Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 8
200
HADÍUM
[EIMREIÐIN
verið beinlínis hættuleg heilsu manna. Sjúkdómurinn or-
sakast af óeðlilegri vídd og ofvexti í æðum; valbráin er
afskaplega blóðrík og orsakast af því hinn blárauði litur,
sem henni fylgir. Ef blóðæxlin eða blettirnir eru stórir
og djúptækir, verða þeir oft ekki læknaðir með öðru en
radíum- eða Röntgengeislum. Radíum hefir þau sérstöku
og einkennilegu áhrif á æðarnar, að þær rýrna, þrengjast
og geta jafnvel alveg lokast; smám saman eyðast fleiri og
fleiri æðar, blóðinu er þar með vörnuð rás um valbrána
og þannig getur hún oft og einatt læknast að fullu og ölln.
Ymsir aðrir húðsjúkdómar eru læknaðir með radíum,
svo sem reformar, vörtur og hárvöxtur á óeðlilegum stöð-
um; »búkonuskeggið« er ætið mjög ókærkomið og mikla
raun hafa ungar og ógefnar stúlkar af því örlæti náttúr-
unnar.
Berklaveiki i kirtlum og hörundi (lupus) getur líka
læknast af radíum-geislum.
Radíum er notað til lækninga með ýmsu móti; hinn
hreini radíum-málmur samlagast öðrum efnum og mynd-
ar radíum-sölt, sem læknarnir venjulega nota. Líka má
nota gufu þá (emanation), sem radíum gefur frá sér.
Radíumduftinu er komið fyrir í gull- eða platínuhylkjum,
sem venjulega eru álíka víð og gildur bandprjónn; lengd-
in 1—3 centimetrar. Enn fremur er radíum stráð og fest
á plötur af ýmislegri stærð og lögun. Venjulega eru að-
eins fáein milligröm í hverri plötu eða hylki. Áhöldum
þessum er nú komið fyrir á þá staði líkamans, sem geisla
skal; getur þetta verið ýmsum erfiðleikum bundið. Má
gera sér í hugarlund, að vel þurfi að vera um búið, ef
sjúklingum á að vera ufit að hafa radium í munni eða
koki sér í heilan sólarhring, svo ekki færist úr stað.
Sænskir radíumlæknar hafa fundið góðar aðferðir til að
festa radíumhylkin tryggilega og sjúklingunum að þján-
ingalausu í og á líkamanum. Er það gert með því að
taka nákvæm gúmmimót t. d. af munnholinu eða sárum
og æxlum og bræða þar í radium-áhöldin. Krefja radíum-
lækningar því talsverða æfingu og tíma af hendi lækn-
isins.