Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 42
Sannleikurinn var sá, því miður, að margar í okkar hópi voru lítt reyndar við umönnun sjúkra og sœrðra og gjörsamlega óvitandi um að halda yrði uppi reglu og aga. En mestu skipti að vinna ífyrsta kasti tiltrú lœknanna. Það var nánast ómögulegt að fá konumar til að skilja þetta. Þeim var lítt bærilegt að heyra kvalaópin frá sjúklingunum án þess að mega sinna þeim. Florence hafði látið þær setjast við að gera sáraumbúðir úr gömlum lökum en þær töldu sig ekki hafa farið þessa löngu leið frá Englandi eingöngu til þess. Ýmsar tóku að mótmæla Florence og andrúmsloftið í hópnum varð rafmagnað. Ein þeirra kom orðsendingu heim um að ástandið vœri hrœðilegt og mér um að kenna að þœr fengju ekki að hjálpa til. Þetta var birt á prenti og andstœðingar mínir heima t Englandi höfðu eitthvað til að tala um ... Fjárframlög bárust stöðugt í „Times“ sjóðinn og Charles Bracebridge fór til Konstantínópel og keypti birgðir af ýmsu til hreingerninga, bursta, klúta, fötur og þvottaefni á veggi, loft og gólf. Loksins! Konurnar gátu brett upp ermamar og hafið stórhreingerningu. Það létti andrúmsloftið til muna innan hópsins og allt varð hreinna og lífvænlegra fyrir fólk. Annað verkefni barst óvænt upp í hendurnar á þeim: Þegar fyrstu nóttina heyrðum við ungbarnsgrát, sem ég stst af öllu hafði átt von á. Enginn hafði haft fyrir því að segja okkur að aðrar konur vœru fyrir á staðnum! í ljós kom að í kjallaranum undir vistarverum sjúkling- anna höfðust við um tvö hundmð konur hermanna og vændis- konur sem þar lágu í óþrifnaði með drykkjulátum ... og ólu börn! Ég hafði séð fátœkrahvetfm t Lundúnum, Parts, Rómaborg og Berlín og haldið að neðar vœri ekki hœgt að komast t mannfélagsstiganum - þangað til ég sá hvað þarnafór fram og það t ensku hersjúkrahúsi! Sem betur fer tók Selina að sér að hafa hönd í bagga með þessum vesalings manneskjum. í fyrstu bað enginn læknanna Florence eða hinar konurnar um aðstoð enda þótt þeir væm að sligast undan vinnunni sem hlóðst á þá. Það var ehki vegna þess að þeir hefðu eitthvað á móti konum yfuleitt eða vœru ábyrgðarlausir. Það var blátt áfram vegna þess að enginn árœddi að brjóta gegn fyrirmælum Halls lœknis eða hernaðarreglugerðinni. En í þessari reglugerð var ekki orð um að konur mættu ekki fara inn í eldhúsið og fylgjast með því sem þar fór fram. Ég hafði lengi haft mikinn áhuga á matarœði og var vel Ijóst að maturinn er mannsins megin. En þarna i Skutari komst ég að því gagnstœða; það sem við látum ofan í okkur getur orðið okkar bani. Á meðan birgðageymslurnar vom fullar af matvöm sultu sjúklingarnir í hel. Það stafaði annars vegar af ófullkomnu dreifingarkerfi úr birgðastöðvunum og hins vegar afleitum aðstæðum í eldaskálanum. Á pappírum var fallegt og hug- hreystandi á að líta: Sérhver hermaður skal fá fullan skammt af öllu sem hann þarf og að læknisráði aukinn kost með eggjum, smjöri, mjólk og púrtvíni. En falleg fyrirmœli enga gera stoð ef ekki er hœgt að framfylgja þeim. Gjörsamlega ómögulegt reyndist að elda matinn. Þrettán stórir koparkatlar vom handbærir en eldiviðurinn var svo lélegur og illa þurr að ógerlegt var að ná upp suðu í pottunum og reykurinn svo mikill í eldhúsinu að fólk