Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. 17 skátahreyfingin í SÍÐUSTU viku voru liðin 110 ár frá fæðingu stofnanda skátahreyfingarinnar, en það var Robert Baden-Powell, og í tilefni af því flutti skátahöfðingi ísiands, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, erindi um hann á fundi í Rotary- klúbbi Reykjavíkur á miðvikudaginn var, 22. febrúar. Morgunblaðið fékk leyfi Jónasar til þess að birta erindið. komizt að í Charter-House-skól- anum, en Charter-house-skólinn var gömul stofnun, upphaflega klaustur frá 14. öld, en tók þá RiOBERT Baden Powell var fædd ur í London 22. febrúar 1857. I»ann mánaðardag halda skátar hvarvetna um heim hátíðlegan. Þegar einstaklingur öðlast heimsfrægð á tveimur gerólíkum sviðum, hlýtur að vera lær- dómsríkt að gefa gaum að ævi hans og athuga þáttaskiptin í lífi hans, jafnvel þótt aðeins í stórum dráttum sé. Fyrir nokkr- um árum voru tveir Englend- ingar að ræða um Baden Powell og sagði annar, að ljóst væri, að Baden Powell hefði verið mikil- menni, enda hefði hamingjan alltaf fylgt honum. Hinn svaraði að það .væri rétt, að Baden Powell hefði verið mikilmenni, eu ekki af því að hamingjan hefði fylgt honum, það væri sönnu nær að segja, að mikil- mennin nýttu til fulls þau tæki- færi, sem á vegi þeirra verða og þá hæfileika, sem þeim eru gefn ir í vöggugjöf og þróast með þeim í uppeldi. Robert skrifaði nokkrar regl- ur á blað þegar hann var átta ára gamall: „Reglur fyrir mig þegar ég er orðinn stór.“ Hann segir þar m.a.: „I>ú verður að biðja til guðs hvenær sem þú getur, en þú getur ekki orðið góður með því einu að biðja, þú verður að reyna eins og þú getur að vera góður“. I>að sá segja, að þessi regla hafi verið honum leið arljós gegnum lífið. Líf Banden Powell skiptist í tvo megin þætti, fyrri þátturixvn er þjónusta hans í hernum, en hinn er starf hans fyrir skáta- hreyfinguna. En þegar skyggnzt er í ævisögu hans og minningar, hlýtur hugurinn ósjálfrátt að hverfa að tjaldbúðum á Brown- sea-eyju, sú eyja er við suður- strönd Englands, rétt fyrir vestan Bournemouth. Þar safnaði hann saman 25 drengjum úr ýmsum áttum og ýmsum stéttum árið 1907 og reyndi í hálfan mánuð að koma í framkvæmd þeim hug myndum, sem smám sarnan höfðu myndast í huga hans, varð andi uppeldi drengja. Brown- sea-eyjan er því í naun og veru fæðingarstaður skátahreyfingar- innar. Og það er eins og allt starf Baden Powell fram að fimmtugsaldri hafi miðast að því að gera honum kleift að byggja upp þessa æskulýðsstarfsemi, sem hefur náð svo mikilli út- breiðslu sem raun ber vitni um. Þótt móðirin hefði mikil áhrif á Robert, höfðu eldri bræður hans það einnig. En með þeim fór hann í margar útilegur og margar róðrarfeðir. Bræður hans voru mjög áhugasamir um íþrótt ir, þeir voru góðir sundmenn, knattspyrnumenn og áhugamenn um sjómennsku. Hann kynntist hjá þeim afli samstarfs, gildi taf- arlausrar hlýðni og hvað er að gjalda fyrir eigin mistök. Hann segir frá því einu sinni, þegar hann hafði sett of mikið salt í súpuna, þegar hann var kokkur, þá ,var hann látinn borða hana alla sjálfur. Naumur fjárhagur móðurinnar opnaði augu hans Heimsókn Baden Powell tii Islands 12. ágúst 1938. Á myndinni eru talin frá vinstri. Jakobína Magnúsdóttir kvenskátaforingi, Lady Baden Poweli, Baden Poweli og Helgi Tomasson, skáta- höfðingi. Jónas B. Jónsson aðeins 40 drengi í einu, sjálfsagt valda nemendur, enda komu þaðan margir af hinum ágæt- ustu mönnum Breta. sem létu hermenn hans báru af öðrum í snyrtimennsku, að vaskleika á vígvellinum, að siðprýði og hreysti. Hann var mjög farsæll foringi, góður teiknari og rit- höfundur og vann sér brátt mik- inn orðstír á því sviði. Og frá Indlandi fór hann aftur til Suð- ur-Afríku, þegar Búastríðið stóð og vörn Banden Powell við Mafeking, talin með því bezta, sem um getur í hernaðarsögu Englendinga. Hann var eftir Á gamlársdag 1961. Skátar flytja forseta Islands áramótakveðju. fyrir ánægjunni af því að gera hlutina sjálfur og notast við það, sem til var. Þegar Robert var 13 ára fékk hann skólavist í Edinborg, en rétt áður en hann fór þangað var honum tilkynnt, að hann hefði Gamlarskvöld 1961. Reykviskir skatar senda forseta Islands ára- mótakveðju skátahöfðingja og íslenzku skátahreyfingarinnar með Ijósmerkjum yfir Skerjafjörð, þar sem annar hópur skáta tók á móti kveðjunni, skrautritaði hana og færði forsetanum. Svaraði forsetinn með kveðju til skátahöfðingja og var hún send með' sama hætti. mikið til sín taka um aldamót- in. Á þeim skóla kynntist hann manni, sem hét dr. Brow, ágæt- ur maður og góður kennari og hafði