Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C ll.tbl. 81.árg. FOSTUDAGUR 15. JANUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsætisráðherra Danmerkur segir af sér vegna Tamílamálsins Olíklegt þykir að hægri- stjóm Schliiters haldi velli Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér eftir að gefin var út skýrsla rannsóknardómara, sem sakaði ráðherrann um að hafa veitt þinginu rangar upplýsingar um Tamílamálið svokallaða. Schliiter kvaðst vilja að flokksbróðir sinn, Henn- ing Dyremose fjármálaráðherra, tæki við embættinu. Hann sagði að ekki yrði boðað til þingkosninga og mikilvægft væri að hægrimaður yrði næsti forsætisráðherra. Talið er ólíklegt að þingið fallist á þessa hugmynd, en stjórn borg- araflokkanna hefur aðeins 59 þingsæti af 179. Schliiter er 63 ára og hefur gegnt embættinu í rúm 10 ár. Hann kvaðst ætla að ganga á fund Mar- grétar Danadrottningar í dag og leggja fram afsagnarbeiðni sína. Leggist þingið gegn því að hægri- maður taki við embættinu ræðir drottningin við forystumenn flokk- anna og felur einhveijum þeirra að mynda nýja stjóm. Ólíklegt er talið að stjórn borg- araflokkanna haldi velli þar sem íhaldsflokkur Schliiters er sagður í sárum eftir afsögnina. Framtíð hennar ræðst af því hvort stjórnar- flokkunum eða Jafnaðarmanna- Sjóslys í Eystrasalti Ottast að 54 menn hafi farist Stralsund. Reuter. PÓLSKRI lestaferju hvolfdi I miklum stormi við Eystra- saltsströnd Þýskalands í gærmorgun. Ottast er að 54 menn hafi farist en 9 var bjargað. Feijan, Jan Heweliusz, var á leiðinni til Svíþjóðar með 10 lestarvagna og 29 flutningabíla þegar henni hvolfdi í grennd við eyjuna Rugen. 63 menn voru um borð, þeirra á meðal bílstjórar frá Þýskalandi, Aust- urríki, Ungveijalandi og Sví- þjóð. 40 lík fundust í gær og 14 var saknað, en 9 var bjarg- að upp í þyrlur. Leit var hætt í gærkvöldi og henni verður haldið áfram í dag þótt litlar líkur séu á að nokkur finnist á lífi. Ekki var vitað um orsakir slyssins en getgátur voru um að lestarvagnar hefðu færst til vegna stormsins. Vindhraðinn var allt að 160 km á klukku- stund. Áður hafði feijan tvisvar lagst á hliðina. Húri var smíðuð árið 1977 og í eigu pólska fyrir- tækisins Euroafrica, sem var einkavætt nýlega. flokknum tekst að tryggja sér stuðning þriggja miðjuflokka. Sjón- ir manna beinast einkum að einum þeirra, Radikale venstre, sem hefur gagnrýnt Schluter á undanförnum mánuðum. Takist Poul Nyrup Ras- mussen, leiðtoga Jafnaðarmanna- flokksins, að vinna Radikale venstre á 'sitt band er líklegt að hann myndi næstu stjórn. Hann varð leiðtogi jafnaðarmanna í fyrra og var áður hagfræðingur danska alþýðusam- bandsins. Þingforsetinn segir af sér Tamílamálið á rætur að rekja til ársins 1987 þegar Erik Ninn-Han- sen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að meina ættingjum tam- ílskra flóttamanna að flytjast til landsins. Þessi ákvörðun braut í bága við dönsk lög og nýr dóms- málaráðherra hnekkti henni. Schluter og fleiri stjórnmálamenn voru sakaðir um að hafa reynt að þagga málið niður og hann fól hæstaréttardómaranum Mogens Hornslet að rannsaka málið. Hom- slet gaf í gær út 6.000 blaðsíðna skýrslu um rannsóknina og segir þar að forsætisráðherrann hafi „beinlínis farið með rangt mál“ þegar hann sagði þinginu árið 1989 að engu hefði verið „sópað undir teppið“. í skýrslunni er mun harka- legri gagnrýni á Schlúter