Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 11
EIMREIÐIN!
203
Kitlur.
Saga eftir Svipdag.
Það var kallað svo, að eg væri kaupamaður í Tungu,
en sjálfum fanst mér að eg væri þar í heimboði. Sonur
bóndans var bekkjarbróðir minn og virktavinur. Hann
setti mig niður hjá föður sínum, svo sem í sinn stað,
því hann ætlaði að ferðast um sumarið. Eg réðst í hey-
skapinn meir af forvitni en kunnáttu, og samdi svo um,
að eg væri sjálfráður um vinnuna en bóndi um kaup-
gjaldið.
F*etta var sólríkt sumar, en eg var átján ára, og sól-
skinið tók mig þeim tökum, að mér varð nautn að vinna
og keppast við. Eg teygaði andvarann eins og höfugt vín,
og eg tók fastara á orfinu en þörf gerðist.
Héraðið og fólkið var mér ókunnugt. Dalurinn var víð-
ur og fagur. Beggja vegna há, snarbrött fjöll, en fyrir dal-
botninum lágar heiðar. Þar tóku við endalaus öræfin.
Þaðan kom hann eins og hyldjúpt, hægfara fljót, þessi
sólhreini blær, sem gerði mig drukkinn. Hugurinn leitaði
á vindinn, langt fram um öræfin og auðnirnar. Eg fann
grösuga hvamma, álfakirkjur og undarlega staði, þar sem
enginn menskur maður hefir stigið fæti sínum. Og yfir
þessum hugarlöndum var nýtt og annarlegt yndi, eins og
þegar eg var barn milli vita, og var að hugsa um hvernig
væri hinumegin við Múlahvarfið. Þetta skrítna algleymi,
sem vitjaði mín aftur frá barnæsku minni, varð mér dýr-
mætur fögnuður.
Við vorum fimm við heyskapinn, auk bónda. Hann
hafði tvær kaupakonur, vinnukonu og vinnumann.
Vinnumaðurinn var ungur maður. Hann var aurasæll
og rikastur allra vinnumanna í dalnum. Allir keptust um
að hafa hann, því hann var aldrei óvinnandi og hverj-
um manni vandvirkari. En hann fór að öllu hægt og fast.