Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Page 55

Eimreiðin - 01.10.1919, Page 55
EIMREIÐINl Freskó. Saga eflir Ouida. 247 [Framh.] Eg ætla nú bráðum að fara að ljúka af ýmsum heim- sóknum, en eg get ekki komið því við alveg strax. Her- mione er hér. Hún er orðin ástfangin af einum af ná- grönnum okkar, John Herbert af Wardell. Hann er ný- kominn heim úr ógurlegum ferðalögum, og eg sé ekki að neinn geti verið að trufla þennan samdrátt þeirra úr því að þau unnast svona heitt. Reyndar er hann ekki nema barónett, en Wardellættin er eldgömul, og enn þá eldri er hennar ætt«. Hr. Hollys, Glenlochrie, til Charterys greifmnu, Milton Ernest (símskeyti): »Nú, það er bara svona? Ná-ná! Hermione og Jack Herbert og þér og ... . ekki er nú skömm að hópnum! það er víst alveg rétt hjá yður, að það er ekkert út á Herbert að setja«. Hr. Hollys, Glenlochrie til ekkjufrúar Cairnwrath af Othwestry, Milton Ernest: »Eg bið yður afsökunar, að eg geri yður ónæði, en gætuð þér ekki séð um, að Esmée rækti skyldur sínar og heimsækti aðra, jafnvel þótt hún ekki fáist til þess að koma til Drumdries? Þetta fer að verða nokkuð einkenni- legt útlits. Ef hún fæst alls ekki til þess að fara, þá verðið þér að bjóða vænum hóp til Milton Ernest. í guðanna bænum látið einhvern skjótan enda verða á þessu, sem nú er. Eg vildi óska að eg gæti komið, en nú verð eg að vera kominn til Rómaborgar eftir 60 tíma«. Ekkjufrú Cairnwrath, Milton Ernest, til hr. Hollys, Glenlochrie: »Kæri Hinrik! Enginn finnur sárar til þessara dæma- lausu heimskupara (svo að eg noti ekki sterkari orð) frænku minnar, heldur en eg. En hvað get eg að gert? Hún er alveg sjálfri sér ráðandi, og sjálfur þekkið þér frá fyrri tímum, hvað þægilegt er að ráða við hana.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.