Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 43
sælda. „Komum þessum pilsvörgum af okkur aftur heim til Englands í hægindin þar. Við þurfum enga til að kenna okkur hvemig á að reka stríð!“ Skyndilega ná aðrir viðburðir yfírhöndinni og viðvörun gellur því nýir og ægilegir bardagar geisa á Krím. A leið yfir Svartahaf eru bátar með sjúka og særða stríðsmenn úr orustunni hjá Balaklava. Þeir hafa verið marga sólarhringa á leiðinni, ef til vill nokkrar vikur. Við fengum tilkynningu um þetta klukkustundu áður en fyrstu bátarnir voru vœntanlegir. Vegna „gleymsku“ að því er sagt var hafði láðst að láta vita að um þúsund nýir sjúklingar vœru vœntanlegir á nœstu mínútum. Þúsund til viðbótar þegar hver smuga var fullnýtt og ómögulegt hafði reynst að koma skipulagi á málin. Eiginlega var enginn sem gaf skipun um það en skyndilega sneru allir sér til okkar kvennanna og ég varð að taka á mig ábyrgðina á því sem framundan var. Nú varð allt að gerast í senn. Orvænting greip um sig en mitt í öllu saman var þó ljóst að eitthvað varð að finna til að leggja þá á sem voru að koma. Dýnur voru engar en í hirgða- geymslu var dálítið af strigaefni, sem eiginlega hafði verið ætlað sem lök en ekki reynst nothæft. Segja má að allir hafí fleygt frá sér því sem þeir höfðu í höndunum og tekið til við að sauma sekki úr striganum og troða þá út með hálmi. Við lögðum þá (þéttar raðir ( sölum og göngum en því miður beint á gólfið, um annað var ekki að rœða og alls ekki nóg handa öllum. Hurðir vom teknar af hjömm og notaðar sem bömr, engin kerra var tiltæk fremur en dráttarklár eða uxi. Leiðin upp frá ströndinni var eitt forarsvað, sums staðar meters djúpt. Á þessum seinasta spotta leiðarinnar létust tuttugu og fjórir menn aðeins úr fyrsta bátnum! Ég kom orðsendingu til sendiherrans í Konstantínópel að senda okkur einhver ökutœki. Það var svo tilgangslaust að margir menn skyldu ekki komast lifandi síðasta spölin eftir að hafa velst dögum saman í bátunum á leið yfir hafið. Tyrkirnir sem áttu að aðstoða við burðinn upp úr bátunum voru svo tillitslausir að erfitt var að (mynda sér þá sem samherja okkar í stríðinu. Sendiherrann svaraði um hæl með því að senda sjö glæsivagna, prýdda gulli og gleri og rósaflúri og svo sendi hann eiginkonu sína að auki. Þetta var auðvitað allt saman ónothœft, bœði vagnarnir og frúin, allt (burður og óhóf sem kostaði mig auk þess útgjöld. Dag eftir dag streymdu særðir og sjúkir til okkar, aðfram- kornnir, sóttheitir og við dauðans dyr eftir bardagana og ómannúðlega aðbúð á sjóferðinni yfir Svartahaf. Ég get ekki (myndað mér hversu marga sólarhringa við örinum (striklotu. Lœknarnir, einkum þeir sem eldri voru, unnu eins og berserkir tuttugu og fjórar klukkuslundir í einni lotu. Samt sem áður frétti ég st'ðar að sumir hermannanna hefðu legið nœr tvœr vikur áður en lœknir náði að vitja þeirra. Og Florence sjálf. Hún gat legið á hnjánum samfleytt átta klukkutíma, þvegið og bundið um sár með nákvæmum og snörum handtökum, án þess að rétta úr sér eða líta upp. Allan Þmann meðan hún var að gaf hún fyrirmæli til hægri og vinstri, hárra og lágra og svaraði ótal spumingum án þess að hækka fóminn eða missa tökin eitt augnablik. Selina Bracebrigde skrifaði heim: „Það sem Florence hefur komið í kring héma, bara þessa fyrstu daga, er ómetanlegt. Því er aðeins unnt að lýsa með einu orði: Ofurmannlegt.