Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 26
218
KOTLUGOSIÐ 1918
[EIMREIÐIN
frekari skýringa. Þó slcal það tekið fram, að eg hefi enn
ekki heyrt neitt um öskufall á ysta svæðinu (VI.), en
líklegt er, að svona stórt öskugos hafi borist alla vega
langt út fyrir ísland, sem oft fyr, en askan af því
svæði er tiltölulega mjög lítil á móti hinum ósköpunum,
eða að eins V30 hluti allrar öskunnar, af 2/3 aHs Aatar-
málsins.
Jafnvel þó að útreikningur öskumagnsins hafi á þenna
hátt verið ákveðinn í tölum, má búast við að almenn-
ingur geri sér litla hugmynd um þær talnastærðir, sem
fengist hafa á þenna hátt. 700 miljónir teningsmetra eða
tonna eru engar hversdagstölur og því erfitt að gera sér
rétta grein fyrir þeim. Skiljanlegri yrðu þær, ef eitthvað,
sem maður þekkir og hefir fyrir augum, er til saman-
burðar.
Ef allri öskunni væri t. d. hlaðið upp á einum ferkiló-
metra á jafnslétlu, yrði hún 700 metra hár stöpull. Drag-
ist hún jafnt upp i ferstrendan topp (píramída) frá sama
grunnfleti, yrði hún þrisvar sinnum hærri eða 2100 m.
Sá toppstrendingur yrði rúmlega 7 sinnum hærri en
Heimaklettur í Vestmannaeyjum, nærri 5 sinnum hærri
en Látrabjarg, meir en 2falt hærri en Esjan og hér um
bil jafnhár Öræfajökli. Sjá sk57ringarmyndina. — Væri
öskunni dreift jafnt yfir alt Seltjarnarnes, utan frá Gróttu
og inn í Elliðaár- og Fossvoga, um 20 km.2, yrði sú á-
breiða um 35 metrar á þykt og næði þá t. d. 7 metra
upp fyrir hanann á húsi Natan & Olsens hér í Reykjavík-
En að eins 7 millimetrar á þykt yrði askan, ef hún hefði
dreifst jafnt um land alt.
Fannig má gera sér þessar háu tölur skiljanlegri, ef
miðað er við eitthvað, sem allir þekkja, svo hugurinn
geti hamið þær, en ætíð verður slíkur samanburður eitt-
hvað hjáróma efninu, en er að eins ætlaður til skýringar
og leiðbeiningar, líkt og vegvísar í þoku. Getur því orðið
bæði til. uppbyggingar og ánægju, enda má einlægt breyta
til með skýringarnar; þar verða engin takmörk sett.
Ef fjölkyngismenn þessara tíma væru ekki ver að sér en
Sæmundur fróði eða Eiríkur á Vogsósum, gæti máske komið