Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 48
240
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [eimkeiðin
í fimta flokki eru þeir, sem særa fram dauða menn
(vekja upp drauga) og hafa af þeim fréttir.
Annarsvegar skiftir hann þeim í 3 flokka eftir sak-
næmi athæfisins. Má glögt sjá það af dómum hans og
skrifum um þessi efni, að hann telur samræðið við djöf-
ulinn höfuðsökina. Galdrakona, sem einu sinni hefir játað,
að hún hafi haft holdlegt samræði við þann gamla, hún
skal brennast, þó að hún hafi aldrei galdrað, aldrei gert
neinum skaða eða neitt yfirleitt til saka unnið annað.
Carpzow var lögfræðingur, uppi um aldamótin 1600, og
er sagt að hann hafi dæmt 20000 galdramál. Og þó að
það séu ef til vill ýkjur, þá er víst, að kynstur eru til
af galdradómum eftir hann.
Upphaf og undirrót galdranna var djöfullinn sjálfur.
Sambandið við hann getur hinsvegar komist á með
tvennu móti, annaðhvort einslega, eða þá á hinum sér-
stöku galdrahátíðum.
Menn áttu að snúa sér til Satans um miðnættið. Næt-
urnar milli föstudags og sunnudags voru þó undanteknar,
því að þá hafði frelsarinn legið í gröfinni og verið í
dauðraríkinu. Langbesta nóttin var aðfaranótt föstudags-
ins, því að þá var fögnuðurinn mestur í ríki hins vonda
út af píningu frelsarans. Fundi hans varð náð með ýmsu
móti, t. d. með því að kalla þrisvar á hann með nafni
inn um skráargat á kirkjuhurð. Hann var líka oft í nánd
við gálga eða í kirkjugörðum, og yfirleitt var það regla,
að því óvistlegri sem staðurinn var og draugalegri, því
betra var þar að ná fundi hans.
»Das also ist des Pudels Kern!
»Ein fahrender Scholast? Der Kasus macht mich lachen«.‘)
segir Fást. Djöfullinn gat sem sé birst í ýmsra kvikinda
líki. Hann var hin mesta hamhleypa, og svo urðu galdra-
menn einnig. Hann kom líka oft fram í mannsmynd.
Stundum var hann prestur, stundum svartklæddur herra-
maður, með fjaðrahatt mikinn á höfði, i gulum sokkum
1) Þetta fólst þá í loðhundinum! Flökkustúdent? Nú get eg ekki unnað en
hlegið.