Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 44
Florence Nightingale. Trjárista,, Harper's Weekly, 6.6.1857. og dregið andann léttar - og byrjað að skipuleggja framhald vmnunnar. Þá var engu líkara en liönd örlaganna væri reidd upp. Að kveldi 14. nóvember, dagsetn- ingin brenndist í hugskot okkar, gekk veðrið upp og ein- kennilegur óhugnaður var yfir öllu þegar sjórinn í Bosporus- sundi og öllu Svarta- hafi var eins og í sjóðandi katli... Við urðum öll angistarfull. Hvað var að gerast? Ekki stóð á svarinu: Versti vetur í rnanna minnum var að boða komu sína á Krím, á vígvöllunum með fárviðri svo engir mundu annað eins. Bresku herirnir voru illa settir áður, en nú keyrði um þverbak því mest allur búnaður þeirra fauk á haf út. Hestar bárust undan veðri margra kílómetra leið, hús fuku og sjúkraskýlin sem voru við víglínuna svo að segja hurfu. Mennirnir lágu á berri jörðinni í jökulkulda. Eldivið var ekki að fá, hermennirnir skriðu um og grófu upp rætur og lurka til að reyna að kynda eld til að hlýja sér við. Matur var ekki annar en þurrar baunir og hrátt salt kjöt. Eina stormasama nótt fórust tuttugu skip undan Krím- skaga. Þar á meðal birgðaskipið „Prins“ sem beðið hafði verið vikum saman í Skutari og allir sett von sína á. Það hafði meðal annars meðferðis tuttugu þúsund skyrtur, matvæli, ullarábreið- ur og sjúkrabúnað frá Englandi. En síðan kom í ljós að allur þessi vamingur var lestaður undir birgðum af sprengiefni og öðrum vígbúnaði sem átti að fara til herjanna. Þess vegna varð skipið fyrst að sigla til Krím og losa þann farm. Þar tóku svo örlögin í taumana. Öll sendingin fór forgörðum og neyðin varð alls ráðandi í Skutari. Krímstríðið hefur verið kallað hneisa. En það var miklu verra. „Það voru heimssögulegar ófarir, þœr mestu sem sögur fara af. “ Dauðasynd þeirra sem dttu sök á að það hófst. Við förum ekki ígrafgötur um hverjir guldu fyrir það með lífi súiu ... Sjúkraskýlin á Krím vom yfirfull og hver bátsfarmurinn af öðrum með særða og sjúka var sendur til Skutari. Vesalings fórnarlömbin vom í skelfilegu ástandi þegar þangað kom. Af fremsta megni reyndum við að vera niðri við ströndina lil að taka á móti þeim með eitthvað heitt að drekka um leið og þeir komu í land. Hermennirnir voru svo illa á sig komnir að þeir báðu okkur um að hlífa sjálfum okkur „þeirra eigin mœður gœtu tœplega snert þá, “ sögðu þeir. Hermennirnir böfðu heyrt um sjúkrahúsið í Skutari og orðrómur var á Krím „um góðu konuna“ sem þar væri. Þeir héldu að allt myndi lagast aðeins ef þeir kæmust til hennar. Það var bara svo vesaldarlega lítið sem við gátum gert. Skelfilegt var að verða að láta þessa horuðu og þjáðu kroppa liggja á grófum hálmdýnum. Þegar við síðar náðum svo langt að geta látið þáfá rekkjuvoðir sögðu hermennirnir: „Systir, þetta er eins og í himnaríki. “ En vonir hermannanna áttu eftir að snúast upp í von- brigði. Særðir en að öðm leyti ekki veikir, smituðust þeir nú af taugaveiki eða kóleru sem geisuðu á sjúkrahúsinu. Þá greip vonleysið um sig. Hljóðir drógu þeir ábreiðuna upp yfir höfuð, gáfu upp öndina og voru jarðsettir í kyrrþey. En við hin mátlum ekki gefast upp. Við urðum að vera alls staðar, alltaf. Florence hafði mælt svo fyrir að hún skyldi kölluð að beði allra sem vom deyjandi en höfðu meðvitund. Alltof margir urðu að skilja við aleinir. En eftir því sem í mínu valdi stóð skyldu eins margir og mögulegt var eiga þess kost að halda í hendi einhvers stðustu augnablikin. Einhvers sem hlustaði eftir nafni borið fiam hvíslandi röddu og ritaði það hjá sér. Síðar gæti ég þá skrifað heim og skilað hinstu kveðju, til eiginkonu, unnustu eða barns, frá ástvini (jjarska. Það er áhrifamikið að vera við dánarbeð og getur verið erfitt að losna við það úr huga sér. Florence Nightingale var í eigin persónu við næstum tvö þúsund mannslát þessa ógn- þrungnu vetrarmánuði. Sá styrkur sem hún sýndi með því virðist ofurmannlegur. Égfékk kraft frá Guði ogfrá hermönnunum sjálfum. Hinn enski hermaður er œruverðugasta manneskja sem ég hef mœtt á lífsleiðinni. Þœr hrœðilegu aðstœður sem hann hafði þarna lent ( náðu ekki að brjóta hann niður. Ég varð vitni að kjarki og þolinmœði sem mér mun seint líða úr minni. Dagstundimar dugðu Florence ekki til að komast yfir alla þá vinnu og ábyrgð sem hvíldi á henni. Það hlaut einnig að ganga út yfir hvíldartímann. Þegar allir aðrir, læknar og liðsforingjar, hjúkrunarfólk og aðstoðarmenn, höfðu dregið sig í hlé til að hvílast hóf Flo næturgöngur sínar um sjúkrasalina, göngur sem hún er kunnari fyrir en nokkuð annað sem hún gerði um ævina. Við getum séð hana fyrir okkur: Smávaxin vera í svörtum kjól, með herðasjal og lítinn olíulampa í hendinni. Hún átti langa leið fyrir hönd- um. Fjórar enskar mílur, eða rúma sex kílómetra, með rúm- stæði í þéttum röðum til beggja handa í drungalegum göngum, ranghölum og sjúkrastofum, fótgangandi nótt eftir nótt, viku eftir viku, mánuðum saman allan þennan harðindavetur. Hermennirnir tilbáðu hana. „Aðeins það að sjá liana vakti okkur von og traust,“ skrifaði einn þeirra. „Hún sagði nokkur orð við suma, kinkaði kolli og brosti til annarra, en auðvitað ekki allra. Við lágum þama hundruðum saman ... En við hefðum getað kysst skuggann hennar þegar hún fór hjá ... Síðan gátum við rólegir lagst til svefns.“ „Áður en hún kom,“ skrifaði annar,“ var hér formælingar og ragn, óp og öskur alla daga. Nú er hér kyrrð líkt og í kirkju.“ Tár koma ( augu mér þegar ég hugsa um tillitssemi þeirra við mig. Aldrei heyrði ég svo mikið sem eitt móðgandi orð í minn garð sem konu. Hermennirnir unnu Florence. En hvað um hana? Ég unni hermanninum enska. Fyrir mér var hann manneskjan ( sinni ýtrustu mynd. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.