Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 53
EIMREIÐIN] TOFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 245 góður eftir. Með þessu dufti deyða þeir óskírð börn, sem þeir svo grafa upp og nota í brugg sitt. Foreldrarnir halda svo að börnin hafi dáið eðlilegum dauðdaga. Skirð börn geta þeir ekki notað, nema drottinn leyfi það sér- staklega. Þetta um ungbarnadrápið er vafalaust trú, sem sprottin er upp af hinum mikla ungbarnadauða, sem var til skamms tíma algengur. Galdrahyskið fær svo með kunnáttu sinni geigvænlegt vald á jörðunni. Þeir, sem eru orðnir útlærðir og komnir í félagsskapinn, geta t. d. galdrað allskonar hluti inn í menn, gierbrot, nálar, bursta og annað slíkt. Þeir geta vakið ást eða hatur eftir vild sinni. Þeir geta gert hjóna- bönd barnlaus, og jafnvel breytt kynferði fólks, gert pilta að stúlkum og stúlkur að karlmönnum, þegar minst varir, og má nærri geta, hvernig slíkt getur komið sér! Húsdýr drápu þeir í hrönnum. Létu eigur manna hverfa og skemm- ast. Þeir létu sína eigin akra spretta ágætlega, en alla akra í kring skrælna. Ef þeir vildu gera einhverjum skaða, þá þurftu þeir ekki annað en ná til sín einhverjum hlut, sem sá átti. Þá eru gjörningaveðrin alkunn, því að það var eitt aðalstarf þeirra, að gera ill veður. Voru til þess ýmsar aðferðir. Ein var sú, að grafa dálitla holu í jörð- ina, liella þar í vatni. Síðan var dálítið af sóti hrært saman við, og þuldar galdraformúlur yfir. Loks var öll- um þessum graut þeytt upp í loftið, og þá skall veðrið óðara á. Auðvitað hefði af þessu mátt draga þá ályktun, að galdrahyskið hlyti að baða í rósum hér í lífi, þegar það bjó yfir öllum þessum hulda mætti til þess að koma vilja sínum í framkvæmd. En það var þó ekki. Að jafn- aði var það fátækt fólk og lítils megnugt, þó að auðvitað væri innan um ríkt fólk og af góðum ættum. Enginn var alveg öruggur fyrir galdraákærum. Það leiddi auðvitað af undirrót galdranna og upphafi, að þeir hlutu ávalt að leiða til einhvers ills. í sjálfu sér höfðu galdramennirnir sama máttinn til þess að gera gott eins og ilt, en þar var sá hængur á, að djöfullinn gaf ekki leyfi sitt til þess. Var mikið um það deilt af vís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.