Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 49
Vilja banna vaxtarhormón Félag lijúkrunar- fræðinga í Kanada vill banna notkun vaxtar- hormónsins „Recomliinant bovine“. Þessi hormón er þekktur sem BGH eða BST og er honum sprautað í kýr til að auka mjólkuiíramleiðsluna. Kúabændur í Bandaríkjunum hafa notað hann undanfarin tvö ár en margir Kanadabúar, þar á meðal, ýmis samtök s.s. neytendasamtökin í Quebec og Alberta, eru á móti notkuninni. Ekki eru til langtímarannsóknir á áhrifum hormónsins á menn og margir vísinda- menn hafa bent á aukaefni, sem nefnist „insulin-like growth factor“ sem er í nokkm magni í BGH-mjólk og getur hugsanlega haft áhrif á myndun brjósta- og ristilkrabbameins. Kanadískir hjúkrunarfræðingar vilja að notkun hormónsins verði bönnuð þar í landi, a.m.k. þar til vitað er um áhrif þess á menn. The Canadian Nurse LTnfirmiere, ág. 1995. Blautir gúmmíhanskar hættulegir Rannsóknir hafa sýnt að mögu- leiki er á að hættulegir veirur komist í gegnum blauta gúmmíhanska. HIV- veiran (eða Alnæmisveiran) og hepati- tis B (eða lifrarbólguveira B) getur komist í gegnum blauta gúmmíhanska (latex) sem engin göt em á. Rannsóknir sýna að breytingar, sem menn finna á gúmmíhönskum við að vera í þeim (teygjast og þykkna), orsakast af raka sem smýgur inn ílatexefnið. Jafnvel þó hættan á smitun gegnum vota gúmmíhanska sé hverf- andi þá er mælt með því að þeir sem þurfa að vera með hanska tímunum saman séu í tveimur pömm í einu. Bætur vegna latexofnæmis Sífelld aukning er á latexofnæmi hjá hjúkrunarstéttum, sérstaklega skurðhjúkmnarfræðingum. I sumum ríkjum Bandaríkjanna er farið að tala um að þeir sem þannig þjást í vinnunni eigi rétt á bótum sem og vörnum. I Ohioríki er latexofnæmi talið til atvinnusjúkdóms eða vinnuslyss ef orsakir þess er að finna á vinnustað. Hjúkrunarfræðingar, sem þannig er ástatt fyrir, eiga þá rétt á bótum sem geta verið í formi greiðslu vegna vinnutaps, sem ofnæmið orsakar, eða uppbætur á laun ef viðkomandi er færður til f starfi, vegna þess að ofnæmið gerir það að verkum að hann getur ekki unnið fyrra starfi, og launin lækka við það. Eða örorkubætur sem bæta upp vinnutap framtíðarinnar. í Bandaríkjunum er vinnuveitendum ætlað að útvega hjúkmnarfræðingum sem em í áhættuhópi vegna latexofnæmis ömggri gúmmíhanska sem ekki em púðraðir að innan. Einnig hefur verið lagt til að þessir hjúkmnarfræðingar fari fram á að aðrir á vinnusvæði þeirra séu í sams konar hönskum þar sem ofnæmisvald- andi agnir geta borist með loftinu, eða að þeir fari fram á að vinna verk sem ekki krefjist mikillar notkunar á gúmmíhönskum. Að lokum er tekið fram að ekki megi beita hjúkmnar- fræðinga misrétti vegna þessa. (Ennfremur er bent á grein Daviðs Gíslasonar, læknis, um atvinnusjúkdóma hjúkrunarfólks sem birtist í 5. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga, 1996). SEW NEWS, september/október, 1996 SEW NEWS er fréttabréf sem gefið er út á vegum Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga. Rannsókn ó aðstæðum barna ó Norðurlöndum Lennart Köhler, prófessor við Nordiska hálsovárdhögskolan, hlaut nýverið vemlegan rannsóknarstyrk - 2,1 milljón s.kr. — til að rannsaka velferð og heilsu barna og ungmenna á Norður- löndum. Verkefninu er ætlað að fylgja eftir sams konar rannsókn sem fór fram fyrir 10 ámm og sérstaklega ætlað að sýna þær breytingar sem átt hafa sér stað varðandi fjárhag og vinnuumhverfi norrænna barnafjölskyldna og þau áhrif sem þær hafa haft á börn og ungmenni. Verkefnið er unnið af rannsóknarhópi, í hinum fimm norrænu löndum, undir stjóirn Lennarts Köhler og Leeni Berntsson, fil. mag., og skal því vera lokið í árslok 1998. (Nordisk hálsa, nr. 3, okt. 1996) Næturvaktir og þyngd í franskri könnun á 469 hjúkrunarfræð- inguni, sem vinna á næturvöktum, liafa fundist tengsl á milli þyngdaraukningar og næturvinnunnar. Að meðaltali þyngdust hjúkrunar- fræðingar, sem unnu á næturvöktum, meira en þeir sem unnu dagvaktir og einnig kom fram að þeir sem unnu á næturvöktum neyttu meira áfengis og áttu frekar við ýmis heilsuvandamál að stríða. SEW News, seplember/oklóber-hefti 1996. Minnka líkur á Alzheimer? Tvær nýjar rannsóknir gefa til kynna að östrógen og bólgueyðandi lyfið ihuprofen geti minnkað líkurnar á Alzheimersjúkdómi. í annarri rannsókninni kom fram að þáttlakendur, sem tóku ekki östrógen, voru helmingi líklegri til að fá Alzheimersjúkdóm heldur en þeir sem lyfið tóku. Rannsóknin fór fram á vegum „The National Institute on Aging“ f Bandaríkjunum og var fylgst með þátttakendunum. 472 konum, í 16 ár. Hin rannsóknin stóð einnig yfir í 16 ár og fór fram á vegum John Hopkins háskólans. Þar voru skoðaðar skýrslur um 2000 manna sem höfðu tekið bólgueyðandi lyf. Hún sýndi að þeir sem tekið höfðu lyíið ibuprofen hefðu líklega minnkað líkur sínar á að fá Alzheimer sjúkdóm um 30-60%. Ekki kom fram hversu oft eða í hve miklu magni lyfið var tekið. Báðar rannsóknimar vekja bjart- sýni en sérfræðingar vara þó við að hér sé um frumrannsóknir að ræða. Það sem nú sé mest aðkallandi sé að öðlast þekk- ingu á hvort og þá hvemig lyfin vernda heilann fyrir sjúkdómnum. Fleiri rannsókn- ir þuifa að koma til, og jjegar eru nokkrar í gangi, til að hægt sé með óyggjandi vissu að segja til um þessi atriði. Sérfræðingar vara einnig við að notað sé ibuprofen sem hægt er að fá án lyfseðils til að koma í veg fyrir sjúk- dóminn, því hætta sé á hliðarverkun- um. Lyfseðil þarf til að fá östrógen. Los Angeles Times, júní 1996 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.