Morgunblaðið - 22.11.1975, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975
Kammer-
tónleikar
Kcnnaraháskóli Islands 20. 11.
1975 □ Efnisskrá: J.S.Bach:
Sónötur í E-dúr og e-moll fyrir
flautu, sembal og cello og
einleikspartíta fyrir flautu.
Starfshópur um tónlist nem-
enda í Kennaraháskóla Islands
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
efndi til Kammertónleika í
skólanum s.l. fimmtudagskvöld.
Flytjendur voru þau Manuela
Wiesler flautuleikari, Helga
Ingólfsdóttir semballeikari og
Pótur Þorvaldsson eelloleikari.
Viðfangsefnin voru eingöngu
verk eftir J.S.Bach, þar sem
Manuela Wiesler lók aðalhlut-
verkið. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur hún náð umtalsverðum
þroska í list sinni og virðist í
stöðugri framför, þó tækifærin,
sem hún fær til tónleikahalds
séu ekki of mörg, fremur en svo
margra annarra ágætra tón-
listarmanna okkar. Agaður
leikur hennar bar heimavinn-
unni fagurt vitni, en hún lék í
senn af miklu öryggi og ágætri
tækni, sem enginn öðlast, er
ekki æfir sig reglulega og tekur
list sína alvarlega. í einleiks-
partitunni gafst besta tæki-
færið til að sannfærast um
ofangreind atriði. Þverflautan,
sem hljóðfæri gefur ekki ýkja
mikla möguleika til blæbrigða-
riks leiks nó mikilla styrkleika-
breytinga, en Manuela notar
hvort tveggja til hins ýtrasta,
þannig lók hún Sarabande-
þáttinn af mýkt og hlýju, en um
leið með dramatískri spennu,
og i „Bourré a I ’Anglaise" naut
fingrafimi hennar og öndunar-
tækni sín ágætlega.
Þáttur Helgu Ingólfsdóttur
og Póturs Þorvaldssonar var
ekki stór þetta kvöld, en undir-
leikur þeirra við flautuleik
Manuelu var áferðarfallegur og
hnökralítíll, sem jók á ánægju
stundarinnar. Starfshópur um
tónlist í Kennaraháskóla Is-
lands á lof skilið fyrir framtak
sitt.
Prenteinokun og prent-
frelsi á íslandi
MIKILL áhugi er fyrir þvf að
eignast prentblöðin úr Guten-
bergsbiblíunni sem og myndina
úr vísindariti Olai Magni, sem
gestir fá gefins úr Gutenbergs-
pressunni á Kjarvalsstöðum.
I dag kl. 16 (laugardag) flytur
Gils Guðmundsson alþingismaður
erindi á Gutenbergsýningunni og
nefnist erindið „Prenteinokun og
prentfrelsi á íslandi“. Þar er
greint frá flestum tilraunum, sem
gerðar voru til að rjúfa hina
algeru prenteinokun, sem ríkti
hér á landi meðan prentsmiðja
var aðeins ein og algjörlega notuð
í þágu kirkjunnar. Er þessi þáttur
prentfrelsis- og prentsmiðjusögu
rakinn allt frá því er Brynjólfur
biskup Sveinsson reynir án árang-
urs að koma upp prentsmiðju í
Skáiholti, til að keppa við Hóla-
prentsmiðju, og til ársins 1886,
þegar Alþingi samþykkir löggjöf
um prentsmiðjur. Sú Iöggjöf
heimilar hverjum sem er fjár sins
ráðandi og hefur óflekkað mann-
orð, að reka prentiðn á Islandi.
Forgöngumenn þeirrar löggjafar,
séra Sigurður Stefánsson í Vigur
og Jón Olafsson, höfðu báðir átt í
stríði við að fá leyfi til prent-
smiðjureksturs, og Jón Ólafsson
verið dæmdur í allháa sekt fyrir
að hefja rekstur prentsmiðju, án
þess að konungsleyfi væri fengið.
Leyfi fyrir þeirri prentsmiðju,
Elliðavatnsprentsmiðju, fékkst
aldrei, og er talið að hún hafi
drafnað niður og orðið að engu á
Elliðavatni.
Gutenbergsýningin verður opin
um helgina kl. 14—22.
Sýningunni lýkur i næstu viku
og verður þá dregið úr gestahapp-
drætti, en aðalvinningurinn er
Þjóðsögur Jóns Árnasonar, sex
bindi (útgefnar af bókaútgáfunni
Þjóðsögu).
• Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur heldur basar og
kökusölu að Freyjugötu 14 sunnudaginn 23. nóv. kl. 2
e.h. Þar verða prjónavörur í miklu úrvali og ýmsir aðrir
góðir munir t.d. til jólagjafa. Hafa konur karlakórs-
manna unnið til styrktar kórnum á þennan hátt um
árabil.
Hluti þingfulltrúa á 26. ársþingi L.H., sem haldið var í
Félagsheimilinu Stapa í Njarðvikum. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
Samþykktir 26.
ársþings L.H.
