. Reyndar komu þær aftur hlaupandi niður í dauðans ofboði því á gólfinu þar lá steindauður rússneskur „generáll“ ... Ég náði ípoka og Charles aðstoðaði mig við að koma líkinu ( hann og bera það út fyrir. Því miður fannst enginn sópur til að sópa upp hárinu af „generálnum“ sáluga sem lá ( lufsum á gólfinu. Bekkir voru reistir meðfram veggjunum en engar rúm- dýnur fyrirfundust hvorki þá né síðar. Verstur var þó vatnsskorturinn og biðin eflir að ná (þann litla leka sem okkur var œtlaður. Við fengum afhent lítið blikkílát og tilkynnt var að dagsskammtur af vatni á mann vœri hálfur líler. Það átti að duga bœði til þvotta og íte, og litla blikkdósin sem drykkjarílát og þvottaskál. Nokkrir í hópnum sögðu að þeir vildu fara aftur heim með það sama. En ekki varð neitt af því, í það minnsta ekki þá. Nauðsynlegt var að við gœtum komið saman allur hópurinn sem fyrst til að rœða málin. Ég var með te sem ég kom með að heiman og hitaði vatn á einum ofnanna sem við höfðum verið svo forsjál að kaupa ( Marseille. Síðan sálum við þarna öll að tedrykkju ( kolniðamyrkri, því lampa var ekki að fá og rœddum það sem við hafði borið fyrsta daginn ( Skutari. Blaðamaðurinn frá „Times“ sendi frásögn til blaðsins af fyrsta kveldinu og hvernig Florence skírskotaði með áhrifa- ríkum hætti til samstarfsfólksins: „Þama stóð hún, smávaxin og fíngerð í dökkum einkennisbúningnum og útskýrði hvers vegna þau væm komin þangað og hvaða verkefni hiði þeirra. Hún hækkaði ekki róminn í eitt einasta skipti og lét ekki sjá á sér hvað henni væri í liuga. Allir viðstaddir hlýddu á og þeim varð ljóst á þeirri stundu að ræðumaður hjó yfir styrk langt umfram það sem fólk átti að venjast.“ Ég varð að halda klárri hugsun, mér hafði verið fengin forystan og ég vissi hvað ég vildi. Málin vom oft erfið viðureignar. í reglugerðinni sem gilti fyrir herspítala stóð: „Ekkert hjúkrunarfólk má fara inn til sjúklinga fyrr en læknir eða aðrir stjórnendur fara þess á leit.“ Þetta virti égfullkomlega. Fyrir enga muni máttum við ryðjast fram eða ganga í berhögg við gildandi reglugerðir. Minnstu mistök af okkar hálfu yrðu notuð gegn okkur. L TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.