Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 1
EIMREIÐINI
193
Radíum.
Radíum er eitt hinna geislandi frumefna; efni þessi
geisla út frá sér ósýnilegum geislum af sjálfsdáðum;
engin ytri áhrif, svo sem ljós eða rafmagn, valda geisl-
unum, en orkan býr í efninu sjáifu. Einn flokkur radí-
umgeislanna er sama eðlis sem Röntgengeislar; fram-
leiðsla Röntgengeislanna krefur háspentan rafmagnsstraum
og margbrotnar vélar og áhöld. Ekkert slíkt þarf við
framleiðslu radíumgeisla, sem eingöngu verða til fyrir
þann kraft, sem falinn er i sjálfu frumefninu.
Tildrögin til þess að radíum fanst, fyrir rúmum 20 ár-
um, voru þau, að frægur frakkneskur eðíisfræðingur, Bec-
querel að nafni, var búinn að finna ósýnilega geisla, sem
ýmist eru bundnir við nafn hans eða nefndir úraníum-
geislar, þar eð þá leggur út frá frumefninu úraníum. Með
uppgötvun sinni lagði Recquerel grundvöll að nýrri vis-
indagrein, sem snertir bæði efnafræði og eðlisfræði; hefir
þekkingin um y>radioadiviteki eða geislaorku síðan farið
vaxandi ár frá ári.
Hvernig fara rnenn að færa sönnur á tilveru ósýnilegra
geisla frá geislandi efnum? Til þess eru ýmsar leiðir.
Geislarnir hafa áhrif á ljósmyndaplötur líkt og Röntgen-
geislar; þeir geta líka valdið því að ýms efni og stein-
tegundir lýsi í myrkri; þeir geta leitt rafmagn um loftið
úr einum hlut í annan og má leiða þetta í ijós með
næmum verkfærum (»electroscop«). Loks valda þeir ýms-
um breytingum á holdi manna og dýra, sem síðar skal
vikið að.
Með þessi gögn í höndum var nú meðal eðlisfræðinga
hafin leit að ósýnilegum geislum. Hjónin, prófessor við
Sorhonnen í París, Pierre Curie og frú Marie Curie, færð-
ust það mikla verk í fang að rannsaka geislakraft allra
þeirra frumefna og jarðtegunda, sem þá voru kunnar. í
Joachimsdal í Ræheimi er talsvert um jarðtegund, sem
»Pechblende« nefnist og notuð er til glergerðar; frú Curie
13