Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 149. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezneff varar Reagan við Moskvu, 8. júlí. AP. TASS-FRÉTTASTOFAN sovézka skýrdi frá því í dag að Brezhneff forseti Sovétríkjanna hefði sent Reagan forseta Bandaríkjanna orðsendingu þar sem Bandaríkja- stjórn er vöruð við því að senda bandarískt herlið til Líbanon. f orðsendingunni sagði að ef band- arískir landgönguliðar yrðu sendir til Líbanon „mundi Sovétstjórnin haga stefnu sinni með fullu tilliti til þess“. Ekki var frá því greint hvað Sovétstjórnin ætlaði að taka til bragðs ef Bandaríkjamenn tækju þátt í því að senda fjölþjóðlegt friðargæzlulið til Líbanon, en lið- inu er ætlað að hafa umsjón með brottflutningi PLO-manna úr landinu. Að sögn TASS skoraði Brezhneff á Reagan að gera allt sem hægt væri til að binda enda á blóðbaðið í Líbanon, en gæta þess um leið að hættulegt væri að senda þangað bandaríska her- menn þar sem slíkt mundi einung- is verða til þess að hella olíu á eldinn. Þýski risinn, Horst Hrubesch, skorar hér úr vítaspyrnu gegn Frökkum í gær og tryggir Þjóðverjunum sæti í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn í gær þótti sá mest spennandi í HM frá upphafi og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Sjá nánar á íþróttasíðum, á bls. 28, 29, 30 og 31. Líbanskir skóladrengir skoða ísraelska skriðdreka sem raðað er upp í út- hverfi BeÍrÚL AP-símamynd. Rannsókn vegna Falk- landseyjastríðsins Iaundúnum, Port SUnley, 8. júlí. AP. ísraelsmenn: Halda uppi skothríð á síðasta vígi Beirút, 8. júlí. AP. ÍSRAELSMENN skutu í dag úr skriðdrekum á síðasta vígi PLO í V-Beirút samtimis því sem vinstri sinnaðir múham- meðstrúarmenn tókust á um bækistöð erlendra fréttamanna í miðborginni. I byggingunni voru um 200 erlendir fréttamenn þegar mest gekk á en enginn þeirra særðist, þótt skotiö væri á húsið í sífellu og það sé illa farið. BREZKA þingið ákvað einróma í dag að láta fara fram rannsókn á því hvers vegna ekki var um það vitað, fyrr en um seinan, að innrás Argent- ínumanna í Falklandseyjar væri í að- sigi. Ákvörðun um opinbera rannsókn var tekin án atkvæðagreiðslu og mót- mælalaust. Stefnt er að því að rann- sókn Ijúki innan sex mánaða. í umræðum í Neðri málsstofunni gagnrýndi James Callaghan, fyrr- um forsætisráðherra stjórn Ihalds- flokksins harölega fyrir rangt mat sem hefði leitt til „ónauðsynlegrar styrjaldar" og kvaðst hann kalla Margaret Thatcher forsætisráð- herra til ábyrgðar í því efni. Rex Hunt, sem til skamms tíma var landstjóri á Falklandseyjum en er nú æðsti borgaralegi ráðamaður á staðnum, lýsti því yfir í dag að Argentína hefði hlutverki að gegna varðandi framtíð eyjanna. Hann átti von á því að eftir sex mánuði yrði tímabært að setjast á rökstóla til að ræða um skipan mála á eyjun- um þegar til lengri tíma væri litið, en Ijóst væri að eyjaskeggjar yrðu aldrei til viðtals um að eyjarnar kæmust undir yfirráð Argentínu- manna. Allt annað en sjálfstæðis- málið ætti að verða hægt að ná samkomulagi um. frá því í dag að stjorn Reagans hefði tilkynnt stjórnum fjögurra vestrænna ríkja, að Bandaríkin ætluðu ekki að undirrita hinn nýja alþjóðlega hafréttarsáttmála. Þeg- ar Morgunblaðið leitaði skýringa í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær fengust engin svör, en The Ekki er vitað hvað varð til þess að Israelsmenn hófu að nýju árásir á vígi PLO.sem er örstutt frá forsetahöllinni þar sem Habib, sendimaður Banda- ríkjaforseta, sat á rökstólum með Elias Sarkis, forseta Líban- on og Butros utanríkisráðherra, Washington Post hefur upplýs- ingarnar frá bandarískum embætt- ismanni, sem óskar nafnleyndar og segir að ákvörðun hér um hafi Reagan forseti tekið að loknum fundi bandaríska öryggisráðsins á þriðjudag í síðustu viku. Stjórn Bandaríkjanna lýsti því yfir í byrjun árs 1981, að hún til að ræða um hlutverk friðar- gæzlusveitanna sem fyrirhugað- ar eru. Skip sjötta flota Bandaríkja- hers eru úti fyrir strönd Beirút og gætu verið komin að landi með þriggja stunda fyrirvara. mundi ekki undirrita sáttmál- ann nema drög hans væru endurskoðuð og þar tekið tillit til óska Bandaríkjamanna. Þessi krafa olli því að lokafundur Haf- réttarráðstefnu SÞ var frestað um ár, en í apríl sl. var sam- þykkt með atkvæðum 130 þjóða að leggja sáttmálann fram til undirritunar í lok yfirstandandi PLO ísraelskt herlið annast flutn- inga á vistum til V-Beirút. Kristnir hægrimenn í Líbanon hafa lýst sig andvíga því að bandariskar friðargæzlusveitir komi til landsins, og Gemayel, leiðtogi þeirra, lýsti í dag áhyggjum sínum yfir því að til átaka kæmi ef bandarískt lið kæmi á staðinn og kvaðst þess fullviss að her hægri manna væri færastur um að halda þar uppi lögum og reglu þegar búið væri að fjarlægja PLO-menn. árs. Að sögn The Washington Post eru það Bretland, Japan, V-Þýzkaland og Frakkland sem hafa fengið tilkynningu um að Bandaríkjamenn ætli ekki að undirrita sáttmálann, en fram að þessu hafa þeir einkum sett fyrir sig þau ákvæði er viðkoma vinnslu málma á hafsbotni. Washington Post: Bandaríkjastjórn ætlar ekki að undirrita nýjan hafréttarsáttmála Washington, 8. júlí. AP. THE WASHINGTON Post skýrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.