Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 17
EIMREIÐINl KITLUR 209 Það var einhvern sunnudag seint um sumarið, að Lína kom inn til mín og var víst að laga til í herberginu. Eitt- hvað var hún að tala við mig. Eg sat úti við gluggann. Hann var opinn. Úti hafði rignt og var flóðvott á. Eg var að hugsa um að fara út, en tók þó einhverja bók og laut yfir hana út í gluggann. Lína kom út að glugganum og fór að rjála við bækur á borðinu. Þá laut hún yfir öxl mér. »Hvað ertu að lesa skemtilegt?« — Hún lét sem hún vildi lesa líka, og lagðist alveg niður á öxlina á mér. »Það er ekki skemtilegt«, sagði eg, eins og bjáni, og bókin og glugginn og steinarnir á hlaðinu varð alt svo undarlega viðbjóðslegt. En Tumbi kom labbandi eftir stéttinni, með hendurnar fyrir aftan bak. Hann skotraði augunum upp í gluggann, og hann hvítnaði í framan. En hann gekk áfram með sömu hægðinni, fram hjá glugganum og inn í skemmuna á hlaðinu. Hann hafði verið að hvetja Ijáinn sinn undir morgun- daginn, og hann hélt honum fyrir aftan bakið, svo að eggin sneri inn í lófann. Mér hefir æfinlega staðið geigur af eggjárnum, og það fór um mig járnkaldur titringur, þegar eg horfði á þessar ógurlegu hendur og breiðan, hárbeittan ljáinn. Það var eins og hann hefði verið brýndur til voðaverka. Þetta gerðist alt í einni svipan. Eg sat höggdofa, og Lína með handlegginn yfir herðarnar á mér. Hún var alveg róleg, eins og hún vissi sér borgið. Eg stóð upp. »Ertu vitlaus?« sagði eg. Eg vissi varla hvað eg var að segja. »Ertu vitlaus?« sagði eg aftur. »Heldurðu að mér lítist á aðra eins druslu og þig? Ertu svona vitlaus, Lína? Að annar eins maður og hann Tómas skuli vilja líta við þér! Og svo ertu honum ótrú. Skammastu þín ekki, Lína? Hann fær nóg af betri stúlkum, en hann hugsar um þig eina og þykir ekki vænt um neitt nema þig«. Lína stóð eins og stirðnuð og leit afkáralega í gólfið, 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.