Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 51
EIMREIÐIN] TOFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
243
skyldi alt enda, og allir illir andar yrðu þá að fara í
kvalastaðinn. Þess vegna var um að gera fyrir Satan að
ná sem flestum sálum, svo að talan yrði sem seinast
komin, því hann hefir auðvitað þekt málsháttinn, að
frestur er á illu bestur!
Það voru þó fleiri en Sæmundur fróði, sem höfðu lag
á að hrekkja Kölska við og við og láta hann verða af
kaupinu. T. d. átti hann að hafa hjálpað til að byggja
dómkirkjuna í Aachen gegn því, að hann fengi þann
íyrsta, sem inn í hana kæmi. En þá tóku menn úlf og
köstuðu honum inn í kirkjuna.1) En slík skoðun hvarf
auðvitað jafnótt og galdratrúin magnaðist, því að þetta
hefði verið skoðað sem mesta léttúð. Þá gátu menn ekki
losnað úr samningi með öðru móti en því, að láta djöf-
ulinn fá hóp sálna í staðinn, svo að hann græddi á
skiftunum.
Langoftast fór samningsgerðin fram á galdrahátiðinni,
sem haldin var á ári hverju. Er þar víðfrægust hátíðin á
Blocksberg. Blocksbergs-ferðirnar voru einn aðalviðburð-
urinn í galdalífinu, og skal því hér farið um það nokkr-
um orðum.
Oftast var hátíðin haldin á Valpurgisnótt, 1. maí.
Fylgipúkinn sá um það, að ekki væri erfitt að komast,
þó að löng leið væri. Galdrakonan (eða maðurinn) smurði
sig vandlega með galdrasalvi, sem oftast var soðið úr
ungbarnahjörtum og leðurblöðkublóði, og að því loknu
var hún fær um að ríða gandreið um loftið á allskonar
dauðum hlutum. »Upp, upp og út í buskannk hrópaði
hún, og um leið fiaug hún af stað, oftast upp í gegnum
strompinn. Stundum kom það líka fyrir, að púkinn sjálf-
ur gerðist reiðhestur, en sjaldan var það. En ekki mátti
líta um öxl eða hika sér, því að þá var bráður bani vís.
Þetta flug í nornunum gátu menn því fremur hugsað
sér, sem það var alkunn hugmynd framan úr heiðni.
Guðirnir fóru í loftinu yfir láð og lög, Óðinn á Sleipni,
Þór í reiðinni með hafra sína og Freyja með kettina.
1) Sbr. söguna uin Sæmund fróða og Kölska í Þjóðsögum Jóns Arnasonar I.
bls. 487.
16