Litli Bergþór - 01.12.2013, Page 43

Litli Bergþór - 01.12.2013, Page 43
Litli-Bergþór 43 Menningargöngur í Bláskógabyggð Menningarnefnd Bláskógabyggðar stóð fyrir nokkrum menningargöngum um sveitar- félagið í sumar. Göngurnar mæltust vel fyrir, voru ágætlega sóttar og leiðsögumenn stóðu sig afskaplega vel. Gengið var um skógræktina í Haukadal undir leiðsögn Hreins Óskarssonar skógarvarðar, Laugarásjörðina í fylgd Bjarna Harðarsonar, Laugarvatn undir stjórn Pálma Hilmarssonar og að lokum að sýrukerinu á Bergsstöðum með Einari Á. Sæmundsen. Erindi leiðsögumanna voru bæði fróðleg og skemmtileg og var ekki annað að sjá en að fólk nyti sín vel í göngunum. Þakka ber líka sérstaklega vel Fríði Pétursdóttur í Laugargerði fyrir velvild hennar og höfðingsskap þegar hún bauð öllu göngufólki er gekk um Laugarás upp á kaffi og meðlæti í lok göngunnar. Á myndunum sem teknar eru af Reyni Ásberg og Skúla Sæland og hér fylgja úr menningar- göngunum, má sjá að göngufólk lét ekki smá bleytu á sig fá, en að lokum fengum við blíðviðri í síðustu göngunni. Skúli Sæland, formaður menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.