Ársþing Landssambands hesta-
mannafélaga, hið 26. í röðinni,
var haldið í Félagsheimilinu Stapa
í Njarðvikum helgina 8. og 9.
nóvember s.l. í blaðinu siðast lið-
inn laugardag var gerð nokkur
grein fyrir störfum þingsins en f
þessum þætti og þeim næstu
verður gerð grein fyrir sam-
þykktum þingsins og byrjað á
þeim tillögum, sem mótanefnd
þingsins lagði fyrir þingið. Rétt
þykir að geta í fáum orðum þeirra
umræðna, sem fram fóru og eru
þær birtar í tengslum við viðkom
andi samþykkt. Þátturinn hvetur
alla þá, sem áhuga hafa á að koma
á framfæri skoðunum sfnum varð-
andi þær samþykktir, sem ársþing
L.H. sendir frá sér að þessu sinni
að senda þættinum línu. Á þinginu
störfuðu eftirtaldar fimm nefndir:
mótanefnd, kynbótanefnd,
fræðslunefnd, fjárhagsnefnd, og
allsherjarnefnd.
MÓTANEFND fékk til úrvinnslu
æði margar tillögur og var I
þessum tillögum komið víða við,
þó sumar fjölluðu um lik efni.
Verður hér á eftir getið þeirra
tillagna, sem komu frá mótanefnd
og þingið samþykkti.
MÓTANEFND RAÐI NIÐUR
MÓTSDÖGUM
Þingið samþykkti að setja á
stofn fastanefnd, sem kallist
mótanefnd. í henni eiga sæti 5
menn og séu þeir kosnir árlega á
1. fundi hvers starfsárs stjórnar-
innar, 1 úr hverjum landsfjórðungi
og formaður án tillits til búsetu.
Hlutverk nefndarinnar er að raða
niður mótsdögum hestamanna-
félaganna á hverju keppnistima-
bili í samráði við stjórnir hesta
mannafélaganna. Umsóknir hesta
mannafélaganna um mótsdag
skulu hafa borizt nefndinni fyrir 1.
marz ár hvert. Heimilt er stjórn
L.H. að breyta ákvörðunum móta-
nefndar, ef sérstakar ástæður
gera það óhjákvæmilegt.
Upphaflega var þessi tillaga
komin frá stjórn L.H. og sagði Albert
Jóhannsson, form L.H., þegar hann
mælti fyrir tillögunni, að hún væri
flutt af brýnni nauðsyn og í Ijósi
fenginnar reynslu. Hestamanna-
félögum hefði fjölgað mjög og erfitt
væri að raða niður kappreiðum
félaganna, þannig að ekki yrðu um
árekstra að ræða nema til kæmi
einhver samræming. Sagði Albert
að einnig bærist fjöldi fyrirspurna
erlendis frá á hverju vori, þar sem
spurt væri um hestaþmg sumarsins
í umræðum um tillöguna bentu
nokkrir ræðumenn á að með sam-
þykkt hennar væri mikilvæg
ákvarðanatekt færð úr höndum
félaganna Sem svar við þessu
bentu flutningsmenn tillögunnar á
að félögin ættu að senda umsóknir
sínar um mótsdaga til nefndarinnar
og nefndin ætti síðan í samráði við
félögin að raða dögunum niður Þá
var bent á að á liðnu sumri var búið
að ákveða tvö stórmót um sömu
helgina, þó á því yrði breyting
— 1. hluti —
Fjögur fjórðungsmót
verði á þremur árum
Ársþingið samþykkti að skora á
stjórn L.H. að vinna að því í sam-
vinnu við Búnaðarfélag íslands að
fjórðungsmót yrðu haldin i öllum
landsfjórðungum á milli lands-
móta, þannig að 4 fjórðungsmót
kæmu á 3 ár en fjórðungar skipt-
ust á um mótaröð. Næsta sumar
yrðu fjórðungsmót haldin bæði í
Norðlendinga og Sunnlendinga-
fjórðungi og árið 1977 yrði
fjórðungsmót á Austurlandi.