“ Sjálf skrifaði Florence kunnum skurðlækni í Lundúnum: „Þið sem heima eruð getið tœpast gert ykkur ( hugarlund þœr aðstœður sem við verðum að vinna við hérna ( Skutari. Naumast er unnt að gefa ykkur nokkra hugmynd um hvernig það er að gera uppskurði á þessu örmagna og dauðvonafólki. Lundúnaspítali, jafnvel sá lakasti, er líkastur blómsturgarði hjá þv( sem hér er, og þetta býður England sínu hraustu sonum. “ Skurðaðgerðimar vom mest megnis að lima af handleggi og fætur. Sjúklingurinn var lagður á tvo planka og undir var kassi með sagi til að safna í blóðinu. Aðgerðin fór fram inni hjá sjúklingunum við litla og flöktandi birtu frá fáeinum luktum. Ég náði í skerm, lítið laust þil til að setjafyrir svo þeir sem biðu eftir að röðin kœmi að þeim létu ekki hugfallast. Vom einhver deyfilyf notuð? Við höfðum klóróform, nýtt meðal sem ég hafði kynnst ( Lundúnum. Auðvelt var að nota það, klútur setturfyrir vit sjúklingsins og lyfið látið drjúpa nokkrum sinnum ( klútinn. Nokkrir lœknanna notuðu það sem beturfer, en Hall lœknir gerði það alls ekki. Hann sagðist „ekki vera þess konar persóna. Svolítið hnífsbragð vekur bara viðnámsþrótt! Ég vil,“ sagði hann, „heldur heyra hraustlegt óp frá sjúklingnum heldur en sjá karlmann falla ( ómegin. “ Fyrir hermennina skipti mestu að Florence sjálf væri viðstödd aðgerðina. Læknamir vom uppveðraðir: „Hún er ekki einhama,“ sagði einn skurðlæknanna. „Hægt er að finna á sér ef hún er nálæg. Til dæmis getur verið hermaður sem hefur ekki þrótt til að horfast í augu við lífið og vill fremur deyja en leggjast undir hnífinn. Þegar hann svo lítur upp og sér Florence Nightingale standa við hlið sér, þolinmóða, sterka en þögula, reiðubúna að taka þátt í kvöl hans, já, þá vex honum ásmegin og okkur tekst að bjarga lífi hans.“ Við verðum að hoifast í augu við það sem er erfitt og virðist óyfirstíganlegl - þannig öðlumst við aukið þrek. Dánartíðnin af völdum skurðaðgerðanna var mjög mikil og engin leið að draga úr henni meðan hreinlætinu var jafn ábótavant og raun bar vitni. Kólera og blóðkreppusótt voru verstu óvinir okkar. Af um jjögur þúsund sjúklingum var að minnsta kosti jjórði hluti með iðrakveisu og svo veikburða að þeir gátu ekki farið fram úr og við höfðum aðeins tuttugu „bekken“ til umráða. Á gólfinu í sjúkrarýminu var saurinn í þykku lagi - óþrifin vom skelfileg. Salemin vom stífluð og enginn gerði svo mikið sem tilraun til að hreinsa þau. Ekki var um annað að ræða en setja inn nokkrar stórar tunnur, eins konar ámur til afnota sem salemi. Vandinn var hins vegar sá að enginn vildi taka að sér að tæma þær. Daunninn í sjúkrahúsinu var svo mikill að hann lagði langar leiðir. Skyndilega var engu líkara en virðingu manna vœri misboðið. Hjúkrunarfólkið neitaði að taka við skipunum frá mér, sérstaklega þegar um var að rœða svona óþrifalegt verk. í reglugerðinni var aðeins talað um hjúkrun en ekki tæmingu á kömrum. Ég reyndi að gera þeim skiljanlegt að allt sem gert er fyrir sjúkling flokkast undir aðhlynningu! Flo gaf sig ekki, hún lét hart mæta hörðu og hjúkmnar- liðið varð að láta undan. Eftir nokkra sólarhringa höfðum við náð tökum á því allra erfiðasta. Við höfðum þvegið og búið um öll sár og framkvœmt stœrslu skurðaðgerðirnar. Þess vegna gátum við rétt úr bakinu TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. ibl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.