Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 16
208 KITLUR (EIMREIÐIN Einhver vorkunnsemi kom að mér og óbeit á þessum grálega leik. Og eins og til að gera gott úr þessu öllu saman, steypti eg mér út í bylinn. Eg var vanari vatninu en Tumbi. Hatturinn hans var að sökkva úti á miðjum hyl. Eg náði í hann og kastaði honum upp á bakkann. Mér varð sundið erfitt í fötunum, en eg hélt mér uppi og velti mér í tárhreinu, svalandi vatninu. Bóndi og stúlkurnar stóðu á bakkanum í einhverju ráðaleysi. En nú var eins og fargi væri af þeim létt, og þau horfðu á sundtökin eins og eitthvert furðuverk. En Tumbi var farinn að slá, eins og ekkert hefði í skorist. Vatnið gusaðist úr fötunum hans við hvert högg. — — Sambúð okkar Tumba breyttist lítið eitt við þetta. Hann hafði sjaldan yrt á mig áður, en gerði það aldrei eftir þetta. Ef hann komst ekki hjá að gera mér eitthvað skilj- anlegt um vinnuna, þá forðaðist hann að beina orðum sínum beint til mín, heldur var það eins og hann talaði út í loftið, eða við sátuna, sem hann var að binda. En hatturinn hans lá þarna á árbakkanum alt sumarið. Tumbi leit ekki við honum, og gekk berhöfðaður langa hríð, hverju sem viðraði, og létu allir sem þeir vissu þetta ekki. Eg svaf i litlu herbergi í frambænum, og sneri glugg- inn fram á hlaðið. Það var venja mín, að ég klæddi mig í seinna lagi á sunnudögum, og var mér þá fært kaffi í rúmið. Lína hafði að jafnaði fært mér kaffið, og stóð yfir mér meðan eg drakk þaið, eins og hún væri að vatna kálfi, fanst mér þá. En eg setti ósjálfrátt upp einhvern yfirlætisbrag, og gegndi henni sem fæstu. Hún gerði sér alt til dvalar, en fór hjá sér, eins og hún væri hrædd um að vera mér til ama. Venjulegast var kallað á hana innan úr bænum, og þá hljóp hún án þess að taka bakkann með sér. Alt í einu brá svo við, að húsfreyja tók sjálf að færa mér kaffið; það var fyrsta sunnudaginn, sem Tumbi gekk berhöfðaður. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.