Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 60
Vinnuvernd í verki Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri Heilsuellingar Heilsuefling á vinnustað Heilsuvernd starfsmanna hefur unnið sér ákveðinn sess í heilbrigðis- þjónustu þótt enn sé langt í land að henni sé sinnt á fullnægjandi liátt. Hins vegar er heilsuefling nýrra hugtak og því niun ég gera stuttlega grein fyrir því. Eins og felst í orðinu heilsuefling er meginmarkmiðið að efla heilbrigði. Heilsuefling beinist að samspili einstaklings og umhverfis, hvetur til sjálfstæðrar ákvarðanatöku einstaklinga og samfélagslegrar ábyrgðar til að vinna að heilbrigðri framtíðarsýn. Heilsuefling er þannig víðtækara hugtak en fyrstu og annarrar gráðu forvarnir sem beinast fyrst og fremst að því að verja fólk fyrir ákveðnum sjúkdómum. Heilsuefling var skilgreind af Pender (1987) á eftirfarandi hátt: Heilsuefling er starfsemi eða hegðun, sem beinist að því að auka veltíðan og hvetja einstaklinga, fjölskyldur og hópa til að nýta meðfœdda og áunna eiginleika eða aðstœður til að elfa heilbrigði. (Pender, N.J., Heallh Promotion in Nursing Practice) Vert er að muna að heilbrigði er ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að lifa góðu lífi og einnig er hollt að hafa í liu^a að heilsueíling og heilsuvernd miða frekar að þvf að bæta lífi við árin heldur en að bæta árum við lífið. Segja má að frá því að iðnbyltingin hófst hafi verið unnið að því að bæta öryggi og heilbrigði starfsmanna með þvf að minnka áhættu í umhverfinu. Heilsu- efling starfsmanna á sér hins vegar mun slyttri sögu. Það er einkum á síðasta áratug að áhersla hefur verið lögð á líðan og heilsu starfsmanna umfram það að minnka áhrif áhættuþátta í umhverfi. Að sjálfsögðu tengjast þessar leiðir og eftirfarandi þrír þættir niiða allir að þvf að bæta heilsu starfsmanna: Oryggisþættir í umhverfi; • Starfsmannalieilsuvernd; Heilsuefiing á vinnustað. Hvers vegna að sinna heilsueflingu á vinnustað? Vinnustaður er ákjósanlegt umhverfi til heilsueflingar. Þar hægt að ná til margra á tiltölulega auðveldan hátt; hægt er að gera áætlanir til langs tíma; vinnufélagar geta stutt hver annan; hægt að ná til ungs og miðaldra fólks sem lítið leitar til heilbrigðisþjónustu og fær því ekki fræðslu á þann hátt; heilsuefling á vinnustað hefur áhrif á fjölskyldur starfsmanna og hefur þannig víðtækari áhrif í samfélaginu. Ávinningur vinnuveitenda: • aukinn árangur og framleiðni; • bættur starfsandi og trúnaður við vinnustað/-veitanda; • færri íjarvistir og minni sjúkrakostnaður • meiri stöðugleiki og hæfara starfsfólk • betri íniynd fyrirtækis. Ávinningur starfsmanna: • betri andleg og lfkamleg Ifðan; • aukin vellíðan og betri samskipti á vinnustað; • betra vinnuumhverfi; • meiri möguleikar til að hafa áhrif. Hvernig á að standa að heilsueflingu á vinnustað? Til að ná sem bestum árangri í heilsueflingu á vinnustað er nauðsynlegt að skipuleggja staifið vel. Starfsáætlun má skipta í sex þrep: meta þarfir, móta stefnu, setja Iram markmið, kanna viðhorf starfsmanna, framkvæma áætlun og meta árangur. Algengustu verkefnin beinast að reykingum, streitu, hreyfingu, mataræði og slysum. Mikilvægt er að allir á vinnustað taki þátt f að móta áætlun og á þann liátt er höfðað til ábyrgðar- og samkenndar sem er forsenda þess að vel gangi. Til að tryggja framgang verkefnisins er best að setja á laggirnar vinnuhóp, „heilsuráð“, sem heldur utan um verkefnið. í heilsuráðinu geta verið: verkefnisstjóri (t.d. heilsu- gæslu-hjúkrunarfræðingur), starfs- mannastjóri, fulltrúi starfsmanna, trúnaðarlæknir og aðrir, allt eftir stærð og eðli vinnustaðarins. Dæmi um verkefni hér á landi Verkefnið Heilsuefiing, sem er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytis og landlæknisembættis, hefur unnið að heilsueflingu á vinnustöðum á ýmsan máta. í heilsubæjunum fjórum, Húsavík, Hornafirði, Hveragerði og Hafnaifirði, hefur verið unnið að heilsueflingu meðal bæjarstarfsmanna, hafnarstarfsmanna, starfsmanna í skólum, leikskólum, verslunum og á heilsugæslustöðvum, Algengasta leiðin var að meta Ifkams- ástand og lífstíl starfsmanna í upphafi og bjóða þeim síðan ráðgjöf og fræðslu, vinnumhverfi bætt þannig að það hvetji starfsmenn til heilbrigðra lífshátta og stofnaðir göngu- og skokkhópar. Eftir ákveðinn tíma var starfsmönnum boðið aftur mat til að meta árangur verkefn- isins. Verkefnisstjórn Heilsueflingar hefur verið í samstarfi við Ríkisspítala um heilsueflingu meðal starfsmanna þar. Þar var tekin sú ákvörðun að hafa þemamánuði þar sem fjallað var um efni eins og hreyfingu, reykingar, mataræði og streitu. Þar var hægt að nýta starfs- krafta innanhúss á ýmsan háll til að sjá um fræðslu og leiðbeiningar. Sem dæmi má nefna að íþróttafélag spítalans jók fjölbreytni í framboði á ýmis konar líkamsþjálfun, stjórn spítalans greiddi niður reykinganámskeið og starfsfólk mötuneytisins bauð upp á nýjungar og smökkun. Nú er verkefnisstjórn Heilsueflingar að hefja samstaií við Granda hf. um svokallaðar heilsuáhafnir. Þar verður unnið með áhöfnum togar- anna að því að bæta starfsuinhverfi og fá sjómennina sjálfa til að liuga meira að heilsu sinni. Heilsuefling á vinnustað er mikilvægur liður í heilsuellingu í samfélaginu og hjúkrunarfræðingar hafa verið í fararbroddi í heilsueflingarstarfi. Það er von mín að með þessu greinar- korni takist að vekja áhuga enn fleiri hjúkrunaifiræðinga til að sinna einnig þessuni þætti vinnuverndar. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.