sá ekki handa sinna skil. Þegar matreiðslumanninum þótti kjötið hafa verið hæfilega lengi í pottunum og honum súrnað í augum af reyknum, lét hann færa matinn upp og skipta honum á umsjónarmenn sjúklinganna sem síðan bám þeim matinn. Margir þeirra vom svo illa haldnir að þeir höfðu engin tök á að borða þvílíkan mat og einfaldlega dóu Drottni sínum - af hungri. Pottarnir sem notaðir vom til að matreiða í kjötið vom einnig notaðir til að hita vatn í te án þess að vera þvegnir á milli og þar með varð teið ódrekkandi. Ég vissi af fyrri reynslu að eldhús á spítölum gátu verið ófullkomin og hafði tekið með ífarangurinn nokkurfœranleg eldstœði, skaftpotta og minni tlát til matreiðslu. Við komum þessufyrir í okkar eigin vistarverum, samhliða öllu öðru sem við þurftum að hafa þar, og nú suðum við nánast allan sólar- hringinn grauta og súpur handa þeim sem voru svo veikburða að annar matur gagnaðist þeim ekki. Nokkrir lœknanna leyfðu okkur að fœra sjúklingunum matinn. Hall læknir var mótfallinn öllu, hverju nafni sem það nefndist: Enskir hermenn þurftu sannarlega ekki á stússi kvenfólks að halda. Hann vildi ekki vita neitt af „Times“ sjóðnum. í raun og vem var virðingarstaða hans sjálfs að veði og því skyldi halda uppteknum hætti með ískulda í sam- skiptum. En þá urðu atburðir sem stökktu burt öllum fordóm- um og mótblæstri. Daglega hafði straumur særðra og sjúkra frá Krím til Skutari verið jafn og þéttur, en varð skyndilega að fljóðbylgju: Omsturnar við Inkerman og hjá Balaklava vom hafnar, en þær mörkuðu ósigur breska hersins í þessum átökum. Florence hafði komið til Skutari 4. nóvember og þegar liinn 9. nóvember kom tilkynning um að fyrstu flutninga- bátamir með særða hermenn úr omstunni við Balaklava væm á leiðinni yfir Svartahaf. Hernaðaryfirvöldin í Skutari urðu felmtri slegin og í skelfingu sinni sneru sér, allir sem einn, til þess aðila er gat tekið forystuna í sínar hendur og náð tökum á óreiðunni sem rfkti. Til er athugasemd frá Florence sem hún skrifaði að kvöldi 9. nóvember. „Ég hafði einmitt með allri launung gert athugun á hversu margir veikir og sœrðir vœru liggjandi í göngum og salar- kynnum spítalans. Reyndist jjöldinn vera 2415 og mörg hundruð þeirra sýktir af kóleru. Boð voru að koma um að fyrstu 510 hermennirnir sem sœrst hefðu hjá Balaklava vœru á leiðinni. Hernaðaryfirvöldin í Skutari sjá enga leið út úr þessu öngþveiti og hafa beðið mig að taka það að mér. “ Ástandið hafði eins og hendi væri veifað snúist við. Ófarir breska hersins blöstu við. Varð það beint tilefni og óvefengjan- lega tækifæri fyrir Florence Nightingale til að hefjast handa. 7. Kafli - KONAN MEÐ LAMPANN Hinn 9. nóvember er runninn upp og fimm dagar síðan Florence og fylgdarlið hennar kom til Skutari. Fimm dagar í ólýsanlegri eymd og óskapnaði þar sem þúsundum særðra og veikra er kakkað saman á ísköldum göngum og í grfðarstómm salarkynnum. Óskiljanleg tregða einkennir alla stjórnun, togstreita um virðingarsess og frama og skortur á hæfni ríkir á öllum sviðum. Konumar brenna í skinninu að hefja hjálpar- starfið. En fyrirmæli Halls yfirlæknis em skýr: Enginn má hafa neitt saman við ungfrú Nightingale og fylgdarkonur hennar að TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.