Eimreiðin - 01.10.1919, Side 7
EIMREIÐIN]
RADÍUM
199
alt, en algengt er líka að nota það eftir skurði til þess
að koma í veg fyrir að meinið taki sig upp siðar. Ekki
er svo að skilja, að öll krabbamein séu jafn vel fallin til
radiumlækninga; best tekst lækningin á útvortis meinum.
Radíum er afarmikið notað við lækning á krabbameini í
móðurlífi kvenna og hjálpar oft stórum til að lina þján-
ingar þessara ógæfusömu sjúklinga. Þrátt fyrir stórkost-
legar framfarir skurðlækninganna verður mörgum þess-
ara sjúklinga ekki
bjargað með hnífn-
um; þegar í slíkt
óefni er komið,
hefir radíum stund-
um getað læknað
konurnar, en und-
antekning má það
heita, að ekki tak-
ist að bæta líðan
þeirra að miklu
leyti.
Algengur kven-
sjúkdómur eru œxli
<í móðurlifinu, sem
valda miklum blóð-
missi; oft má lækna
þennan sjúkdóm
með radíum og er
þvi þá komið fyrir
inni í móðurlífinu.
Sjúklingar þessir hafa hingað til aðallega verið læknaðir
með Röntgengeislum, en lækningin tekur langan tíma og
hygg eg því að radíum-geislun eigi sérlega vel við þenna
sjúkdóm á íslandi, þvi lækningunni má ljúka af á fáum
dögum, en erfiðleikar við ferðalög og kostnaður við langa
dvöl i Reykjavík kemur oft hart niður á sjúklingunum.
Valbrá veldur oft miklum líkamslýtum; menn geta gert
sjer í hugarlund, hvilik ógæfa það muni vera fyrir unga
stúlku að hafa Ijóta valbrá í andliti. Valbrá getur líka
6. mynd.
Læknuð með radíum.