Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 282. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						44
oo
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
Guðrún Helgadóttir.
Var ekki þvinguð
„Þaö er enginn fótur fyrir því
aö ég hafi veriö þvinguð til að
láta sæti mitt af hendi til Bryndís-
ar Hlöðversdóttur. Ég tók þessa
ákvörðun ein og sjálf, að full-
nægðum þessum skilyrðum
vegna þess að ég geri mér full-
komlega grein fyrir því að flokk-
urinn þarf að endurnýja sig," seg-
ir Guðrún Helgadóttir í Morgun-
póstinum.
Ummæli
Bókmenntir ekki eins
og sykur og hveiti
„Bókmenntir eru ekki eins og
sykur og hveiti. Slíkar vörur selj-
ast allt árið en bækur nær ein-
göngu fyrir jólin. Hundrað bóka-
verslanir eru hins vegar að remb-
ast við að selja bækur allt árið.
Við værum afskaplega hlynntir
því að Bónus seldi bækur allt
árið," segir Arnbjörn Kristinsson
bókaútgefandi í DV.
Yfirstrumpar í
fílabeinsturni
„Þetta er virðingarleysi við tíma
bænda, mér telst til að það hafi
farið 21 dagsverk í bað hjá þess-
um átta búnaðarfélögum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu að kjósa einn
fulltrúa á búnaðarþing. Það eru
einhverjir yfirstrumpar í Bænda-
höllinni sem stjórna þessu og þeir
eru í fílabeinsturni," segir Þor-
steinn Gunnarsson bóndi í DV.
Frosinn fjármálaráðherra
„Það virðist sem fjármálaráð-
herra hafi frosið á fleiri stöðum
en í olnboganum," segir Kristín Á
Guðmundsdóttir,     formaður
Sjúkraliðafélags íslands, í Tím-
anum.
Hjólin fara að snúast
„Við munum að sjálfsögðu freista
þess að láta hjólin snúast meira
en gert hefur í þessum samninga-
viðræðum," sagði Friðrik Sop-
husson á Alþingi um sjúkraliða-
deiluna.
Heyrsthefur:
Vatnið er geymt í kerjum.
Rétt væri: Vatnið er geymt í
Gætum timgunnar
kerum: (Murium „leírA&rasmið-
inn.)
HAPPDRÆTTI
BÓKATÍÐINDA
3324
Bf þú finnur þetta
happdrættisnúmer á
baksíöu Bókatíöinda
skaltu fara meö hana í
nœstu bókabúö og sækja
ylririlriglrm:
Bókaúttekt aö andviröi
10.000 kr.
Eldri viriningsnúiner:
13693 -19512 - 490S1 - 70297
Bókaútgefendur
El vestan- og norðanlands
I dag verður suðaustan- og austan-
gola eða kaldi og víða él sunnan- og
vestanlands í fyrstu en gengur síð-
Veðridídag
degis í norðaustan- og norðankalda
eða stinningskalda með éljum vest-
an- og norðanlands. Heldur hægari
norðanátt og minni él þegar kemur
fram á nóttina. Hægt kólnandi veð-
ur. Á höfuðborgarsvæðinu er aust-
angola eða kaldi og smáél í fyrstu en
gengur í norðaustankalda og léttir til
síðdegis. Norðan- og norðaustankaldi
eða stinningskaldi og skýjað með
köflum í nótt. Frost 1-2 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 15.35
Sólarupprás á morgun: 11.07
Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.51
Árdegisflóð á morgun: 12.19
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri^	alskýjað	2
Akumes	alskýjað	2
Bergstaðir	skýjað	1
Bolungarvík	snjóél	-1
Keíla víkurflugvöllur	snjóél	-1
Kirkjubæjarklaustur	léttskýjað	-1-
Raufarhófn	hálfskýjað	2
Reykjavík	léttskýjað	-2
Stórhófði	léttskýjað	0
Bergen	skýjaö	7
Helsinki	alskýjað	2
Kaupmannahöfn	þokumóða	6
Stokkhólmur	rigning	5
Þórshöfn	alskýjað	5
Amsterdam	léttskýjað	8
Berlín	rigning	8
Feneyjar	þokumóða	8
Frankfurt	rign. á síð. klst.	10
Glasgow	skúrásíð. klst.	6
Hamborg	rigning	8
London	léttskýjað	2
LosAngeles	heiðskírt	12
Lúxemborg	léttskýjað	7
Mallorca	heiðskirt	6
Montreal	heiðskírt	-7
New York	skýjað	0
Nice	léttskýjað	8
Orlando	þokumóða	19
París	skýjað	8
Róm	þokumóða	12
Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri:
Ar^niiiiiiiðLiin spcnnðJHLdi
„Ég var eitthvað um sextán ára
gamall þegar ég gekk í Framsókn-
aröokkinn og fór fljótlega að starfa
innan flokksins, sat til að mynda í
stjórn Sambands ungra framsókn-
armanna tneð mönnum eins og
Olafi Ragnari Grímssyni, Baldrí
Óskarssyni, Friðgeiri Björnssynv
Má Péturssyni og fleirum, en þetta
í fyrsta sinn sem ég legg sjálfan
mig undir og fer í prófkjör," segir
Gunnlaugur  M.  Sigmundsson
Maðurdagsins
framkvæmdastj óri sem sigraði í
prófkjöri framsóknarmanna á
Vestfjörðum. Gunnlaugur sagðist
ekki í langan tlma hafa verið í
stjórnum og nefndum á vegum
Framsóknarflokksins: „Ég hef allt-
af haft skoöun á þjóðmálum og er
búinn að vinna lengi í flokknum,
meðal annars í kringum flokksþing
og miðstjórnarfundi. Ég hef komið
sjónarmiðum mínum á framfæri
með því að vinna í hendurnar á
öðrum, en fannst það orðið löng
leið og vildi fá tækifæri til að koma
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
skoðunum mínum sjálfur á fram-
færi.v
Gunnlaugur starfar sem fram-
kvæmdastjóri Kögunar hf. og er
starfandí stjórnarformaður í Mal-
bikunarstöðinni Hlaðbær-Colas,
sem er í eigu Shell International:
