Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 34
226 BISMARCK FURSTI IEIMRE1ÐIN eagan sinn líka. Auövitaö varö paö með þeirri illu takmörkun, að hinir nýju framleiðslumöguleikar ekki á neinn viðunandi hátt hófu verkalýðinn til vegs, nema að því er snertir mannfjölg- unina og meðvitundina um manngildi hans (o: verkalýðsins). Pað var ekki Bismarck að þakka, að enskt tímarit, The Quarterly Review, þegar árið 1826, er kanslarinn tilvonandi að eins var ellefu ára gamall, gat lýst yflr því, að framleiðslu- möguleikar mannkynsins vegna gufuvélarinnar væru orðnir 160 sinnum meiri, heldur en þeir áður voru. Ekki var það heldur Bismarck fursta að þakka, að frjálslynd stjórnmálasnild í Eng- landi lögbauð hina frjálsu verslun árið 1850 og gerði með því hinni miklu framtakssemi þýsku þjóðarinnar mögulegt, á næstu 64 árum, alt til uþþhafs þessarar stvrjaldar, að lyfta Þýskalandi svo mjög upþ, að það varð eitt með mestu útflutningslöndum jarðarinnar, og að það vann sér stöðu í heimsversluninni, sem að vissu leýti var hagkvæmari en staða Englands. Pví, að vísu er England óumræðilega miklu stærra nýlenduríki og sjálf- stjórnarnýlendurnar hafa á siðustu timum veitt því talsverð- an hagnað með tollívilnun í þakkar skyni fyrir það, að þeirra vörur voru tollfrjálsar í Englandi. En Þýskaland hafði með verndartollum sínum hlaðið um sig háan múr gegn innstreymi erlendra verksmiðjuvara, þar sem Bretlandseyjar áttu sér engar slíkar varnir, og gátu þess vegna, þegar i harðbakka sló, orðið dumping ground (aftökustaður) fyrir þýskan vöruafgang, sem seldur var ódýrar, heldur en breskar vörur. Hinn geysilegi eignavöxtur þýsku þjóðarinnar er að þakka miklum starfsdug hennar, en þó ekki eingöngu honum, heldur honum í sambandi við þær mikilsverðu menningargjafir, sem þjóðin fekk frá Engilsöxum, sérstaklega frá Bretum: gufuvél, frjálsa verslun og siglingaleiðir um heimshöfin, sem á siðustu timum voru »lagðar« og trygðar með hafnabyggingum, sem Bretar framkvæmdu manna mest. Engu að siður fór svo, að efnahagsvöxtur þýsku þjóðarinnar varð svo mjög til þess að auka ljómann yfir lífsstarfi Bismarcks, að mörgum sýndist þessi vöxtur vera afleiðing af stjórnvisku hans; og það þrátt fyrir það, að tollapólitíkin, sem var skil- yrðið fyrir skjótum efnalegum framförum, hafði borið sigur úr býtum þegar árin 1834 og 1842. Ef ríkjasambandsstarfi þýsku þjóðarinnar hefði verið haldið áfram með sannfærandi aðferð, en ekki verið lamið fram af Bismarck með »blóði og járni«, eins og hann sjálfur orðaði það, þá er það alls ekki óhugsandi, að tollsambandið hefði einnig getað náð til Austurríkis löngu fyrir yfirstandandi tíma, og að ríki Habsborgaranna, til hags- muna fyrir þjóðernishugmyndina og hugmyndina um frjálsan sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, ^hefði hætt við hin óeðlilegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.