mikla trú á gildi einstakl- ingsins. Hann kenndi Baden Powell svo vel að nota hæfi- leika sína, að af 700 nemendum, sem gengu samtímis undir her- próf, varð hann nr. tvö í ridd- araliðinu og nr. 4 í fótgöngulið- inu. Síðan var hann skráður beint í sveit riddaraliðs og send- ur til Indlands, og varð það upp- haf af margra ára herþjónustu í Indlandi og Afríku. í Indlandi iðkaði Baden Pow- ell mikið íþróttir og hvers kon- ar útilíf. Hann hafði yndi af hestum og ferðalögum, tók þátt í villisvínaveiðum, í austurlenzk- um knattleik, sem fer fram á hestum og vann árið 1883 mikil verðlaun, Kadir-bikarinn, sem þótti mikill frægðarauki í þann tið. Frá Indlandi var hersveit hans flutt til Afríku og þar nutu sín vel athyglis- og ályktunar- gáfur hans, sem móðir hans hafði þroskað með honum í æsku og hann þjálfað með sér í herþjón- ustunni í Indlandi. Frá Afríku var hann aftur sendur til Ind- lands og hafði þar það starf með höndum að þjálfa hersveitir, og þetta þjóðhetja og var fagnað geysilega vel þegar hann kom aftur til Englands. f æviminningum sinum segir Baden Powell frá mörgum skemmtilegum atvikum, sem komu fyrir hann í hernaðarferli hans. Þegar hann kom heim frá Afríku 1903 var hann geirður að yfirþjálfara riddaraliðsins. Eitt sinn ákvað yfirherstjórnin, að hverri sveit riddaraliðsins skyldi fylgja tvær stórar vélbyssur og tveir hestar skyldu draga hverja byssu. Byssurnar og hestarnir komu á réttum tíima til herdeild- anna, en það gleymdist að senda aktygin. Baden Powell skrifaði nokkrum sinnum og bað um at- tygin, en fékk ekkert nema við- urkenningu fyrir því, að bréfin hefðu verið móttekin. Fann hann þá upp á því að senda yfirher- ráðinu teikningu aí aktygja- lausum hesti, sem ýtti vélbyss- unni áfram með rassinum. Tók hann það fram í bréfi, að hann afiþakkaði sínar fyrri pantanir, þar sem hann hefði uppgötvað, að aktygi væru ónauðsynleg, hann væri farinn að þjálfa hest- ana í því að ýta fallbyssunum áfram. Við þessu bréfi féikk Baden Fowell ekkert svar, en ak- tygin komu um hæl. í Indlandi hafði Baden Pow« ell skrifað bækling um herþjálf- un. Hann kallaði þann bækling Aids to Scouting og þegar hann kom heim til Englands var hon- um sagt að margir skólakennarar og liðsforingjar notuðu bækling hans, aðallega við ferðalög, úti- líf og útilegur og ýmis konar þjálfun. Maður að nafni Sir. William Smith hafði 1883 sitofnað til drengjasamtaika á vegum sunnu- dagaskólasam/bandsins. f þessum samtökum voru drengir frá 11- 17 ára og voru þau kölluð Boys Brigade. Þessi samtök eru ennþá til og eru nú innan þeirra vé- banda um 250 þúsund drengir. Sir William Smith bað Baden Powell um að skrifa aðra bók, sem væri byggð á sömu sjónar- miðum, en þó á breiðari grund- velli. Það gerði Baden Poweil árið 1907, þegar hann hætti i herþjónustunni. Var dvölin á Brownsea-eyju nokkurs konar tilraun á þessum hugmyndum hans. Hann kallaði bók sína Scouting for Boys og var hún gefin út í ‘hefturn hálfsmánaðar- lega og fyrsta heftið kom út í janúar 1908. Drengir um gervallt landið keyptu bókina og hópuð- ust saman í smáflokka, klædd- ust í stuttar buxur og voru með staf í hendi eins og Baden Pow- ell hafði oft notað í herþjónustu sinni og á Brownsea-eyju. Árang urslaust reyndi Baden Powell að fá einhvern til þess að taka þennán mikla hóp drengja undir verndarvæng sinn, en það var þegar orðið ljóst, að drengirnir sjálfir höfðu hafið þarna nýja hreyfingu. Fleiri útgáfur af bók- inni komu á markaðinn í Eng- landi og jafnframt barst bókin til annarra landa, en í maí 1908 kom fyrsta heildarútgáfan út. Var Chile fyrsta landið utan Bretlands þar sem bókin var tekinn í notkun. Sumir héldu að þetta væri stundarfyrirbæri, en svo fór, að skrifstofa var leigð undir starfsemina. Ári seinna var upplagið af bókinni orðið 100 þúsund eintök og 1910 heimilaði Eðvarð konungui 7. að gefið væri út sérstakt skátamerki, Kings Scout Badge og lávarðarnir Kitéhener og Haldane unnu að því að fá Baden Powell til að segja sig úr hernum og helga skátunum starfskrafta sína.' Þetta gerði Baden Powell. Churchill segir reyndar í endurminning- um sínum, að hermálaráðuneytið hafi verið fúst til þess að veita Banden Powell lausn, því að það hafði ekki verið of ánægt með þá miklu aðdáun, sem fólst í hyllingu fólks á Baden Powell. Ohurohill segir einnig, að þessi ákvörðun Baden Powells að segja sig úr hernum og taka upp starf í skátahreyfingunni hafi verið happ fyrir England, ein- kunnarorðin „Vertu viðbúinn“ hafi haft mikla þýðingu fyrir Framhald á bls. 11. Baden Powell og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.