Samkvæmt búfjárræktarlögum
greiðir Búnaðarfélagið verðlaun fyrir
kynbótahross á fjórðungs- og lands-
mótum og hefur á undanförnum
árum aðeins reynzt unnt að fá fjár-
veitingu fyrir einu mót’ á hverju ári
Bæði er að með þessu móti geta
liðið æði mörg ár milli þess, sem
fjórðungsmót eru haldin í einstaka
fjórðungum og þar af leiðandi fást
kynbótahross ekki dæmd. Má sem
dæmi nefna að ef áfram verður fylgt
þeim reglum. sem gilt hafa fengju
Austfirðingar ekki fjórðungsmót fyrr
en 1979 en héldu síðast fjórðungs-
mót sumarið 1973 Hitt er að árið
1972 voru fjórðungsmót haldin
bæði á Norður- og Suðurlandi og
áhugi er fyrir því að á næsta sumri
verði ein.iig haldin fjórðungsmót I
báðum þessum íandsfjórðungum
Kemur þar til að Norðlendingar eiga
rétt á fjórðungsmóti þetta árið en
Sunnlendingar gera ráð fyrir að
halda landsmót árið 1978 og vilja
ógjarnan halda fjórðungsmót árið á
undan En þegar framkvæma á
þessa hugmynd verður að yfirstíga
þann þröskuld að afla fjár til verð-
launa á mótinu á Suðurlandi og
verður þá að leita til lánastofnana. í
Ijósi þessa er ofangreind tillaga
framkomin en næsta sumar verða
fjórðungsmót væntanlega haldin að
Melgerðiseyrum í Eyjafirði og á
Suðurlandi en hvar það verður hefur
ekki verið ákveðið
Þátttaka unglinga í
hestamótum
Þingið samþykkti að fela stjórn
sambandsins að undirbúa að upp
verði tekin skipuleg þátttaka ungl-
inga á öllum meiriháttar hesta-
mótum. Verði þetta ýmist í formi
keppni eða sýninga. Lagði þingið
til að skipuð yrði nefnd til að
semja reglur fyrir þetta atriði
handa mótsstjórnum að starfa
eftir og einnig að semja einkunna
stiga fyrir keppni unglinga í reið-
mennsku. Er að því stefnt að
nefndin skili drögum að slíkum
reglum og einkunnastiga fyrir
fyrsta júní n.k., þannig að reyna
megi á gildi þeirra á næsta sumri
og leggja þær sfðan endurskoð-
aðar fyrir næsta ársþing.
Á þinginu var kjörin milliþinga-
nefnd til að vinna að þessu verkefni
og voru þau Ragnheiður Sigur-
grímsdóttir, Félagi tamningamanna,
Rosmarie Þorleifsdóttir, Smára, og
Svanur Guðmundsson, Sleipni,
kjörin til að starfa í nefndinni.
Bannað að nota þyngdar
skeifur i keppni
Ársþingið samþykkti eftirfar-
andi tillogu sem reglugerð um
járningar keppn ishrossa og
hjálpartæki í reiðkeppni. í
gæðingakeppni eru allir þeir hlutir
og járningaaðgerðir bannaðar,
sem ýkja fótaburð keppnishrossa
eins og:
a) Lyf,
b) keðjur,
c) óeðlilega þungar skeifur,
d) skeifur með járnbotnum,
e) bitaskeifur
Formaður dómnefndar getur
veitt undanþágur fyrir notkun
hringskeifna, ef sýnilegir áverkar
eru á hóf, sem gera slíkan út-
búnað nauðsynlegan. Að öðru
leyti er afbrigðileg járning
bönnuð, nema vottorð frá dýra-
lækni staðfesti að hún sé nauð-
synleg. Einnig er lagt bann við þvf
að nota ganólar og hvers kyns
niðurbindingar sem hjálpartæki f
gæðingakeppni.
Tillaga þessi var nokkuð umdeild
á þinginu og vildu sumir láta bannið
einnig ná til svokallaðra plastbotna,
en notkun þeirra hefur færzt mjög í
vöxt Þeir sem andmæltu þessari
viðbót bentu á að hér væri aðeins
um að ræða sjúkrajárningu og ein-
ungis gripið til hennar til að hlífa
hófi hrossins, en ekki til að breyta
ganglagi þess Sumir þeirra sem til
máls tóku sögðu það skoðun sina að
mönnum ætti að vera frjálst með
hvaða hætti þeir járnuðu hross sín.
Tillaga þessi var samþykkt með 61
atkvæði gegn 24
Áfram unnið aS endur-
skoðun gæðingadóma
ÞingiS lagði til að milliþinga-
nefnd, sem unnið hafði að endur-
skoðun reglna um gæðingadóma,
héldi áfram starfi slnu og á meðan
yrði núverandi dómakerfi notað.
Fyrir þingið var lagt álit mílli-
þinganefndar um endurskoðun
reglna um gæðingadóma og hafði
það að geyma nokkrar tillögur um
breytingar á framkvæmd dómanna
Þá bárust einnig aðrar tillögur um
sama efni og m a frá Hestamanna-
félaginu Geysi og gerðu þær ráð
fyrir að uþþ yrði tekið það dóms-
kerfi, sem notað hefur verið á kapp-
reiðum félagsins nú siðustu ár
Öllum þessum tillögum var visað til
mótanefndar þingsins en þar náðist
ekki samkomulag um tillögur um
breytingar á reglunum og lagði
nefndin þvi til að milliþinganefndin
héldi áfram störfum sinum og fengi
til meðferðar þær tillögur, sem fram
komu á þinginu
Dómstigi fyrir unghross
Ársþingið samþykkti að kjósa
nefnd til að semja dómstiga fyrir
unghross ■ tamningu.
Eftirtaldir voru kjörnir í nefndina
Hreinn Árnason, Gusti, Pétur
Hjálmarsson, Herði, og Skúli Steins-
son, Sleipni
Aðrar tillögur, sem frá mótanefnd
komu og hlutu samþykki þingsins,
voru þessar
Ársþingið mælti með þvl að I
brokkkeppni á hestaþingum yrðu
ræst eins mörg hross samtlmis og
Framhald á bls. 21
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON