Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 17 ÞRJÁ borgara í Hveragerði á að heiðra í dag fyrir gifturík störf í þágu byggðarinnar en hér er um að ræða þá heiðursmenn Stefán J. Guðmundsson hreppstjóra, Magnús Ágústsson lækni og Tryggva Pétursson banka- stjóra. Þegar við heimsóttum þessa menn einn daginn í vikunni þá var það sérstakt að mörgu leyti, en þó fyrst og fremst vegna þess að sjaldan hittir maður þrenn hjón í röð sem búa yfir slíkri reisn í fasi og framkomu sem þetta fólk býr yfir að loknum löngum starfsdegi. Ef æska landsins fær skóla sem skilar slíkum stíl þarf íslenzkt þjóðlíf ekki að örvænta. A stanzlausri læknavakt í 50 ár að syngja og spila á píanó. Og bæði höfum við hjónin haft gaman af laxveiði. Við kynnt- umst reyndar í laxveiði í Þverá í Borgarfirði. Konan mín hafði verið leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur í ein 10 ár áður en við kynntumst, en þegar við fluttumst hingað til Hveragerð- is hóf hún að leika með Leikfél- agi Hveragerðis. Hún lék m.a. Höllu í Pjalla-Eyvindi. Þá gegn- di hún formannsstörfum í Leik- félaginu og oft fékk hún hingað landskunna leikara til þess að leikstýra. Má þar nefna Indriða Waage og Gísla Halldórsson. Eins og hún segir sjálf, þá lætur henni vel að spenna bogann hátt. Annars er allt ósköp venju- legt af okkur að frétta. Ég hef allt gott um sambýlið við svæð- ið að segja, menn hafa sýnt mér traust og það hafa verið skemmtilegar sviptingar í byggðinni. Miklar breytingar hafa orðið á fólksfjölda í Hvera- gerði t.d., en þó sérstaklega í Þorlákshöfn sem hefur vaxið frá grunni á þeim tima sem liðinn er síðan við komum hingað. Þegar við komum hingað keyptum við hús sem við seldum síðar Gísla Sigur- björnssyni og í því húsi byrjaði starfsemi Áss. Síðan byggðum við sjálf núverandi hús á yndis- legum stað og hér líður okkur vel.“ Magnea Jóhannesdóttir og Magnús Ágústsson læknir Stefán J. Guðmundsson hreppstjóri og Elín Guðjónsdóttir. „Líkað vel sambýlið við Hvergerðingaa „Ætli maður geti litið svo stórt á sig það sé hægt að neita því að tala við ykkur,“ sagði Stefán J. Guðmunds- son fyrrverandi hreppstjóri í Hveragerði þegar við sögð- umst vilja ræða málin stundarkorn. „Ætli við byrjum þá ekki á myndatökunni," sagði ég, „því ekki er nú verra að sýna fjallið sem um er að ræða.“ „Það er nú ekki víst að ég láti allt eftir þér,“ svaraði kempan um hæl, „ég er nú stamur fyrir og myndatökum er ég ekki vanur enda ósköp venjulegur alþýðumaður." Svo körpuðum við svolítið í mesta bróðerni og filman fékk sinn skammt. Þau hjón Stefán og Elín Guðjónsdóttir hafa búið í Hveragerði síðan 1935, eða svo gott sem síðan byggð hófst á staðnum. Það er talið að byggð hafi hafist í Hvera- gerði með tilkomu Mjólkur- búsins árið 1929 og þegar þau Stefán og Elín fluttust þang- að með tvö börn voru aðeins orfá hús þar. Stefán byggði hús’ árið 1937 en hann er byggingarmeistari. „Mín saga er ekki við- burðarík," sagði hann af hæ- versku sinni, „ég er bygg- ingarmaður og byrjaði að byggja hér þegar ég kom og minn þáttur hefur verið á því sviði. Mér hefur líkað vel sambýlið við Hvergerðinga, hér hef ég unnið og hér hef ég notið ákaflega mikillar gæfu og alið upp fimm syni. Hreppstjóri varð ég 6. júní 1948 og gegndi því starfi þar til 31. ágúst s.l., eða í alls liðlega 31 ár. Þá hef ég haft umboð fyrir Brunabótafélag íslands síðan 1964 og hef það ennþá þótt áttræður sé. Ég fæ mig ekki til þess að leggjast alveg í leti, hef alltaf starfað og langar til að starfa áfram. Ég held að elli kerling fari fyrst að gera vart við sig þegar maður leggur vinnuna á hilluna. Hreppstjórastarfið fyrr og nú? Jú, starfið er minna umfangs nú en áður. Það var erfiðara þegar lögregluskyld- an fylgdi því og skattamálin og þá hafði maður það á tilfinningunni að maður væri alltaf í návígi við sína granna. Hitt er svo að þjóðfélagið hefur aldrei metið störf hreppstjóra til verðs, þau eru lítils metin í krónutali. Þá má svo sem nefna að í 20 ár var það fylgifiskur hrepp- stjórastarfsins að vera um- boðsmaður jarðeigna ríkis- ins.“ „Hvað er þér eftirminni- legast af þeim störfum sem þú hefur lagt hönd hér í Hveragerði?“ „Af því sem ég vann tals- vert við og þykir líklega kærast, var stofnun spari- sjóðsins upp úr 1960. Þetta var ekki mikið fyrst en hjálpaði strax staðarbúum. Viðskiptalíf þjóðarinnar er orðið þannig að banki er nauðsynlegur á hverjum stað. Búnaðarbankinn tók síðan við starfi Sparisjóðsins þegar hann opnaði hér 1967 og við vorum svo lánsamir að fá þann ágæta mann, Tryggva Pétursson, sem bankastjóra, og hann hefur gert bankann að stórveldi hér austan fjalls. Spari- sjóðsstofnunin opnaði að mínu mati möguleikann á að fá hingað sterkari ba.nka, því ella er óvíst hvernig þau mál hefðu þróast. Hitt er svo að ekki hefur maður staðið einn í þessu daglega starfi, konan hefur verið mín styrka stoð og oft lentu ýmis störf á henni auk heimilishalds og uppeldis- mála. Hún hefur einnig sinnt ýmsum kvenfélagsmálum, en eftir langan starfsdag í Hveragerði eigum við marga góða kunningja og það er gott að hafa notið sérstak- lega góðrar gæfu.“ Nú er verið að heiðra Stefán fyrir gifturík störf í Hveragerði og s.l. sumar var hann viðstaddur 50 ára kaupstaðarafmæli á Nes- kaupstað, því hann var einn af fyrstu bæjarfulltrúunum þar, „og svo eru veizluhöld hérna núna,“ sagði Stefán, „svo það má segja að það sé tilbreyting í þessu, en hins vegar er nú kannski vissara fyrir þig að fara ekki langt með mig í spjallinu því að ég er nefnilega krati.“ Og þar með slógum við botninn í spjallið, því ég hafði haft það á tilfinningunni að þetta síðasta væri það eina sem hann langaði til þess að segja mér. Grein og myndir ÁrniJohnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.