„Ég stofnaði Kögun ásamt öðrum
1988. Fyrirtækið hefur vaxið hratt.
Fyrsta árið störfuðu auk mín við
fyrirtækið eiginkona raín og tveir
verkfræðingar: í dag erura við 22
sera störfum við það. Kögun starfar
sem undirverktaki viö vinnu í stór-
um hugbúnaðarverkum og erum
við með mikla starfsemi í útlönd-
um, samtals eru 7S íslendingar á
vegum okkar úti, starfsmenn og
fjölskyldur beirra."
Gunnlaugur sagði að vinna við
framboðið tæki við um leið og kjör-
dæmissambandið væri búið að
ákveða framboðslistann: „Ég fer á
fullt út í kosningabaráttuná og þarf
þéss vegna að fara að leita mér að
aðstoðarmanni inn í fyrirtækið."
Gunnlaugur býr í Reykjavík, en
er ættaður úr Steingrímsfirði og
Reykhólasveit, Eiginkona Gunn-
laugs er Sigríður Sigurbjörnsdóttir
og eiga þau þrjú börn. Gunnlaugur
sagðí að atvinnumál og, pólitík
væru hans helstu áhugamál: ,3g
var forstjóri Þróunarfélagsins í
nærri átta ár og þar kom ég nálægt
rekstri margra fyrirtækj a og finnst
mjög spennandi að takast á við at-
vinnumálin og byggja upp nýjung-
ar í atvinnulífi."
Myndgátart
Lausngátunr. 1092:
Uðar í sig matnum
Z*t>oKr
/09z
•EyþoR--»-
ÍBV-KA í bikarkeppn-
inni í handbolta
Fyrsti leikurinn í átta liða úr-
slitum i bikarkeppninni í hand-
boltanura er í kvöld kl. 20.00 í
Vestraannaeyjum. Þar taka
heimamenn í ÍBV á móti KA og
Xþróttir
má búast við spennandi viður-
eign. KA sem er í 1. deild er sterk-
ara fyrirfram en ÍBV, sem leikur
í 2. deild, er á heimavelli og það
hefur mxkið aö segja. Þeir þrír
leikir sem eftir eru í átta Hða úr-
slitunum fara fram á morgun.
í körfuboltanum fer fram einn
leikur í l. deíld. Þaðeruísfirðing-
arnír í KFÍ sem leika á heima-
velli gegn ÍH. ísfirðingarnir verða
að teljast sigurstranglegri. Þeir
eru með lið sem hefur koraið á
óvart í vetur fyrir skemmtilegan
leik. í blaki er síðan einn leikur
í 1. deild í kvöld. Á Akureyri leika
KA og Stjarnan og hefst leikurinn
kL 20.00.
Skák
Zoltan Almasi, ungverski stórmeistar-
inn snjalli, sem tefldi hér á Kópavogsmót-
inu fyrr á árinu, hafði hvítt og átti leik
gegn enska stórmeistaranum David
Norwood í meðfylgjandi stöðu sem er úr
þýsku deildakeppninni i ár. Hvítum
standa til boöa ýmsar hættulegar frá-
skákir með riddaranum en hver er besti
leikurinn?
11   ^i
á
iiA   &
¦M
A
A   B   C   D
F   G   H
28. Rxf7 + ! og svartur gafst upp. Ef 28. -
kxf7 29. Bh5 mát.
Jón L. Árnason
Bridge
í gær var í bridgedálkinum spil frá
Happamóti BSÍ sem haldið var um síð-
ustu helgi. Hér er annaö spil úr næstsíð-
ustu umferð mótsins þar sem sigurvegar-
arnir, Sigurður B. Þorsteinsson og Gylfi
Baldursson, fengu nánast toppskor. Þeir
félagarnir sátu í n-s, norður var gjafari
og a-v á hættu:
* K109872
V G3
? KD6
+ Á7
* G65
V KD108
? G43
+ 543
N
V    A
S
? 4
V 42
? Á1098
+ KG10982
* ÁD3
V Á9765
? 752
+ D6
Norður  Austur   Suður
1*      2+      3+
3g     p/h
Vestur
pass
Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn.
Gylfi sagði þrjú lauf við tveimur laufum
austurs og var það góð áskorun í fjóra
spaða. Sigurður valdi hins vegar sögnina
3 grönd á spilin og það varð lokasamning-
urinn. Þau standa alltaf, en fjórir spaðar
eiga að vera niður með bestu vörn (tap-
slagir á hjarta, 2 á tígul og einn á lauf)
en flestir þeir sem spiluðu 4 spaða á NS-
spilin fengu að standa þann samning.
Austur spilaöi ekki laufi út (sem hefði
gefið Sigurði 10. slaginn) heldur spilaði
út tígultíunni. Það útspil virðist halda
sagnhafa í 9 slögum, en Sigurður drap
heima á kóng og renndi niður öllum spöð-
unum. Austur var í vandræðum með af-
köstin, en henti hjarta einu sinni og fór
niður á KG blankt í laufi. Sigurður lagði
þá niður hjartaás, spilaði laufi á ás og
meira laufi. Austur neyddist þvi til þess
að gefa 10. slaginn á tígul og n-s fengu
12 stig af 14 mögulegum fyrir spilið.
ísak örn Sigurðsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48