en búist var við og virtist hún koma forsæt- isráðherranum á óvart. H.P. Claus- en, þingforseti, sagði af sér í gær- kvöldi vegna þessa máls en hann tók við sem dómsmálaráðherra af Ninn-Hansen þegar hann varð að láta af embætti. Að auki segir í skýrslunni að tveir þekktir þing- menn íhaldsflokksins hafí farið með rangt mál er þeir eiðsvamir báru vitnL „Ég á erfítt með að skilja niður- stöðu skýrslunnar, ég tel enn að ég hafi ekki látið hjá líða að skýra frá öllum staðreyndum málsins,“ sagði Schltiter á stuttum blaða- mannafundi í gær. Hann bætti við að ásakanirnar væru svo alvarlegar að hann gæti ekki gegnt embættinu áfram. „Þetta em mjög mikilvægir tímar fyrir Dani og miklir hagsmun- ir í húfí,“ sagði hann og vísaði til þess að Danir eru nú í forsæti ráð- herraráðs Evrópubandalagsins og í hönd fer þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht-sáttmálann um pólitísk- an og efnahagslegan sammna að- ildarríkjanna. Sjá ennfremur miðopnu. Reuter Fór með rangt mál Poul Schltiter, forsætisráðherra Danmerkur (t.h.), er hér umkringdur blaðamönnum eftir að hafa tilkynnt að hann hygðist segja af sér. Ástæð- an fyrir falli Schltiters er skýrsla rannsóknardómara sem sakar hann um að hafa veitt danska þinginu rangar upplýsingar um Tamílamálið svokall- aða árið 1989. Japan Krónprins- inn dreymir um trönur Tókýó. The Daily Telegraph. JAPANIR eru enn í sjöunda himni yfir trúlofun krón- prinsins þeirra en urðu fyrir allmiklum vonbrigðum í gær þegar þeir komust að því að hann orti um trönur - ekki unnustuna - fyrir árlega ljóðaveislu Japanskeisara. Prinsinn orti hæku, sem er jaþanskur bragarháttur með þremur línum. í ljóðinu sér mælandinn trönuger fljúga upp í bláan himininn og æsku- drauminn rætast. Nokkrir ljóðaskýrendur sögðu reyndar að skáldið gæti hér verið að líkja unnustunni við trönur, sem tákna „hamingju" í hugum margra Japana. Japanskeisarar hafa haldið ljóðaveislur árlega frá 1879. Álmenningur getur sent keisar- anum ljóð og þau bestu eru lesin fyrir hann í veislunni. í þetta sinn urðu níu Japanir þessa heiðurs aðnjótandi og alls bárust 20.652 ljóð í sam- keppnina. Loftárásir bandamanna á suðurhluta Iraks Einungis helmingi skotmarka grandað Bush segir árásirnar hafa tekist vel Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti, sem nú á aðeins nokkra daga eftir í embætti, sagði í gær að loftárás flugvéla bandamanna á Suður-írak á miðvikudag hefði tekist mjög vel. Á blaðamanna- fundi var bent á að samkvæmt fyrstu könnunum virtist sem að- eins hefði tekist að granda fjórum af átta skotmörkum. „Og hvað með það?“ svaraði forsetinn. „Þeir gerðu árás, það er mikill varnarbúnaður á svæðinu sein gat stefnt þeim í hættu og nú er búið að draga mjög úr þess- ari hættu. Þetta er það sem skipt- ir máli.“ Forsetinn sagði þó of snemmt að fullyrða að Saddam Hussein íraksforseti myndi láta sér þetta að kenningu verða. Robert Gates, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og aðstoðaröryggismála- ráðgjafi Bush um það leyti sem Persaflóastríðið stóð yfir 1991, segir að ákveðið hafi verið að reyna ekki að steypa Saddam af stóli með því að hernema Bagdad. Talið hafi verið að nær ókleift myndi reynast að leita forsetann uppi í svo stóru landi. Sjá frétt á bls. 21. Matvæli hömstruð írakar hamstra inatvæli á markaði í Bagdad í gær eftir loftárásirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.