Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 30
222
KOTLUGOSIÐ 1918
lEIMliEIÐINf
Blautukvísl. Úr því hlaupi myndaðist Kötlutangi fram af
Hjörleifshöfða. Er hann merktur á kortinu (sjá síðar).
Eystra hlaupið, sem takmarkaðist að mestu af eystri
bökkum Kúðafljóts og hraununum í Meðallandinu, hefir
flóð 3'fir miklu stærra svæði eða 250—300 km.2 Miðsand-
urinn eða svæðið frá Blautukvísl og nokkuð austur fyrir
miðjan sandinn hefir víst að mestu orðið laus við hlaup-
ið. Hafursey og sandöldurnar austur og suður af henni
hafa hlíft þar.
Kötlutangi.
Land það, fram af Hjörleifshöfða, sem myndaðist við
Kötluhlaupið 12. okt. 1918, hefir verið geysilega stórt.
Eftir skýrslu Guðgeirs Jóhannssonar, kennara í Vík, heflr
sjávarströndin vaxið fram alt að 4 km. þar sem hún gekk
lengst út, vestur og suður af Hjörleifshöfða. Því miður
get ég ekki gert mér fulla hugmynd um hve langt austur
með landaukinn hefir náð, en eftir fréttum frá björgunar-
skipinu Geir mun láta nærri að ströndin hafi gengið tölu-
vert fram alt austur fyrir Hjörleifshöfða eða svipað því,
er ytri deplalínan sýnir á uppdrættinum yfir hlaupsvæðið.
Þetta nýja land, sem nefnt var Kötlutangi, hefir þá, rélt
eftir hlaupið, ekki verið minna en 24—30 km.s Og hafi þar
orðið land, sem togarar áður voru að veiðum, sbr. frá-
sögn Kjartans Markússonar í Hjörleifshöfða (G. J. Kötlu-
gosið 1918, bls. 27.), hefir rúmtakið ekhi getað verið
minna en 200—300 milj. ten.m., sem borist hefir í sjó út.
Eftir skýrslu Gísla Sveinssonar sýslumanns hefir Kötlu-
tangi mikið rýrnað þegar frá leið. 4—5 mán. eftir hlaupið
var hann ekki meira en 1000 faðma (tæpl. 2000 m.) fram
frá hinni gömlu strandlínu og með tímanum bjaðnar
hann enn meira.
Sam. Eggeitsson.
Myndirnar í grein þessari eru liinar fyrstu, sem ættar (d. ætset) liafa verid-
hér á landi, en örkin varð að biða á annan mánað eftir þeim, og er það þvi
að kenna, að þetta hefti komst ekki út i kyijun okt. eins og til stóð.