Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Dansaí málverkinu Sjöfn Hafliöadóttir, listmálari sem undanfarin 37 ár hefur búið erlendis lýkur í dag við að sýna verksín hér heima ífyrsta sinn. „ÞAÐ er svo róandi að koma til Islands og eftir að vera búin að dvelja hér í rúma tvo mán- uði á þessu yndislega hausti er ég staðráðin í að koma fljótt aftur og nota þá timann til að mála. Ahrifin af landinu eru svo sterk og hér ríkir einhver friður og ró yfir öllu. Eg finn þennan frið um leið og ég legg af stað frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Þetta er svo allt öðruvísi en í Bandaríkjun- um, þar er svo auðvelt að tapa sér, en hér er svo gott að finna sjálfan sig.“ Sú sem talar svo fallega um það sem henni fínnst liggja í loft- inu á íslandi er Sjöfn Hafliðadótt- ir, listmálari. Sjöfn hefur á undanförnum 37 árum verið bú- sett víða erlendis, t.a.m. í Frakk- landi, Tyrklandi, Kanada og Egyptalandi, en mest þó í Banda- ríkjunum, þar sem hún býr nú í Floridafylki með eiginmanni sýn- um Gerog Provard, sem einnig er listmálari. Þau hafa dvalið hér um tveggja mánaða skeið og er það lengsta samfellda dvöl Sjafn- ar á heimaslóðunum frá því hún fluttist utan, en ástæðan heim- sóknarinnar nú er ekki síst sýning á verkum Sjafnar sem stendur yfír á Kjarvalsstöðum og lýkur í dag, sunnudag. Það var einmitt innan um ball- erínum, götulíf og hesta á veggj- um Kjarvalsstaða sem blaðamað- ur ræddi við Sjöfn, á sýningunni sem er hennar fyrsta á íslandi. „Sýningarnar sem ég hef tekið þátt í með öðrum eða haldið ein eru þó orðnar svo margar að ég man ekki töluna á þeim, enda er þetta mitt lifíbrauð," segir Sjöfn og kinkar kolli í átt að einni ball- erínunni sem situr í samskonar hvíldarstellingum og málarinn gerði sjálfsagt í eina tíð, því að upphaflega lá leiðin út vegna dansins og það fyrir tilstilli Þjóð- leikhússkólans, sem Sjöfn lærði ballett í á sýnum tíma. „Ég sakna þess kannski að dansa ekki lengur, og þó, ég er dansa í málverkunum. Svo fæ ég stundum hugmyndir sem ég móta í dans eða dansara á striganum og það er ekki eingöngu ballett sem mér finnst heillandi að mála. Allur dans heillar mig og eitt af því sem ég ætla að gera á næst- unni er að mála út frá þjóðdönsum ýmissa landa." - Finnst þér þú vera að gera ólíka hluti, miðað við íslenska myndlistarmenn? „Ég hef nú verið svo heppin að á þessum tíma hér hefur verið mikið af myndlistarsýningum í gangi og eftir að hafa skoðað þær þá er ég þeirrar skoðunar, já. Reyndar hef ég tekið eftir því að á flestum sýningum hér er um að ræða verk mikið yngra fólks og ég hef það svolítið á tilfínning- unni að mínir jafnaldrar láti lítið fara fyrir sér í sýningarsölunum." - En þið hjónin, eruð þið lík í ykkar listsköpun? „Við búum saman, vinnum saman og erum saman nánast öllum stundum, en við sýnum aldrei saman og myndirnar eru ólíkar. Hann er eins klassískur og sterkur í sinni list og ég er, ja nánast andstæð við það. En þó að við séum ólík að þessu leyti þá berum við mikla virðingu fyrir verkum hvers annars og ég segi fyrir sjálfa mig að klassíkin heill- ar mig alltaf. Hún stendur alltaf fyrir sínu og það þarf ekki lítið til í landi eins og Bandaríkjunum þar sem oft koma upp hreinar tísku- bylgjur í málaralist, staldra við í nokkra mánuði og hverfa svo,“ segir Sjöfn og bætir við að það sama megi segja um smekk fólks á málverk, hann sé mjög breyti- legur eftir stöðum og tíma. Og hvemig finnst henni þá smekkur íslendinganna sem hafa komið á sýninguna? „Mér þykir svo vænt um hvað fólkið sem kemur hingað skynjar gleðina og hlýleikann í verkunum og einhvemveginn kemst í gott skap. Mér finnst líka eins og fólk vilji sjá gleðina, hreinlega leiti eftir björtu hliðunum, rétt eins og ég vil gera sjálf. Ég vil sjá björtu hliðamar á lífínu og tilverunni og ég vil miklu fremur mála þær en allan ömurleikann sem er íheiminum,“ segir Sjöfn og bleikleit glaðværðin á veggjunum undir- strikar orð málarans. Viðtal/Vilborg Einarsdóttir Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Kannski sakna ég þess að dansa...“ Sjöfn Hafliðadóttir við eina af ballerínunum sínum á veggjum Kjarvalsstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.